Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

578. fundur 04. nóvember 2021 kl. 08:15 - 11:00 Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Guðmundur Freyr Kristbergsson varamaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022

2106002

Framlögð ný drög að fjárhagsáætlun fyrir fyrri umræðu sveitarstjórnarfundar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra gögn í samræmi við framlögð gögn fyrir fyrri umræðu sveitarstjórnar um fjárhagsáætlun 2022. Ljóst er að frekari umræða á eftir að eiga sér stað um framkvæmdir og forgangsröðun á milli fyrri og seinni umræðu um fjárhagsáætlun.

2.Íþróttahús - Frumhönnun

2110088

Framhald umræðu af 577. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar þar sem farið er yfir stöðu vinnu við undirbúning hönnunar byggingar íþróttahúss í Borgarnesi. Lagðar eru fram frekari upplýsingar um möguleika varðandi uppbyggingu á íþróttasvæðinu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að skoðun byggingarsvæðis fyrir íþróttahús og staðsetningu fyrir gervigrasvöll. Byggðarráð samþykkir að sú fjárhæð sem stendur eftir í fjárfestingaráætlun vegna íþróttamannvirkja verði notuð til að kanna jarðveg vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Niðurstöður verði síðan nýttar við hönnun og útfærslu við kostnaðaráætlun framkvæmdanna.

3.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði

2104092

Tillögur að áfangaskiptingu vegna endurbóta og nýbyggingar Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar.
Byggðarráð óskar eftir kynningu á tillögum um endurbætur og nýbyggingu Kleppjárnsreykjadeildar Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir sveitarstjórnarfulltrúa ásamt tillögum um áfangaskiptingu.

4.Lækkun gjaldskrár Orkuveitu Reykjavíkur

2004072

Framhald umræðna um gjaldskrárlækkun vegna fráveitugjalda Orkuveitu Reykjavíkur.
Steinþór Pálsson, starfsmaður fyrirtækjasviðs KPMG og Eiríkur Ólafsson, mæta til fundarins til að ræða næstu skref sveitarfélagsins gagnvart Orkuveitu Reykjavíkur vegna vilja Borgarbyggðar til gjaldskrárlækkana fráveitugjalda.

5.Ráðgjafavinna á sviði upplýsingatækni - upplýsingatæknistefna

2006197

Veittar upplýsingar um stöðu upplýsingatæknimála sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra skipuritsbreytinga sveitarfélagsins er varða upplýsingatæknimál.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ljúka við gerð útboðsgagna vegna tölvuumsjónarmála sveitarfélagsins og ganga til útboðs á þeirri þjónustu sem tölvuumsjónarmaður sinnti.

6.Tölvuþjónusta í Borgarbyggð - þjónustu- og vinnslusamningur

2110157

Framlagður skammtímasamningur við Netvöktun vegna tölvuþjónustu fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h. sveitarfélagsins með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar og vísar samningnum til samþykktar í sveitarstjórn.

7.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27

2102065

Framlagt erindi hluta leigutaka í Brákarbraut 25-27, dags. 10. október 2021 varðandi lokun húsnæðisins.
Áskorun og ákall til sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna starfseminnar í gamla sláturhúsinu í Brákarey var undirritað af fulltrúum Fornbílafjelags Borgarfjarðar, Golfklúbbs Borgarness, pútthóps Borgarbyggðar, Skotfélags Vesturlands og Rafta, Bifhjólafélags Borgarfjarðar. Áskorunin varðar beiðni til að leita leiða til að endurvekja starfsemi í gamla sláturhúsinu í Brákarey í samstarfi við þær tómstundir sem þar hafa verið til húsa.

28. september sl. komu fulltrúar Fornbílafjelagsins til fundar við fulltrúa byggðarráðs og fulltrúar hinna tómstundarfélaganna mæta til fundar við fulltrúa byggðarráðs að loknum byggðarráðsfundi í dag.

