Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

588. fundur 17. febrúar 2022 kl. 08:15 - 12:30 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi

1912083

Umræður um samstarfssamning við Slatta ehf. um samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi. Kynnt er tillaga að deiliskipulagi II. hluta.
Fyrir liggur að Slatti ehf. hefur óskað eftir því að endurskoða samkomulag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Bjargslandi. Sveitarstjóra er falið að leggja fram tillögur að breytingum á samstarfssamningi. Byggðarráð leggur áherslu á að ekki verði frekari tafir á uppbyggingu á svæðinu.

2.Deiliskipulag - Ný gata við Kveldúlfshöfða - íbúðarbyggð

2202085

Á umræðufundi sveitarstjórnar með starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar kom til umræðu mögulegt svæði til nýrrar íbúðabyggðar við Kveldúlfshöfða í Borgarbyggð. Til fundarins koma Guðý Elíasdóttir, deildarstjóri skipulags- og byggingarmála og Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfulltrúi til þess að kynna verkefnið og mögulegan kostnað við það.
Byggðarráð tekur vel í hugmyndir að nýju deiliskipulagi við Kveldúlfshöfða í Borgarnesi, í framhaldi af Fjólukletti, sem skipulagsfulltrúi og deildarstjóri skipulags- og byggingarmála kynntu fyrir byggðarráði. Hugmyndirnar fela í sér að gerðar verði einbýlishúsalóðir við nýja götu í landi í eigu Borgarbyggðar við Kveldúlfshöfða í Bjargslandi. Til þess að klára verkefnið þarf að gera breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar og gera nýtt deiliskipulag með það að markmiði að þétta byggð í Borgarnesi og skapa spennandi og aðlaðandi íbúðarsvæði. Heildarkostnaður við breytingar á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags er áætlað kr. 3.250.000,- m. vsk. Áætluð gildistaka deiliskipulags er í október 2022. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirbúa viðauka vegna verkefnisins.

3.Brákarey - framtíðarskipulag

2111213

Haldinn var vinnufundur sveitarstjórnar með starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar. Á honum voru lagðar fram hugmyndir að næstu skrefum hvað varðar skipulagsmál í Brákarey. Til fundarins koma Guðný Elíasdóttir, deildarstjóri skipulags- og byggingarmála og Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfulltrúi til þess að fjalla nánar um möguleg næstu skref til uppbyggingar í Brákarey.
Byggðarráð ákveður að auglýsa eftir áhugasömum samstarfsaðilum um skipulagsmál og uppbyggingu í Brákarey, s.s. með stofnun þróunarfélags, þar sem unnið verður úr þeim hugmyndum og íbúafundum sem haldnir hafa verið undanfarin ár. Í slíkri uppbyggingu telur byggðarráð mikilvægt að haldið sé í sérkenni eyjunnar, þar sem meðal annars sé litið til þess að varðveita "Burstirnar þrjár" og hugsanlega fleiri byggingar sé það raunhæft fyrir uppbyggingu svæðisins. Á svæðinu skuli vera blönduð byggð, með íbúabyggð, menningartengdri starfsemi, léttum iðnaði, útivist og frístundastarfsemi, í sátt við núverandi starfsemi.

Byggðarráð hefur væntingar um að hægt sé að líta til sambærilegra verkefna sem hafa verið unnin hér á landi og erlendis á aflögðum iðnaðar- og athafnasvæðum þar sem uppbyggingin miðast við að halda í sögu og menningu svæðisins og tengja við framtíðarsýn og starfsemi sem tengist þörfum samtímans.

