Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

570. fundur 26. ágúst 2021 kl. 08:15 - 10:58 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
  • Davíð Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Aðgengisfulltrúar í sveitarfélögum - sumarstörf

2105122

Jóna Guðrún Kristinsdóttir, sem ráðin var í sumarstarf aðgengisfulltrúa, kynnir niðurstöður úttekta sinna.
Byggðarráð þakkar Jónu Guðrúnu fyrir kynninguna og hennar störf fyrir Borgarbyggð í sumar. Byggðarráð óskar jafnframt eftir því að skýrslan fari til vinnslu í umhverfis- og framkvæmdadeild og úrbótum forgangsraðað í fjárhagsáætlun.

2.Húsnæðismál Borgarbyggðar

2102100

Upplýsingar lagðar fram um stöðu húsnæðismála sveitarfélagsins og möguleikum til þess að koma húsnæðislausri starfsemi fyrir í nýju húsnæði.
Sveitarstjóri kynnti stöðu í húsnæðismálum og fyrirliggjandi möguleikum til úrlausna. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum, varðandi húsnæði fyrir Ölduna, áhaldahús og safngeymslu fyrir Safnahús.

3.Stjórnsýsla í Borgarbyggð - niðurstaða samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins

2103044

Lagt er fram bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með leiðbeiningar og áliti ráðuneytisins, dags. 18. ágúst sl., um stjórnsýslu sveitarfélagsins í skipulags- og byggingarmálum.
Í áliti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem var gefið út 18. ágúst sl. kemur fram að í ljósi þeirra aðgerða sem sveitarfélagið hefur gripið til að tryggja að stjórnsýsla sveitarfélagsins sé í samræmi við lög, þá telji ráðuneytið ekki tilefni til að ljúka álitinu með fyrirmælum til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið mun gefa ráðuneytinu upplýsingar í upphafi árs 2022 um stöðu þeirra úrbóta sem sveitarfélagið hefur gripið til og mat sveitarstjórnar á því hvort að til hafi tekist að koma í veg fyrir þá kerfisbundnu annamarka sem voru í skipulags- og byggingarmálum sveitarfélagsins. Mikil umbótavinna hjá sveitarfélaginu, með áherslu á skipulags- og byggingarmál og góða þjónustu, gerð verkferla og breytt vinnubrögð til þess að koma í veg fyrir að þá kerfisbundnu annmarka sem hafa verið á þessum málaflokk haldi áfram.

4.Starfsmannamál 2021

2103094

Umfjöllun um starfsmannamál í stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Byggðarráð felur forseta sveitarstjórnar að vinna áfram að málinu.

5.Ljósleiðari í Borgarbyggð - framkvæmdir

2001118

Staða framkvæmda við Ljósleiðara Borgarbyggðar rædd, þ.m.t. verkáætlun, kröfugerð verktaka og framgangur verksins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að samkomulagi um nýja verkáætlun og þeirra krafna og athugasemda sem verktakar hafa komið á framfæri.

6.Dómsmál vegna uppsagnar fyrrverandi sveitarstjóra

1911092

Lögð er fram til kynningar greinargerð fyrrverandi sveitarstjóra, dags. 24. ágúst sl., vegna reksturs máls fyrir Landsrétti.
Lagt fram til kynningar.

7.Eignasjóður - íþróttamiðstöðin Varmalandi

2106043

Athugasemdir hafa borist frá Heilbrigðiseftirliti um aðstæður í Varmalandslaug. Taka þarf ákvörðun um hvort gera eigi viðauka við fjárhagsáætlun til þess að gera nauðsynlegar úrbætur á sundlauginni á næstu vikum í samræmi við kröfur heilbrigðiseftirlits.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að lausn málsins til þess að fjármagna úrbætur skv. gildandi fjárfestingar- og fjárhagsáætlun.

8.Hringrásarhagkerfið- styrkur gámaplön

2107093

Framlagður samningur við Umhverfis-og auðlindaráðuneyti vegna styrks til að bæta úrgangsþjónustu í frístundabyggðum.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.

9.Hringrásarhagkerfið - styrkur brotajárn

2107094

Framlagður samningur við Umhverfis-og auðlindaráðuneyti vegna styrks til söfnunar brotajárns í dreifbýli.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.

10.Starfsleyfi stofnana Borgarbyggðar - 2021

2108095

Erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands um starfsleyfi stofnana Borgarbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

11.Kosningar í nefndir og ráð 2021

2102067

Einn stjórnarmaður í kjörstjórn hefur óskað afsagnar í kjörstjórn. Kjósa þarf nýjan aðila í kjörstjórn af þeim sökum fyrir komandi alþingiskosningar.
Málinu er frestað til afgreiðslu næsta fundar byggðarráðs.

12.Umsókn um lóð - Lóuflöt 4

2108042

Umsókn Jónasar Guðjónssonar, dags. 11. ágúst sl., um úthlutun lóðarinnar að Lóuflöt 4, Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Jónasar Guðjónssonar um lóðina að Lóuflöt 4, Hvanneyri.

Fundi slitið - kl. 10:58.