Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

590. fundur 03. mars 2022 kl. 08:15 - 11:00 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Logi Sigurðsson
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022

2203010

Lagt fram undirbúningsskjal vegna viðauka við fjárhagsáætlun 2022.
Lagt er fram minnisblað vegna tillögu að viðauka I við fjárhagsáætlun ársins 2022. Í tillögunni er gert ráð fyrir að færa 6.990 þús. kr. úr rekstraráætlun áhaldahúss yfir í fjárfestingaáætlun vegna bifreiðakaupa, hækka launakostnað skipulags- og byggingarnefndar um 800 þús. kr. vegna fjölgunar funda skipulags- og byggingarnefndar, hækka kostnað við skipulagsvinnu um 3.250 þús. kr. vegna skipulagsmála nýrrar götu og hækkun á styrkjum vegna atvinnumála um 7.500 þús. kr. Þá er einnig gert ráð fyrir hækkun á fjárfestingaáætlun um 20.000 þús. kr. vegna hönnunarsamkeppni nýrrar íbúabyggðar vestan Borgarvogs. Breyting á sjóðstreymisáætlun verður sú að handbært fé lækkar um 31.550 þús kr.
Eiríkur yfirgefur fundinn kl. 8:40.

2.Umsókn um afslátt af gatnagerðargjöldum

2203003

Lagt er fram bréf Finns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Tekta ehf., dags. 1. mars 2022, þa sem óskað er eftir afslætti af gatnagerðargjöldum.
Byggðarráð þakkar erindið og þann áhuga sem Tekta ehf. sýnir á byggingu íbúðarhúsnæðis í Borgarbyggð.
Árin 2019-2021 tók byggðarráð ákvörðun um að veita tímabundið 50% afslátt af gatnagerðargjöldum og 100% afslátt af lóðargjöldum til að hvetja til byggingarframkvæmda í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að stuðla að húsbyggingum í sveitarfélaginu, bæði íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Verkefnið hafði mikil áhrif á úthlutun lóða fyrir íbúðarhúsnæði en öllum íbúðarhúsalóðum í Borgarnesi hefur nú verið úthlutað.
Á fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 10. febrúar sl. var samþykkt að veita 50% afslátt af gatnagerðargjöldum og 100% afslátt af lóðagjöldum vegna atvinnuhúsalóða í Borgarbyggð til loka árs 2022, þar sem fyrra átak hafði lítil áhrif á byggingu atvinnuhúsnæðis, að hluta til er ástæðan sú að gera þurfti breytingar á deiliskipulagi til þess að hægt væri að úthluta lóðunum. Ákveðið var að framlengja ekki afslætti af gatnagerðargjöldum og lóðargjöldum vegna íbúðarhúsnæðis. Flestum íbúðarhúsalóðum í sveitarfélaginu hefur nú verið úthlutað, þar af öllum lóðum í Borgarnesi, hafði verkefnið því tilætluð áhrif, þrátt fyrir að enn sé skortur á íbúðarhúsnæði. Enn fremur hækkaði fasteignarmat á íbúðarhúsnæði töluvert frá 2019 til 2022, en á þessu tímabili hækkaði fasteignamat fjölbýlis um 24% og sérbýlis um 33%. Framundan er undirbúningur nýrra íbúðarhúsalóða, en kostnaður við þær er mikill og gatnagerðargjöldum og lóðargjöldum er ætla að svara slíkum kostnaði.
Byggðarráð hafnar því beiðni um afslátt af gatnagerðargjöldum. Þrátt fyrir framangreint vonumst við til góðs samstarfs við Tekta ehf. sem og aðra byggingaraðila í sveitarfélaginu um ókomna tíð.

3.Endurmat á styttingu vinnuvikunnar - Dagvinna

2108084

Framlagt minnisblað frá vinnuhópi um styttingu vinnuvikunnar í ráðhúsinu, dags. 28. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir umfjöllun byggðarráðs um nýtt fyrirkomulag á styttingu vinnuviku.
Inni í flestum kjarasamningym, sem samþykktir voru árin 2019-2020, var sett inn heimild til að gera breytingar á skipulagi vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 virkar vinnustundir á viku. Byggðaráð felur framkvæmdaráði, sem sviðsstjórar og sveitarstjóri sitja, að samþykkja vinnutímastyttingar sem stofnanir Borgarbyggðar leggja fram, þegar stytting vinnuvikunnar hefur ekki í för með sér kostnaðarauka eða skerðingu á þjónustu. Sé um að ræða kostnaðarauka eða þjónustuskerðingu skulu tillögur að vinnutímastyttingum lagðar fyrir byggðarráð.

4.Gervigras - Íþróttavöllur

2111178

Kynnt eru drög að minnisblaði Verkís, 23. febrúar 2022 varðandi jarðkönnun við Skallagrímsvöll.
Byggðarráð vísar verkefninu inn í byggingarnefnd um byggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi.
Guðný yfirgefur fundinn kl. 9:25.

