Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

584. fundur 07. janúar 2022 kl. 15:00 - 15:15 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Fundurinn var haldinn í fjarfundi.

1.Lækkun gjaldskrár Orkuveitu Reykjavíkur

2004072

Á 581. fundi byggðarráðs sem haldinn var 2. desember 2021 var samþykktur samningur við ráðgjafasvið KPMG um ráðgjöf tengd samningum við Orkuveitu Reykjavíkur. Í framhaldi af undirritun samningsins var formlega óskað eftir því að Orkuveita Reykjavíkur veiti KPMG, f.h. sveitarfélagsins, aðgengi að þeim gögnum, útreikningum og sjóðsstreymislíkönum sem vísað er til í minnisblaðs rýnihóps eigenda OR, dags. 9. desember 2020, um gjaldskrár Borgarbyggðar vegna fráveitu og vatnsveitu og eignarhlut Borgarbyggðar í OR.
Orkuveita Reykjavíkur hefur óskað eftir því að framangreind beiðni um aðgang að gögnum komi frá byggðarráði.
Byggðarráð Borgarbyggðar tilkynnir hér með að sveitarfélagið hefur gert samning við KPMG um að yfirfara og leggja mat á þær forsendur sem liggja að baki minnisblaði rýnishóps, dags. 9. desember 2020, en niðurstöður rýnihópsins fela í sér verulegar fjárhæðir og hagsmuni fyrir sveitarfélagið Borgarbyggð og íbúa þess. Rýnihópurinn byggði sitt álit á upplýsingum og gögnum frá sérfræðingum OR og þeirra vinnu.

Byggðarráð óskar hér með formlega eftir því að Orkuveita Reykjavíkur veiti KPMG fyrir hönd sveitarfélagsins aðgengi að þeim gögnum, útreikningum og sjóðstreymislíkönum sem vísað er til í minnisblaðinu, þeim forsendum sem þar liggja að baki svo og aðgengi að sérfræðingum sem unnu greiningar til að fá nánari skýringar eftir því sem þurfa þykir.

Fundi slitið - kl. 15:15.