Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

573. fundur 20. september 2021 kl. 08:15 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Logi Sigurðsson
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2021

2103132

Lagður fram samanburður á rauntölum við fjárhagsáætlun ársins fyrir tímabilið janúar til ágúst 2021
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs, mætti til fundarins og greindi frá niðurstöðum samanburðar á rekstrar- og framkvæmdakostnaði til samanburðar við áætlun fyrstu átta mánuði ársins. Samkvæmt frávikagreiningunni er reksturinn nokkuð betri en áætlað var á þessum tímapunkti, einkum vegna meiri tekna.

2.Húsnæðismál Borgarbyggðar

2102100

Umræður um húsnæðismál Öldunnar og áhaldahúss Borgarbyggðar.
Framlögðum hugmyndum um húsnæði fyrir Ölduna og áhaldahúss Borgarbyggðar er vísað til umsagnar í velferðarnefnd og starfshóps um starfsemi Öldunnar.

3.Ljósleiðari í Borgarbyggð - framkvæmdir

2001118

Til fundarins koma Jóhannes Karl Sveinsson og Sigurgeir Valsson, lögmenn til þess að fjalla um minnisblað um stöðu ljósleiðaraframkvæmda í Borgarbyggð.
Lagt fram til kynningar.

4.Yfirfærsla Borgarbrautar (531-01) frá Vegagerðinni til Borgarbyggðar

1911012

Framlögð drög að samningi við Vegagerðina um yfirfærslu Borgarbrautar til Borgarbyggðar, ásamt verðfyrirspurnargögnum um hönnun vegarkaflans.
Málinu er frestað til næsta fundar byggðarráðs Borgarbyggðar.

5.Starfsmannamál 2021

2103094

Kynning á starfsmannamáli.
Kynning á stöðu starfsmannamála Borgarbyggðar.

6.Alþingiskosningar sept. 2021

2108048

Lögð fram tillaga að breytingu á kjörskrá.
Tillögu um breytingu á kjörskrá er vísað til staðfestingar sveitarstjórnar.

7.Uppsögn sveitarstjóra

1911092

Kynning á stöðu dómsmáls vegna uppsagnar sveitarstjóra, Gunnlaugs A. Júlíussonar.
Lagt fram til kynningar.

8.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 10

2109092

Framlögð umsókn Ívars Arnar Reynissonar um lóðina Fjóluklettur 10, Borgarnesi.
Framlagðar umsóknir Ívars Arnar Reynissonar, Stefaníu Þórarinsdóttur og Snæbjörn Þór Ingvarsson. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Fjóluklettur 10. Lóðarhafi: Ívar Örn Reynisson.

9.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 10

2109081

Framlögð umsókn Snæbjörns Þórs Ingvasonar um lóðina Fjóluklett 10, Borgarnesi.
Framlagðar umsóknir Ívars Arnar Reynissonar, Stefaníu Þórarinsdóttur og Snæbjörn Þór Ingvarsson. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Fjóluklettur 10. Lóðarhafi: Ívar Örn Reynisson.

10.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 10

2109117

Framlögð umsókn Stefaníu Þórarinsdóttur um lóðina Fjóluklettur 10, Borgarnesi.
Framlagðar umsóknir Ívars Arnar Reynissonar, Stefaníu Þórarinsdóttur og Snæbjörn Þór Ingvarsson. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Fjóluklettur 10. Lóðarhafi: Ívar Örn Reynisson.

11.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 8

2108114

Framlögð umsókn Ívars Arnar Reynissonar um lóðina Fjóluklettur 8, Borgarnesi.
Á fundarlið 8 fékk umsækjandi úthlutað lóðinni Fjóluklett 10. Samkvæmt úthlutunarreglum Borgarbyggðar getur einstaklingur eingöngu fengið úthlutað einni lóð og er þessari umsókn því hafnað.

Fundi slitið.