Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

591. fundur 14. mars 2022 kl. 08:15 - 10:55 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Davíð Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Reglur Borgarbyggðar um skólaakstur í grunnskóla

2111008

Hlöðver I. Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs mætir til fundarins og kynnir nýjar reglur um skólaakstur og skólahverfi. Útboð Borgarbyggðar á skólaakstri verður unnið út frá framlögðum reglum.
Lagt fram til kynningar.

2.Kaup á landskika af Borgarbyggð - Búrfell, fjalllendi

2203134

Framlagt tilboð í landskikann Búrfell fjalllendi
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna með hvaða hætti sveitarfélagið getur selt landskika sveitarfélagsins að Búrfelli.

3.Forkaupsréttur - Borgarbraut 9-13

2203127

Framlagt samþykkt kauptilboð í fasteignina að Borgarbraut 9-13. Sveitarfélagið á forkaupsrétt að eigninni. Lagt fyrir byggðarráð til ákvörðunar um hvort falla skuli frá forkaupsrétti eða ganga inn í fyrirliggjandi tilboð.
Byggðarráð staðfestir fyrir hönd Borgarbyggðar að það falli frá forkaupsrétti sínum í fasteignina að Borgarbraut 9-13.

4.Innkaup á mannskapsbílum fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar

2203126

Framlagðir kaupsamningar sem undirritaðir hafa verið af seljanda. Leitað er samþykkis byggðarráðs fyrir kaupum á umræddum bifreiðum. Um er að ræða innkaup yfir 5.000.000 kr., sem þarfnast samþykki byggðarráðs samkvæmt gildandi innkaupareglum Borgarbyggðar. Bifreiðarnar verða nýttar sem mannskapsbílar fyrir slökkvilið Borgarbyggðar og verða staðsettir annars vegar í slökkvistöð í Borgarnesi og hins vegar í slökkvistöð í Reykholti.
Byggðarráð samþykkir innkaup á mannskapsbílum fyrir slökkvilið Borgarbyggðar í samræmi við framlagða kaupsamninga og innkaupareglur Borgarbyggðar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h. Borgarbyggðar.

5.Erindi frá GBF - Vindmælingar

2103134

Á 559. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að leitast eftir því við Vegagerðina að verða við beiðni um vindmælingar við Kvígsstaði og Grjóteyrarhæð, þar sem um væri að ræða fjölfarinn veg með miklum og hættulegum hviðum. Fræðslunefnd vísaði upphaflega málinu til byggðarráðs á 198. fundi sínum, þar sem fræðslunefnd taldi þetta vera verkefni Vegagerðarinnar og óskaði eftir því að byggðarráð fylgdi málinu eftir.

Niðurstöður Vegagerðarinnar eru hinar sömu og áður, Vegagerðin er til í samstarf um verkefnið, þannig að sveitarfélagið myndi kosta uppsetningu og Vegagerðin myndi taka við rekstri og viðhaldi að uppsetningu lokinni. Kostnaður er metinn í kringum 2,5 m.kr.
Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við uppsetningu vindmælis í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins á árinu, enda er uppsetning vindmæla ekki hlutverk sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að leita til ríkisins með fjármögnun á uppsetningu vindmælinga við Kvígsstaði og Grjóteyrarhæð, enda um að ræða staði þar sem er mjög vindasamt og þrátt fyrir að vera nálægt Hafnarfjalli er ekki hægt að miða við vindmælingar þaðan. Akstur á veginum getur verið mjög hættulegur vegfarendum, hvort sem er skólabílum eða öðrum íbúum sem sækja skóla og vinnu, enda er um stystu leið fyrir marga íbúa Borgarbyggðar til vinnu, þar sem margir íbúar sækja störf og skóla í Borgarnesi og vinnusóknarsvæðið nær til höfuðborgarsvæðisins.

6.Reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi_skýrsla

2203081

Lögð er fram til kynningar skýrsla um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi, sem barst með tölvupósti Láru Hrannar Hlynsdóttur, hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmaála við Háskóla Íslands, dags. 9. mars 2022.
Frestað til næsta fundar.

7.Samningur um ræstingu leikskólans Uglukletts

2203085

Framlagður þjónustusamningur við Daga ræstingaþjónustu um ræstingar í leikskólanum Uglukletti.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning vegna ræstingar í leikskólum Uglukletts og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar.

8.Tenging nýbyggingar við að-og fráveitu, Fitjum 2.

2202221

Framlagt erindi Björgunarsveitarinnar Brákar, dags. 28. febrúar 2022 vegna tengingu nýs björgunarsveitarhúss við að- og fráveitu Veitna.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að því að hús Björgunarsveitarinnar að Fitjum 2 verði tengt við Veitur eins fljótt og auðið er.

9.Flóttafólk frá Úkraínu

2203011

Lagður er fram tölvupóstur félagsmálaráðuneytisins, dags. 9. mars 2022, þar sem leitað er til sveitarfélaga með þátttöku í móttöku flóttafólks.
Byggðarráð lýsir yfir vilja til þess að taka þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að vera í forsvari fyrir það og upplýsa byggðarráð jafnóðum um útfærslu verkefnisins.

10.Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands 2022

2203102

Framlagt fundarboð á aðalfund Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands sem haldinn verður 16. mars.
Lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Veiðifélags Langár 2. apríl 2022

2203074

Aðalfundarboð Veiðifélags Langár 2.apríl 2022 lagt fram ásamt kostnaðaráætlun áesins 2022.
Byggðarráð tilnefnir Einar Ole Pedersen til þess að vera fulltrúi Borgarbyggðar á aðalfundi veiðifélags Langár.

12.Breytingar á sveitarstjórnarlögum - samráðsgátt

2203123

Framlagt bréf Sambands íslenskar sveitarfélaga, dags. 12. mars sl., um frumvarp til breytingar á sveitarstjórnarlögum, hvað varðar framkvæmd íbúakosninga.
Lagt fram til kynningar

13.Aðalfundur Veiðifélags Gljúfurár 2022

2203073

Framlagt fundarboð v. aðalfundar veoðifélags Gljúfurár sem haldinn verður 24. mars
Framlagt fundarboð aðalfundar Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður þann 24. mars 2022. Byggðarráð felur Þorsteini Viggóssyni formanni afréttarnefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar að sækja fundinn fyrir hönd Borgarbyggðar.

14.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 51. mál.
Lagt fram til kynningar.

15.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.
Lagt fram til kynningar.

16.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Mál nr. 78 um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldstofn fasteignaskatts) og mál nr. 57 um fjöleignarhús (gæludýrahald) frá nefndarsviði Alþingis lögð fram til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.

17.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.
Lagt fram til kynningar.

18.Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022

2203069

Framlögð 314. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 24. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

19.Fundargerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2021

2106113

Framlögð fundargerð 313. fundar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 20. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:55.