4.Framtíðaríbúðabyggð í Borgarnesi

2202108

Á vinnufundi sveitarstjórnar með starfsmönnum skipulags- og byggingardeildar komu fram hugmyndir um staðsetningu nýrrar íbúðarbyggðar fyrir sveitarfélagið og umræða um hvernig best yrði staðið að framgangi hugmyndavinnu vegna slíks svæðis. Til fundarins koma Guðný Elíasdóttir, deildarstjóri skipulags- og byggingarmála og Drífa Gústafsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita til Arkitektafélags Íslands og undirbúa arkitektasamkeppni um heildarskipulagningu nýrrar íbúðabyggðar handan Borgarvogs. Tilgangur samkeppninnar væri að ná sem bestri lausn í skipulagningu mögulegrar íbúabyggðar á hinu óbyggða svæði, til að gefa sem besta mynd af því hvernig hverfið gæti verið byggt upp, en gert er ráð fyrir leik- og grunnskóla á svæðinu ásamt fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Áætlað er að vinna við samkeppnina taki 6-7 mánuði og því er gert ráð fyrir að verkefninu ljúki eftir að ný sveitarstjórn hefur tekið við.

Sveitarstjóra er falið að óska eftir kynningu frá Arkitektafélaginu á tilhögun samkeppnarinnar á næsta fund byggðarráðs.

5.Fjöldi funda hjá Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar

2202038

Afgreiðsla 34. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Ljóst er að sá málafjöldi sem er til afgreiðslu í skipulags- og byggingarnefnd gefur tilefni til þess að fjölga fundum og með það að markmiði að auka skilvirkni og flýta fyrir afgreiðslu mála. Nefndin óskar eftir heimild byggðarráðs að fjölga fundum nefndarinnar."
Byggðarráð tekur vel í beiðni skipulags- og byggingarnefndar um fjölgun funda nefndarinnar, enda gefur sá málafjöldi sem er til afgreiðslu á hverjum fundi skipulags- og byggingarnefndar tilefni til að fjölga fundum með það að markmiði að auka skilvirkni og flýta fyrir afgreiðslu mála.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera viðauka vegna beiðnarinnar og gera ráð fyrir að fundir skipulag- og byggingarnefndar verði tveir í mánuði til og með júní 2022.

6.Safnahúss Sólbakka 15 munageymsla

2111155

Til fundarins koma Guðni Rafn Ásgeirsson, umsjónarmaður fasteigna og Jóhanna Skúladóttir, héraðsskjalavörður og kynna kostnaðaráætlun vegna breytinga á húsnæði sveitarfélagsins að Bjarnarbraut 6, vegna flutninga úr munageymslu sveitarfélagsins að Sólbakka.
Byggðarráð telur miklar breytingar hafa orðið á verkefninu frá því atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd vísaði því til byggðarráðs og vísar málinu því aftur til vinnslu í nefndinni.

7.Framtíðarskipan Safnahús Borgarfjarðar

2201086

Lögð eru fram drög að nýrri verkefnalýsingu vegna framtíðarfyrirkomulags Safnahúss Borgarfjarðar, dags. 15. febrúar 2022.
Sveitarstjóri fer yfir verkefnalýsingu vegna framtíðarfyrirkomulags Safnahúss Borgarfjarðar með byggðarráði og leggur til að gerður verði samningur milli Borgarbyggðar og Strategíu vegna verkefnisins. Ekki er þörf á að gera viðauka vegna verkefnisins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita verkefnalýsinguna f.h. Borgarbyggðar og hefja verkefnið. Gert er ráð fyrir að drög að framtíðarfyrirkomulagi verði lögð fyrir byggðarráð 7. apríl n.k.

Markmið verkefnisins er að rýna og endurskoða starfsemi safnahúss Borgarfjarðar, kanna samlegðaráhrif safnanna við aðrar stofnanir sveitarfélagsins og koma með tillögur að framtíðarskipan safnanna.

Byggðarráð tilnefnir eftirfarandi aðila til þess að sitja í stýrihóp um verkefnið: Magnús Smári Snorrason og Guðveig Lind Eyglóardóttir. Auk þeirra sitji í hópnum þrír fulltrúar sveitarfélagsins og menningarfulltrúi SSV.

