Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Sala á Borgarbraut 55
2108143
Framlögð þrjú tilboð í Borgarbraut 55, Borgarnesi.
Sveitarstjóra er falið að gera gagntilboð vegna Borgarbrautar 55.
2.Beiðni um aukafjárveitingu - körfur
2110006
Framlagt erindi forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar um viðbótarfjárveitingu til kaupa á hliðarkörfum í sal íþróttahúss.
Byggðarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunar ársins 2022.
3.Ráðgjafavinna á sviði upplýsingatækni - upplýsingatæknistefna
2006197
Guðmundur Jósepsson kemur til fundar til þess að kynna hugmyndir um fyrirkomulag upplýsingatækniþjónustu til framtíðar.
Byggðarráð þakkar Guðmundi Jósepssyni fyrir yfirferðina.
4.Brennuvegur 5135-01 - tilkynning um niðurfellingu af vegaskrá
2109183
Framlögð tilkynning Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Brennuvegar nr. 5135-01 af vegaskrá.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna búsetu og atvinnurekstur við Brennuveg og setja sig í samband við bréfritara.
5.Faxaflóahafnir sf._fundargerðir
2010144
Framlögð fundargerð 209. fundar stjórnar faxaflóahafnar frá 17. september 2021.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.