Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

574. fundur 30. september 2021 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Logi Sigurðsson
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2106002

Lagt fram yfirlit um áætlaðar afborganir lána næstu 5 árin

2.Húsnæðismál Ráðhússins

1909156

Kynning á framgangi varðandi hönnun á Digranesgötu 2.
Lagt fram til kynningar.

3.Yfirfærsla Borgarbrautar (531-01) frá Vegagerðinni til Borgarbyggðar

1911012

Framlögð drög að samningi við Vegagerðina um yfirfærslu Borgarbrautar til Borgarbyggðar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Vegagerðina um skil á Borgarbraut neðan gatnamóta við hringveg að Egilsgötu.

4.Samþætting aksturs í Borgarbyggð 2021

2105123

Kynning á stöðu vinnu við samstarfsverkefni Borgarbyggðar, Vegagerðarinnar og Menntaskólans í Borgarnesi, sem snýr að samþættingu aksturs skólabifreiða og annarra almenningssamgangna.
Lagt fram til kynningar.

5.Samstarf um uppbyggingu leiguíbúða í Borgarnesi

2109012

Lagt er fram bréf leigufélags aldraðra, dags. 1. september sl., þar sem óskað er eftir samstarfi við Borgarbyggð um uppbyggingu íbúða í Borgarnesi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja mat á þá möguleika sem til staðar eru til þess að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu í samvinnu við óhagnaðardrifin leigufélög.

6.Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum - stuðningsverkefni

2109147

Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. sepember sl., þar sem Borgarbyggð er boðin þátttaka í innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélaga á grundvelli verkfærakistu um heimsmarkmiðin fyrir sveitarfélög. Ákveði Borgarbyggð að vera með í verkefninu skal sveitarfélagið tilnefna tvo fulltrúa í verkefnið, annars vegar kjörinn fulltrúa og hins vegar starfsmann sem ber ábyrgð á innleðingarvinnunni hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að taka þátt í stuðningsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í Borgarbyggð. Borgarbyggð tilnefnir Hrafnhildi Tryggvadóttir, deildarstjóra umhverfis- og framkvæmdadeildar og Logi Sigurðsson.

7.Umsókn um lóð - Birkihlíð 2-4

2109156

Framlögð umsókn ÁY Byggir ehf um lóðina Birkihlíð 2-4 á Varmalandi.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn ÁY byggir ehf. um lóðina Birkihlíð 2-4, Varmalandi.

8.Veiðifélag Norðurár - Aðalfundarboð 3.6.2021

2105158

Framlögð fundargerð aðalfundar Veiðifélags Norðurár sem haldinn var 3.6,2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Hafnasamband Íslands_fundargerðir

2010147

Framlögð fundargerð 437. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 16. sept. 2021.
Lagt fram til kynningar.

10.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2021

2102005

Framlagðar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 900 frá 26. ágúst 2021 og 901 frá 24. september 2021
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.