Öllum leigusamningum í húsnæðinu hefur verið sagt upp. Byggðarráð hefur samþykkt notkun Golfklúbbs Borgarness að sal í Hjálmakletti auk þess sem tekið hefur verið jákvætt í erindi golfklúbbsins um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu lýðheilsustöðvar að Hamri, Fornbílafjelagi Borgarfjarðar hefur verið boðið að borðinu um samtal um kaup á hluta fasteignar Borgarbyggðar að Brákarbraut 27 að vissum skilyrðum uppfylltum, Skotfélagi Vesturlands verið boðin aðstaða til uppbyggingar í sveitarfélaginu og Raftar eru að skoða mögulegt húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

Byggðarráð hefur leitað lausna í samstarfi við forsvarsmenn leigjenda til að bregðast við þeim vanda sem tómstundarfélögin lentu í við lokun Brákarbrautar 25-27.

Ljóst er að endurbætur á húsnæðinu við Brákarbraut 25-27 myndi kosta sveitarfélagið um 600 milljónir miðað við kostnaðarmat Verkís á þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar væru til þess að hægt væri að heimila starfsemi að nýju í húsnæðinu. Í ljósi fjárfestingarþarfar sveitarfélagsins í leikskóla-, grunnskóla- og íþróttamannvirkjum næstu árin er ekki raunhæft að standa í fjárfestingum sem tengjast ekki lögbundnu hlutverki sveitarfélagsins.

8.Ljósleiðari í Borgarbyggð - framkvæmdir

2001118

Óskað var eftir tilboði í vinnu sérfræðings vegna hönnunar ljósleiðara í Borgarbyggð. Framlagt er tilboð Eflu verkfræðistofu í verkefnið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka tilboði Eflu verkfræðistofu vegna eftirlits með hönnun á lagnaleiðum þeirra áfanga sem eftir eru í verkinu. Tilboðið rúmast innan fjárfestingaráætlunar ársins 2021.

9.Endurnýjun malbiks á Þórðargötu- verðfyrirspurn

2110096

Framlögð tilboð í endurnýjun malbiks á Þórðargötu.
Þörf er á endurnýjun malbiks á Þórðargötu í Borgarnesi og er gatan efst í forgangsröðun viðhalds gatna. Gerð var verðfyrirspurn um endurnýjun á malbiki götunnar. Byggðarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Fagverks verktaka ehf. í endurnýjun malbiks á Þórðargötu. Verkið rúmast innan fjárhagsáætlunar.

10.Syðri-Hraundalur 2 - framkvæmdaleyfi Rarik

2111021

Rarik leggur fram beiðni, dags 27. október 2021 um að leggja jarðstreng í gegnum hluta lands Syðri-Hraundals L135946 sem er í eigu sveitarfélagsins. Fyrirhugað er að leggja jarðstreng að byggingarreitum í landi Syðri-Hraundals 2 L223296.
Byggðarráð samþykkir, sem landeigandi, að Rarik leggi jarðstreng í gegnum hluta lands Syðra-Hrauns 2.

11.Umsókn um lóð - Rjúpuflöt 6-8

2110182

Framlögð umsókn Vigfúsar Ægis Vigfússonar, dags. 29. október 2021 um byggingarlóð við Rjúpuflöt 6-8, Hvanneyri.
Byggðarráð hafnar framkominni umsókn um Rjúpuflöt 6-8, þar sem umsækjandi er þegar með úthlutaða lóð að Arnarflöt 6, Hvanneyri.

12.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

2111023

Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. nóvember 2021 um verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins.
Lagt fram til kynningar.

13.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2021

2102005

Framlögð fundargerð 902. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. október 2021. Ennfremur lögð fram ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Byggðarráð tekur undir framlagða ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál og felur sveitarstjóra að koma þeirri afstöðu á framfæri.

Fundi slitið - kl. 11:00.