Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2022
2106002
Lögð eru fram drög að uppfærðu stöðumati, miðað við fjárhagsáætlun 2022-2025 vegna markmiðasetningar í fjármálum, dags. í janúar 2022, unnið af KPMG fyrir Borgarbyggð.
2.Gæðahandbók
2201036
Framlögð drög að verkferli fyrir framkvæmdaverkefni á vegum sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram með verkferillinn og fylgiskjöl hans og að farið verði eftir honum í framkvæmdum sveitarfélagsins hér eftir. Með verkferlinum er settur skýr rammi utan um framkvæmd verkefnis frá upphafi til enda og ábyrgð vel skilgreind.
3.Grunnskólinn í Borgarnesi, úttekt á framkvæmd
2107025
Framlögð skýrsla KPMG, vegna úttektar á framkvæmd við grunnskólann í Borgarnesi.
Á síðasta ári lagði byggðarráð til að farið yrði í hlutlausa úttekt á ferli og eftirliti með framkvæmdum við húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi, og var KPMG ráðið í verkið. Úttektarskýrslan liggur nú fyrir og ljóst er að annmarkar voru á vinnulagi og eftirliti stjórnsýslunnar allt frá upphafi framkvæmdar árið 2014. Má þar helst nefna að ekki lá fyrir í upphafi með ítarlegum hætti hlutverk og ábyrgð byggingarnefndar, stjórnenda og eftirlits og þar af leiðandi skorti yfirsýn og ábyrgð á stöðu verkefnis í heild sinni. Ekki var gætt með fullnægjandi hætti að gildandi innkaupreglum sveitarfélagsins hvað varðar útboðsskyldu, varðandi einstaka þætti framkvæmdarinnar og útboðsgögn voru ekki unnin með fullnægjandi hætti. Með skýrslunni kemur skýrt fram hvaða atriði það voru sem fóru úrskeiðis við framkvæmdina og telur sveitarfélagið nauðsynlegt að gera úrbætur á því ferli sem hefur verið við framkvæmdir. Á síðasta ári hófst vinna við að skoða annmarka við ferli og eftirlit framkvæmda sveitarfélagsins og í framhaldinu hefur verið unninn verkferill sem útskýrir hlutverk, ábyrgð og eftirlit allra aðila en ákveðnar úrbætur hafa þegar verið gerðar. Byggðarráð hefur á þessum fundi samþykkt að farið verði eftir framlögðum verkferli þar sem tekið hefur tillit til þeirra athugasemda sem KPMG gerði í framangreindri úttekt.
4.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði
2104092
Afgreiðsla 586. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar þar sem ákvörðun um framhald framkvæmda við kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar var frestað til næsta fundar byggðarráðs.
Sveitarstjóra er falið að gera erindisbréf fyrir byggingarnefnd fyrir viðbyggingu Kleppjárnsreykjadeildar grunnskóla Borgarfjarðar og leggja til hvernig skipa skuli í byggingarnefnd. Í kjölfar þess verði ráðinn verkefnastjóri fyrir verkefnið.
5.Skorradalshreppur - samningar
2012111
Staðið hafa yfir samningaviðræður milli Skorradalshrepps og Borgarbyggðar frá lokum árs 2020. Allir samningar milli sveitarfélaganna um þjónustu eru útrunnir og hafa verið það frá áramótum 2020-2021. Veittar eru upplýsingar um stöðu samningaviðræðna og könnun sveitarstjóra á samningum milli annarra sveitarfélaga um sambærilega þjónustu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða til fundar með fulltrúum Skorradalshrepps í næstu viku til að fara yfir tillögur að samningum vegna veitingu þjónustunnar.
6.Ferðamálaráð Vesturlands
2201143
Lagður er fram tölvupóstur Margrétar Bjarkar Björnsdóttur, sviðsstjóra áfangastaða- og markaðssviðs Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 27. janúar 2022, þar sem óskað er eftir að María Neves, samskiptastjóri Borgarbyggðar, verði fulltrúi Borgarfjarðarsvæðisins, þ.e. Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í Ferðamálaráði Vesturlands. Í samræmi við 5. gr. starfsreglna Ferðamálaráðs Vesturlands, skulu sveitarfélögin á Borgarfjarðarsvæðinu koma sér saman um skipan eins fulltrúa í Ferðamálaráð Vesturlands. Starfsreglur Ferðamálaráðs Vesturlands sem samþykktar voru á stjórnarfundi SSV 26. janúar 2022, eru jafnframt lagðar fram til kynningar.
Byggðarráð tilnefnir Maríu Neves, samskiptastjóra Borgarbyggðar, til setu í Ferðamálaráði Vesturlands.
7.Stofnfundur húsnæðissjálfseignarstofnunar fyrir landsbyggð 15. febrúar
2202004
Framlagt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31.janúar 2022, ásamt fundargerð umræðufundar um húsnæðissjálfseignarstofnun fyrir landsbyggðina, sem haldinn var 26. janúar 2022.
Á 576. fundi byggðarráðs sem haldinn var 21. október 2021 tók byggðarráð vel í þá hugmynd að stofnuð verði húsnæðissjálfseignarstofnunar er myndi starfa á landsbyggðinni. Markmið húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar væri að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þeirra er þörf á landsbyggðinni í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, meðal annars fólki með fötlun, í samstarfi við viðkomandi sveitarfélög. Byggðarráð felur sveitarstjóra að mæta á stofnfundinn f.h. sveitarfélagsins.
8.Umsókn um lóð - Sólbakki 31
2201130
Framlögð umsókn Bílabæjar ehf., dags. 25. janúar 2022, um lóðina að Sólbakka 31, Borgarnesi.
Framlagðar umsóknir Bílabæjar ehf. og Eiríks Ingólfssonar ehf. um lóðina að Sólbakka 31, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda: Eiríkur Ingólfsson ehf.
9.Umsókn um lóð - Sólbakki 31
2111190
Framlögð umsókn Eiríks Ingólfssonar ehf., dags. 23. nóvember 2021 um lóðina að Sólbakka 31, Borgarnesi.
Framlagðar umsóknir Bílabæjar ehf. og Eiríks Ingólfssonar ehf. um lóðina að Sólbakka 31, Borgarnesi. Til fundarins kom Jón Einarsson, fulltrúi sýslumannsins á Vesturlandi. Hann hafði umsjón með útdrætti um lóðirnar. Eftirfarandi niðurstaða lá fyrir eftir að dregið var milli umsækjenda: Eiríkur Ingólfsson ehf.
10.Umsagnarmál f. Alþingi 2022
2201097
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara.
Lagt fram til kynningar.
11.Fagráð slökkviliðsins - fundargerðir
2105172
Framlögð fundargerð 16. fundar fagráðs slökkviliðs Borgarbyggðar sem haldinn var þann 28. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
12.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir 2022
2202010
Framlögð fundargerð stjórnar SSV dags. 26. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:25.
Breytingin á lífeyrisskuldbindingunum mun jafnframt hafa verulegar breytingar á rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins vegna ársins 2021.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi byggðarráðs og er sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um ástæður þess að svo miklar breytingar séu á fjárhæð lífeyrisskuldbindinga miðað við fjárhagsáætlun ársins 2021.