Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

572. fundur 16. september 2021 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Freyr Kristbergsson varamaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.6 mánaða milliuppgjör

2109090

Lagt fram sex mánaða milliuppgjör pr. 30.06. 20201
Á fundinn mætti Halldóra Ágústa Pálsdóttir sérfræðingur í reikningsskilum hjá KPMG og kynnti milliuppgjörið.

Samkvæmt milliuppgjörinu er rekstrarniðurstaða A og B hluta 22 millj. kr. betri en áætlun gerði ráð fyrir og munar þar mestu um hærri útsvarstekjur.

Samþykkt samhljóða.

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2021

2102077

Rætt um viðauka við fjárhagsáætlun 2021
Á fundinum kynnti Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri tillögu að viðauka. Lagt var fram vinnuskjal fyrir tillögu að fjórða viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021. Í viðaukanum er gert ráð fyrir útgjöldum vegna greiðslna í Húsafellsmáli, auknum kostnaði við fjárhagsaðstoð og sérfræðikostnaði í skólaþjónustu, auknum kostnaði við dvöl skólabarna úr Borgarbyggð í öðrum sveitarfélögum og nokkur önnur mál. Við þessar breytingar eykst áætlun um rekstrarkostnað um 35,7 millj kr. Þá er í viðaukanum gert ráð fyrir að auknum framkvæmdakostnaði fyrir 650 þús kr. Gert er ráð fyrir að kostnaðinum verði mætt með lækkun á handbæru fé sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

3.Aldan húsnæðismál

2102090

Umræða um stöðu húsnæðismála Öldunnar.
Til fundarins kemur Hlöðver Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að dósamóttakan verði tímabundið færð í húsnæði að Borgarbraut 55, en ekki lengur en til áramóta. Á meðan vinni sveitarstjóri að undirbúningi framtíðarhúsnæðis dósamóttökunnar og hæfingarinnar.

4.Þarfagreining fyrir húsnæði leikskólanna í Borgarnesi

2106027

Lögð fram þarfagreining fyrir leikskólana í Borgarnesi.
Lagt fram til kynningar.

5.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði

2104092

Kynnt er tillaga að frumhönnun Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar, byggð á fyrirliggjandi þarfagreiningu. Til fundarins kemur Hlöðver Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Lagt fram til kynningar.

6.Egilsgata 11 - lóðamál

2004149

Lagt fram erindi frá Einari Ingimarssyni, arkitekt vegna vinnu við skipulagsmál Egilsgötu 11.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.

7.Starfsmannamál

2101105

Kynning á stöðu starfsmannamála.
Lagt fram til kynningar.

8.Endurnýjun rammasamninga

2104165

Á 569. fundi byggðarráðs sem haldinn var 17. ágúst sl., ákvað byggðarráð að fella frá þátttöku í rammasamningi um Microsoft hugbúnaðarleyfin. Sú ákvörðun óskast endurupptekin.
Sveitarstjóri gefur frekari upplýsingar en áður lágu fyrir um kaup á hugbúnaðarleyfum. Byggðarráð staðfestir ákvörðun um þátttöku í rammasamningi um Microsoft hugbúnaðarleyfi.

Samþykkt samhljóða.

9.Inniaðstaða fyrir Golfklúbb Borgarness í Menntaskóla Borgarfjarðar

2109087

Lögð er fram beiðni Guðmundar Daníelssonar, íþróttastjóra Golfklúbbs Borgarness, dags. 1. september sl., um að nýta aðstöðu í innri sal kjallara Hjálmakletts til golfæfinga.
Byggðarráð samþykkir beiðni Golfklúbbs Borgarnes um nýtingu innri salar kjallara Hjálmakletts til innanhúss golfæfinga. Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera drög að samningi í samráði við umsækjanda og leggja fyrir byggðarráð.

10.Góðvild umsókn um styrk

2109061

Framlögð umsókn Góðvildar - félagasamtaka, dags. 16. júní sl., um styrk til gerðar heimildarmyndar.
Byggðarráð Borgarbyggðar hafnar beiðninni, en bendir á styrki menningarsjóðs sem eru veittir að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

11.Reiðhöllin Faxaborg - umsókn um styrk

2011007

Framlagt erindi Hestamannafélagsins Borgfirðings, dags. 8. september 2021, þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð styrki Hestamannafélag Borgfirðings um kr. 1.044.080,- með greiðslu til Seláss vegna Faxaborgar.
Byggðarráð getur ekki orðið við beiðninni á árinu 2021 og vísar henni því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2022. Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða fulltrúa hestamannafélagsins á fund byggðarráðs.

12.Beiðni um styrk til að halda landsþing Kvenfélagasambands Íslands

2109022

Lögð er fram styrkbeiðni Sambands borgfirskra kvenna, sem barst 2. september 2021, vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verður á Hótel Borgarnesi dagana 15.-17. október 2021.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Samband borgfirskra kvenna vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands um kr. 100.000,-.
Fylgiskjöl:

13.Samgöngu- og innviðaáætlun Vesturlands, endurskoðun 2021

2109065

Lögð eru fram drög að endurskoðaðri samgöngu- og innviðaáætlun Vesturlands, móttekin 8. september sl. Drögin verða tekin til umfjöllunar á Haustþingi SSV en óskað er eftir athugasemdum frá Borgarbyggð ef einhverjar eru.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að safna saman athugasemdum sveitarstjórnarfulltrúa við drög að endurskoðaðri samgöngu- og innviðaáætlun vesturlands.

14.Skýrsla um samstarf safna á Vesturlandi

2106086

Framlögð fréttatilkynning SSV um samstarf safna á Vesturlandi ásamt skýrslum Creatrix um samstarf safna.
Byggðarráð fagnar framkominni skýrslu og tekur undir mikilvægi samstarfs milli safna Vesturlands og aukið samstarf.

15.Kemi Haustrallý 2021

2109083

Framlögð beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, dags. 2. september sl., um heimild til að halda haustrallý 2021 á Skjaldbreiðar - og Uxahryggjarvegi.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila akstur á leiðinni að því tilskyldu að veginum verði skilað í sambærilegu ástandi og hann er.

16.Leiðbeiningar um ritun fundargerða nr. 222013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 11402013 - drög

2109014

Lagt er fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 1. september sl., vegna breytinga á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar. Hyggist Borgarbyggð nýta heimildir skv. lögum um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 96/20221, eftir 1. október n.k., þarf að gera breytingar á samþykktum sveitarfélagsins.
Byggðarráð Borgarbyggðar tekur undir þær breytingar sem Samband íslenskra sveitarfélaga leggur til að verði gerðar á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013, auk þess sem lagt verði til að skyldu sveitarfélaga til að halda gerðarbækur verði afnumdar.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera breytingar á samþykktum um stjórn Borgarbyggðar í samræmi við 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 96/2021, þannig að sveitarstjórnarmönnum/nefndarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundi, með rafrænum hætti í samræmi við breytingar á sveitarstjórnarlögum, eftir 1. október nk.

17.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2021

2106113

Framlögð staðfest fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 31. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2021

2106113

Lögð er fram til kynningar fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 25. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2021

2106113

Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 28. júní 2021
Lagt fram til kynningar.

20.Almannavarnarnefnd Vesturlands - fundargerðir

2109006

Framlögð fundargerð Almannavarnarnefndar Vesturlands frá 27.ágúst 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.