8.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði

2104092

Veittar upplýsingar um stöðu á vinnu við undirbúning að nýbyggingu við kleppjárnsreykjadeild Grunnskóla Borgarfjarðar. Framlögð drög að erindisbréfi byggingarnefndar vegna nýbyggingarinnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera breytingar á erindisbréfinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir byggðarráð að nýju.

9.Íþróttahús - Frumhönnun

2110088

Veittar upplýsingar um stöðu á vinnu við undirbúning að breytingum á íþróttaaðstöðu í Borgarbyggð. Jafnframt eru lögð fram drög að erindisbréfi fyrir byggingarnefnd vegna íþróttaaðstöðu í Borgarbyggð.
Sveitarstjóri greindi frá fundi sínum, sviðsstjóra stjórnsýslu- og þjónustusviðs og formanni stýrihóps um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi. Í framhaldi af þeim fundi leggur sveitarstjóri til við byggðarráð að stofnuð verði byggingarnefnd um byggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera breytingar á erindisbréfinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.

10.Friðlýsingar Borgarvogs

2009086

Framlagt erindi Umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar Borgarvogs.
Ákveðið hefur verið að hefja þurfi skipulagvinnu við fyrirhugaða íbúabyggð norðan Borgarvogs. Fulltrúum byggðarráðs Borgarbyggðar finnst mikilvægt að tekið sé tillit til þeirra breytinga og óska eftir því að fá tíma til að ljúka þeirri vinnu áður en að lengra er haldið með tillögu friðlýsingar Borgarvogsins.

11.Öryggismál í biðskýlum

2102057

Á 582. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar var tillaga um endurnýjun biðskýla send til umsagnar í fræðslunefnd og ungmennaráði. Framlagðar eru bókanir fræðslunefndar og ungmennaráðs.
Byggðarráð þakkar umsagnir fræðslunefndar og ungmennaráðs.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að halda áfram með verkefnið í samræmi við fjárhagsáætlun ársins og nýta það fjármagn sem áætlað er í endurnýjun á biðskýlunum í samræmi við umsagnir fræðslunefndar og ungmennaráðs og umræður á fundinum.

12.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27 - Brákarey

2102065

Framlögð drög að reglum um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga sem misstu húsnæði sitt við lokun Brákarbrautar 25-27, auk draga að húsaleigusamningum við Bifhjólafélag Borgarfjarðar og Golfklúbb Borgarness.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að leigusamningi við Golfklúbb Borgarness um golfaðstöðu í sal á Hjálmakletti og leigusamningi við Bifhjólafélagið Raftana um félagsaðstöðu í Þinghamri á Varmalandi. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við leigutaka og miða við að þeir taki gildi við undirritun. Enn fremur hefur verið tekið jákvætt í erindi golfklúbbsins um aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu lýðheilsustöðvar að Hamri. Samræður eru í gangi við formann Fornbílafjelagsins um kaup þeirra á húsnæði í eigu Borgarbyggðar að Brákarbraut 25 í Brákarey og er sveitarstjóra falið að leggja fram tillögu að kaupsamningi við félagið fyrir byggðarráð.

Þau félagasamtök sem eftir standa eru Skotfélag Vesturlands, en kannaðir hafa verið möguleikar á útiaðstöðu skotfélagsins með heimildum til aðstöðusköpunar. Nytjamarkaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms er að nýju orðið aðstöðulaust, en skortur er á húsnæði í Borgarnesi, sem stendur undir slíka aðstöðu.

Byggðarráð hefur leitað lausna í samstarfi við forsvarsmenn leigjenda til að bregðast við þeim vanda sem tómstundarfélögin lentu í við lokun Brákarbrautar 25-27. Ljóst er að endurbætur á húsnæðinu við Brákarbraut 25-27 myndi kosta sveitarfélagið um 600 milljónir miðað við kostnaðarmat Verkís á þeim framkvæmdum sem nauðsynlegar væru til að hægt væri hleypa starfsemi í húsnæðið.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að reglum um styrki sveitarfélagsins til þeirra tómstundarfélaga misstu aðstöðu sína við lokun húsnæðis sveitarfélagsins í Brákarey í fyrra og vísar þeim til staðfestingar hjá sveitarstjórn. Heildarfjárhæð samningsins er allt að 7,5 m.kr. Jafnframt er sveitarstjóra falið að undirbúa vegna umræddra útgjalda.