5.Áningarstaður á Merkjahrygg á Bröttubrekku

2202171

Framlagt erindi frá sviðsstjóra áfangastaða- og markaðssvið SSV dags. 18. febrúar 2022. Óskað er eftir afstöðu og aðkomu Dalabyggðar og Borgarbyggðar varðandi uppbyggingu á áningarstað/kaldri upplýsingastöð við Merkjahrygg á Bröttubrekku.
Byggðarráð vísar erindinu til afgreiðslu atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar.
Logi Sigurðsson yfirgefur fundinn eftir afgreiðslu þessa liðar, kl. 9:45.

6.Samningur um viðhald götulýsingar

2201126

Framlagður samningur við Vogir og lagnir ehf. dags. 1. febrúar 2022 um viðhald götulýsingar í Borgarbyggð.
Við undirritun samningsins taka Vogir og lagnir ehf. við viðhaldi götulýsingar í Borgarbyggð, sem áður var á höndum Rarik. Gert er ráð fyrir viðhaldskostnaði götulýsingar í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar vegna ársins 2022. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

7.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

2111023

Framlagt erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga í verkefninu "Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem skiptist í þrjá verkefnahluta sem hafa það hlutverk að renna styrkari stoðum undir innleiðingu hringrásarhagkerfisins hér á landi.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu "Samtaka um hringrásarhagkerfið" á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem unnið er með aðstoð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

8.Vegna vatnsveituumsóknar Grímsstöðum

2202206

Guðni Haraldsson, Eigandi Grímsstaða, L1359271 óskar eftir umsögn frá sveitarfélaginu vegna kaldavatnsveitu, með erindi dags. 23. febrúar 2022.
Byggðarráð hyggst ekki leggja nýja vatnsveitu að Grímsstöðum, L1359271, og mælir sveitarfélagið því með að jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrki fyrirhugaða framkvæmd landeiganda að Grímsstöðum. Umsögn þessi er í samræmi við 1. mgr. 1. gr. reglugerðar um vatnsveitur á lögbýlum nr. 180/2016 vegna styrkumsóknar eiganda Grímsstaða.

9.Ystutungugirðing og málefni Bjarnardals og annarra heimalanda í Norðurárdal

2203004

Framlagt erindi Þorsteins Viggóssonar, formanns fjallskilanefndar Borgarhrepps og Norðurárdals vestan Norðurár, dags. 26. febrúar 2022, varðandi málefni Ystutungugirðingar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða til fundar með landeigendum og Skógrækt ríkisins vegna málefna Ystutungugirðingar.
Gestirnir yfirgáfu fundinn kl. 10:45.

10.Samráðs- og upplýsingafundur til undirbúnings stefnumótunarvinnu Sambands íslenskra sveitarfélaga

2202216

Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. febrúar 2022, þar sem kjörnir sveitarstjónarmenn og sveitarstjóri eru boðin til samráðs- og upplýsingafunda til undirbúnings stefnumótunarvinnu á landsþingi sambandsins í september 2022.
Byggðarráð hvetur alla sveitarstjórnarmenn og sveitarstjóra að taka þátt í samráðs- og upplýsingafundum Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna undirbúnings stefnumótunarvinnu á landsþingi.

11.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27 - Brákarey

2102065

Framlagt erindi Umboðsmanns Alþingis dags. 21. janúar 2022, og svarbréf Borgarbyggðar vegna erindisins, dags. 24. febrúar 2022 í tengslum við kvörtun Ikan ehf. vegna stjórnsýslu sveitarfélagsins í tengslum við húsnæði þess að Brákarbraut 25-27.
Lagt fram til kynningar.

12.Kauptilboð í Þorsteinsgötu 5

2202220

Lagt er fram samþykkt kauptilboð Borgarbyggðar í Þorsteinsgötu 5, Borgarnesi. Kauptilboðið er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2022.
Byggðarráð fagnar því að samþykkt kauptilboð vegna Þorsteinsgötu 5 í Borgarnesi liggur fyrir. Tilboðið var gert í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2022, en kaupin á fasteigninni mun verða þáttur í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð og gerð á grundvelli vinnu starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamning vegna eignanna, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

13.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 16. mars 2022

2202213

Lagt er fram fundarboð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands hf. sem haldinn verður miðvikudaginn 16. mars 2022. Fundarboðið barst með tölvupósti framkvæmdastjóra Sorpurðunar Vesturlands hf. 24. febrúar 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að mæta til fundarins fyrir hönd sveitarfélagsins og fara með atkvæði þess.

14.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2021

2202203

Lagður er fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2021. Ársreikningurinn skal kynntur aðildarhöfnum áður en stjórn samþykkir. Sveitarfélaginu gefst tækifæri á að senda inn athugasemdir varðandi ársreikninginn ef einhverjar eru.
Lagt fram til kynningar.

15.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn sandkola og hryggleysingja), 349. mál. Umsagnar er óskað eigi síðar en 10. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Framlagt til umsagnar frumvarp Alþingis til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 71. mál. Óskað er eftir undirritaðri umsögn eigi síðar en 14. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

17.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022

2202060

Framlögð fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.