Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

583. fundur 06. janúar 2022 kl. 08:15 - 10:00 Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Ljósleiðari í Borgarbyggð - framkvæmdir

2001118

Framlögð samantekt lögmanns sveitarfélagsins vegna viðræðna við framkvæmdaaðila ljósleiðara Borgarbyggðar um breytingar á verkframkvæmdum o.fl.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda áfram samningaviðræðum við jarðvinnuverktaka sem sinnir plægingu í ljósleiðaraverkefni Borgarbyggðar.

2.Samstarf um óhagnaðardrifið íbúðarhúsnæði

2003174

Framlögð beiðni Júlíusar Þórs Júlíussonar, f.h. Hoffells, dags. 28. desember 2021, um breytingu á kaupsamningi vegna Brákarsunds 5.
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að framlengja afhendingartíma íbúðar við Brákarsund 5 til 1. júní 2022.

Byggðarráð hafnar tillögu Hoffells ehf. til þess að hækka kaupverð fasteignarinnar umfram það sem kveðið er á um í kaupsamningi sveitarfélagsins um íbúð í Brákarsundi 5.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna nánar stöðu framkvæmda við Brákarsund 5 og leggja mat á það hvort forsvaranlegt sé að greiða út greiðslu 2 skv. kaupsamningi, sem greiða skal við fokheldisvottorð, miðað við núverandi ástand fasteignarinnar.

3.Losunarbókhald og loftslagsstefna

2103083

Bókun Umhverfis-og landbúnaðarnefndar:
"Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrstu loftslagsstefnu fyrir rekstur Borgarbyggðar og felur deildarstjóra umhverfis og framkvæmdamála að skila henni inn til Umhverfisstofnunar, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Loftslagsstefnu og tillögu að aðgerðaáætlun verður vísað til allra fastanefnda, fjallskilnefndar Borgarbyggðar, ungmennaráðs Borgarbyggðar og öldungaráðs Borgarbyggðar til umsagnar. Þegar umsagnir nefnda og ráða liggja fyrir mun Umhverfis- og landbúnaðarnefnd vinna endanlega aðgerðaáætlun."
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsmannamál 2021

2103094

Veittar upplýsingar um stöðu á starfsmannamáli.

5.Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatt1 2022

2112126

Lögð fram tillaga um tekjumörk vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu um ný tekjumörk vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2022.

6.Valfell - leyndur galli

2111160

Kynning á svarbréfi vegna kröfu vegna meintra galla á Valfelli.
Lagt fram til kynningar.

7.Krafa um skaðabætur v. líkamstjóns

2004060

Kynning á greinargerð sveitarfélagsins vegna skaðabótamáls vegna líkamstjóns starfsmanns.
Lagt fram til kynningar.

8.Mælimastur Grjótháls - framkvæmdaleyfi_umsókn

2001067

Framlagðir úrskurðir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmdaleyfis fyrir mælimastur á Grjóthálsi.
Lagt fram til kynningar.

9.Umsókn um lóð - Stöðulsholt 38 - 40

2112094

Framlögð umsókn Styrmis Ólafssonar, f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, dags. 19. desember 2021 um lóðina Stöðulsholt 38 - 40.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Styrmis Ólafssonar, f.h. óstofnaðs einkahlutafélags, um lóðina að Stöðulsholti 38-40, Borgarnesi.

10.Umsókn um lóð - Melabraut 2a

2112123

Framlögð umsókn Pálma Ingólfssonar, dags. 28. desember 2021 um lóðina að Melabraut 2a, Hvanneyri.
Framlagðar umsóknir Pálma Ingólfssonar og Steinavíkur ehf. um lóðina að Melabraut 2a, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Melabraut 2a. Lóðarhafi: Steinavík ehf.

Framlagðar umsóknir Pálma Ingólfssonar og Steinavíkur ehf. um lóðina að Melabraut 2b, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Melabraut 2b. Lóðarhafi: Pálmi Ingólfsson.

11.Umsókn um lóð - Melabraut 2a og 2b

2112095

Framlögð umsókn Steinavíkur ehf., dags. 19. desember 2021 um lóðirnar að Melabraut 2a og 2b, Hvanneyri.
Framlagðar umsóknir Pálma Ingólfssonar og Steinavíkur ehf. um lóðina að Melabraut 2a, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Melabraut 2a. Lóðarhafi: Steinavík ehf.

Framlagðar umsóknir Pálma Ingólfssonar og Steinavíkur ehf. um lóðina að Melabraut 2b, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda:
Melabraut 2b. Lóðarhafi: Pálmi Ingólfsson.

12.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 8

2112097

Framlögð umsókn Ólafs Einis Rúnarssonar, dags. 20. desember 2021 um lóðina að Fjólukletti 8, Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Ólafs Einis Rúnarssonar um lóðina að Fjólukletti 8, Borgarnesi.

13.Nýframkvæmdir og viðhaldsþörf hafna 2021-2031

2112056

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

14.Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um fjárlagafrumvarp 2022

2112058

Lögð eru fram til kynningar drög að umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem barst 10. desember 2021, um fjárlagafrumvarp 2022.
Lagt fram til kynningar.

15.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2021

2102005

Framlögð 904. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2021

2106113

Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25.október 2021
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.