13.Hnoðraból - Grímsstaðaland 205426

2003033

Lagt er fram bréf Ólafs Björnssonar, lögmanns, f.h. eigenda Grímsstaðalands, dags. 27. janúar 2022, með tilboð í fyrrum húsnæði Hnoðrabóls, sem staðsett er á landareign Grímsstaða.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að semja við lögmann eigenda á grundvelli framlagðs tilboðs. Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni og undirrita nauðsynleg skjöl f.h. sveitarfélagsins með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

14.Grímshús - samningur við MMG

1809137

Með leigusamningi frá 5. október 2018 leigði sveitarfélagið Grímshús í Brákarey til The reformed spirits company ltd. Inntak samningsins fólst í því að leigutaki átti að ljúka uppbyggingu á Grímshúsi og hefja starfsemi í húsnæðinu á árinu 2019. Frá undirritun samnings hafa litlar eða engar framkvæmdir verið á húsnæðinu og húsnæðið í takmarkaðri notkun. Málið er lagt fyrir byggðarráð til umræðu um stöðu framkvæmda á húsnæðinu og réttarstöðu sveitarfélagsins vegna þess.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að funda með leigutaka Grímshússins í Brákarey vegna áætlaðrar starfsemi í húsnæðinu og fyrirhugðum framkvæmdum á svæðinu.

15.Umsókn um lóð - Stekkjarholt 1

2202031

Framlögð umsókn Tekta ehf dags 3. febrúar 2022 um lóðina Stekkjarholt 1
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Tekta ehf., um lóðina að Stekkjarholti 1, Borgarnesi.

16.Umsókn um lóð - Stöðulsholt 37

2202032

Framlögð umsókn Tekta ehf dags 3.febrúar 2022 um lóðina Stöðulshölt 37
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Tekta ehf., um lóðina að Stöðulsholti 37, Borgarnesi.

17.Umsókn um lóð - Stöðulsholt 39

2202033

Framlögð umsókn Tekta ehf dags. 3.febrúar 2022 um lóðina Stöðulsholt 39.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Tekta ehf., um lóðina að Stöðulsholti 39, Borgarnesi.

18.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2022

2202092

Framlagt bréf kjörnefndar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf dags 11. febrúar þar sem auglýst er eftir framboðum til stjórnar sjóðsins.
Lagt fram til kynningar.

19.Eigendastefna Faxaflóahafna

1511047

Lagt er fram fundarboð á kynningarfund draga að eigendastefnu Faxaflóahafna, þriðjudaginn 22. febrúar 2022, sem haldinn verður í fjarfundi.
Lagt fram til kynningar.

20.Giljahlíð L134404 - Vatnsveita - Beiðni um umsögn

2202080

Eigandi Giljahlíðar L134404 óskar eftir umsögn frá sveitarfélaginu vegna kaldavatnsveitu.
Byggðarráð hyggst ekki leggja nýja vatnsveitu að Giljahlíð, L134404, og mælir sveitarfélagið því með að jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrki fyrirhugaða framkvæmd landeiganda að Giljahlíð. Umsögn þessi er í samræmi við 1. mgr. 1. gr. reglugerðar um vatnsveitur á lögbýlum nr. 180/2016 vegna styrkumsóknar eiganda Giljahlíðar.

21.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál.
Lagt fram til kynningar.

22.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.

23.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 33. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.

24.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál.
Lagt fram til kynningar.

25.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022

2202060

Framlögð fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 4. febrúar 2022
Lagt fram til kynningar.

26.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2022

2202059

Framlögð fundargerð 906. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 4. febrúar 2022
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.