Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

568. fundur 05. ágúst 2021 kl. 08:15 - 09:40 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Húsnæðismál Borgarbyggðar

2102100

Umræður um stöðu húsnæðismála Borgarbyggðar.
Flosi H. Sigurðsson, sviðsstjóri, kemur til fundar og lýsir framgangi mála er varða húsnæðismál Borgarbyggðar.

2.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2021

2106113

Framlögð fundagerð frá fundi stjórnar OR dags. 26. apríl 2021

3.Beiðni um tengingu við kaldavatnsveitu í Stafholtstungum

2107122

Framlögð umsókn Sigurgeirs Sindra Sigurgeirssonar í Bakkakoti um heimild til að tengjast kaldavatnsveitu í Stafholtstungum.
Byggðarráð samþykkir umsókn Sigurgeirs Sindra Sigurgeirssonar um heimild til að tengjast kaldavatnsveitu sveitarfélagsins í Stafholtstungum.

Byggðarráð lýsir því jafnframt að til standi að setja samþykktir og gjaldskrá um umrædda vatnsveitu.

4.Samþætting aksturs í Borgarbyggð 2021

2105123

Lagt fram minnisblað um samþættingu á akstri
Til fundarins kemur Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sem situr fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð tekur jákvætt í nýtt verkefni um samþættingu skólaaksturs innan sveitarfélagsins. Er sveitarstjóra falið að undirbúa samstarf með Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Vegagerðinni og Menntaskóla Borgarfjarðar um verkefnið.

Er þess óskað að þegar fyrir liggur hver kostnaður Borgarbyggðar verður og nánara fyrirkomulag að málið verði lagt að nýju fyrir byggðarráð til samþykktar.

5.Erindi frá Jörva vegna greiðslu á viðhaldsvinnu

2107096

Framlagt bréf Jörfa ehf. dags. 21. júlí 2021 vegna höfnunar reiknings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að greiða reikning Jörfa ehf., dags. 21. júlí 2021. Jafnframt er sveitarstjóra falið að segja upp munnlegu samkomulagi við Jörfa ehf. um viðhald á Melabraut á Hvanneyri.

Byggðarráð lýsir því yfir að viðhald á Melabraut á Hvanneyri skuli fara í viðhaldsáætlun með sama hætti og aðrir vegir og götur sem sveitarfélagið er eigandi að.

6.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 8

2107043

Framlögð umsókn Kolbrúnar S. Guðmundsdóttur um lóðina að Fjólukletti 8.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Kolbrúnar S. Guðmundsdóttur um lóðina að Fjólukletti 8.

7.Mið-Árás 5 - forkaupsréttur

2108012

Framlögð fyrirspurn v. forkaupsréttar sveitarfélagsins á lóðinni Mið-Árás 5 vegna fyrirhugaðrar sölu eignarinnar.
Byggðarráð lýsir því yfir að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti vegna lóðarinnar Mið-Árás 5.

8.Skráning byggingarfulltrúa hjá HMS

2105148

Nýr byggingarfulltrúi hefur tekið til starfa hjá Borgarbyggð. Af þeim sökum þarf að tilkynna um byggingarfulltrúa til Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Sæmundur Ágúst Óskarsson verði skráður byggingarfulltrúi Borgarbyggðar.

Fundi slitið - kl. 09:40.