Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2022
2106002
Lögð eru fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun vegna ársins 2022.
Umræður um fjárhagsáætlun næsta árs. Verður hún lögð fram til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar. Framundan er áframhaldandi vinna við fjárhagsáætlunina.
2.Rýnihópur v. verðmats Orkuveitu Reykjavíkur
2004072
Umræður um næstu skref til að leita leiða til að lækka vatns- og fráveitugjöld Orkuveitu Reykjavíkur fyrir íbúa Borgarbyggðar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með sérfræðingi vegna málsins.
3.Íþróttahús - Frumhönnun
2110088
Til fundarins kemur Guðný Elíasdóttir, deildarstjóri skipulags- og byggingardeildar og Sæmundur Óskarsson, byggingarfulltrúi og fara yfir stöðu vinnu við undirbúning hönnunar byggingar íþróttahúss í Borgarnesi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda áfram að kanna jarðveg mögulegs byggingarsvæðis íþróttamannvirkja og undirbúa hönnun byggingar íþróttahúss og gervigrasvallar í Borgarnesi. Byggðarráð kallar eftir frekari gögnum á næsta fund byggðarráðs.
Eiríkur, Guðný, Silja og Sæmundur yfirgefa fundinn kl. 10:30.
4.Skipulagsmál við Brákarhlíð
1911134
Fram hefur komið beiðni hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar, dags. 20. október 2021 um aðkomu sveitarfélagsins að breytingum á aðal- og deiliskipulagi við Brákarhlíð í tengslum við framíðaruppbyggingu á reitnum.
Verið er að vinna að nýju deiliskipulagi á svæðinu þar sem leitað er eftir framtíðaruppbyggingu hjúkrunarheimilisins Brákarhlíðar. Borgarbyggð er stofnaðili að hjúkrunarheimilinu Brákarhlíðar og telur byggðarráð að vegna aðkomu sveitarfélagsins að hjúkrunarheimilinu og þar sem um er að ræða hluta af núverandi vinnu við deiliskipulag rétt að Borgarbyggð geri ráð fyrir uppbyggingunni í deiliskipulagsvinnunni.
5.Styrkir á sviði menningarmála
2008127
Afgreiðsla 33. fundar Menningarsjóðs Borgarbyggðar:
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar fór yfir úthlutunarreglur sjóðsins og samþykkti nýjar reglur. Reglurnar taka gildi frá og með 1. janúar 2022.
Stjórnin leggur til við byggðarráð að samþykkja tillögu atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar um að auka fjárúthlutun sjóðsins um 2.000.000 kr. samhliða þessum breytingum.
Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar fór yfir úthlutunarreglur sjóðsins og samþykkti nýjar reglur. Reglurnar taka gildi frá og með 1. janúar 2022.
Stjórnin leggur til við byggðarráð að samþykkja tillögu atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar um að auka fjárúthlutun sjóðsins um 2.000.000 kr. samhliða þessum breytingum.
Byggðarráð lýst vel á nýjar úthlutunarreglur sjóðsins. Byggðarráð vísar beiðni um aukna fjárúthlutun til sjóðsins til fjárhagsáætlunargerðar 2022.
6.Samstarfsaðild Markaðsstofu Vesturlands 2022
2110086
Framlagt erindi frá Markaðsstofu Vesturlands, dags. 13. október 2021 þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfsaðilasamning við MSV.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en vísar til afgreiðslu í atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd.
7.Tilkynning um niðurfellingu, Staðarvegur (5307-03) af vegaskrá
2110138
Framlögð tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 30. september 2021 um fyrirhugaða niðurfellingu Staðarvegar 5307-03 af vegaskrá.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna búsetu og atvinnurekstur við Staðarveg og setja sig í samband við bréfritara.
8.Ósk um tilnefningu fulltrúa vegna innleiðingar laga um þjónustu í þágu barna.
2110154
Erindi hefur borist frá Félagsmálaráðuneyti, dags. 25. október 2021 þar sem þess er óskað að Borgarbyggð tilnefni sérstakan fulltrúa innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021, eigi síðar en 1. nóvember nk.
Byggðarráð tilefnir Margréti Gísladóttur, starfsmann fræðslusviðs, sem fulltrúa Borgarbyggðar sem sérstakan fulltrúa innleiðinegar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
9.Ágóðahlutagreiðsla 2021
2110146
Framlagt bréf EBÍ, dags. 22. október 2021 þar sem kynntur ágóðahlutur Borgarbyggðar vegna ársins 2020 að upphæð 1.431.900.-
Lagt fram til kynningar.
Hlé var gert á fundinum milli 10:45 og 12:00.
Fundi slitið - kl. 12:28.