Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Útboð á skólaakstri 2022
2201118
Yfir stendur vinna við útboð á skólaakstri fyrir árið 2022, til fundarins kemur Hlöðver Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs og upplýsir um stöðu vinnu við útboðið.
Byggðarráð þakkar framlagða kynningu og óskar eftir því að endanleg útgáfa útboðsgagna verði lögð fram fyrir byggðarráð þegar þau liggja fyrir.
2.Endurskoðun á samstarfssamningi Borgarbyggðar og UMSB
2106030
Afgreiðsla 207. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar:
"Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir minnisblað um málið fyrir fræðslunefnd.
Fræðslunefnd samþykktir tillögu sviðsstjóra sem snýr að því að samningnum verði sagt upp og Borgarbyggð taki starf tómstundafulltrúa aftur yfir til sín. Þau verkefni sem tómstundafulltrúi hefur verið með hjá UMSB eru vinnuskólinn, sumarfjör, frístund og félagsmiðstöð. Gert er ráð fyrir því að Borgarbyggð bjóði núvernandi tómstundafulltrúa hjá UMSB tímabundna ráðningu er það hugsað til þess að sú faglega starfsemi sem byggst hefur upp færist farsælega yfir til Borgarbyggðar. Það er mikilvægt fyrir Borgarbyggð að fá aftur til sín starf tómstundafulltrúa og sú fagþekking sé til staðar hjá sveitafélaginu. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi nýrra laga um samþætta þjónustu en einnig til að tryggja rödd tómstunda innan stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Fræðslunefnd þakkar UMSB fyrir samstarfið og vill styrkja áframhaldandi gott samstarf á milli aðila með því að UMSB komi með tillögur að því hvernig samstarfinu verði háttað þegar starfið færist yfir. Þá er einnig lagt til að á næsta ári verði aðrir samningar milli UMSB og Borgarbyggðar endurskoðaðir með tiliti til að auka samstarfið í ákveðnum málum.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra og vísar málinu til Byggðarráðs."
"Sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnir minnisblað um málið fyrir fræðslunefnd.
Fræðslunefnd samþykktir tillögu sviðsstjóra sem snýr að því að samningnum verði sagt upp og Borgarbyggð taki starf tómstundafulltrúa aftur yfir til sín. Þau verkefni sem tómstundafulltrúi hefur verið með hjá UMSB eru vinnuskólinn, sumarfjör, frístund og félagsmiðstöð. Gert er ráð fyrir því að Borgarbyggð bjóði núvernandi tómstundafulltrúa hjá UMSB tímabundna ráðningu er það hugsað til þess að sú faglega starfsemi sem byggst hefur upp færist farsælega yfir til Borgarbyggðar. Það er mikilvægt fyrir Borgarbyggð að fá aftur til sín starf tómstundafulltrúa og sú fagþekking sé til staðar hjá sveitafélaginu. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi nýrra laga um samþætta þjónustu en einnig til að tryggja rödd tómstunda innan stjórnsýslu Borgarbyggðar.
Fræðslunefnd þakkar UMSB fyrir samstarfið og vill styrkja áframhaldandi gott samstarf á milli aðila með því að UMSB komi með tillögur að því hvernig samstarfinu verði háttað þegar starfið færist yfir. Þá er einnig lagt til að á næsta ári verði aðrir samningar milli UMSB og Borgarbyggðar endurskoðaðir með tiliti til að auka samstarfið í ákveðnum málum.
Fræðslunefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra og vísar málinu til Byggðarráðs."
Byggðarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bókun fræðslunefndar. Sveitarstjóra er falið að boða fulltrúa UMSB á næsta fund byggðarráðs til þess að ræða nánari útfærslu á þeirri þjónustu sem um ræðir.
3.Flóttafólk frá Úkraínu
2203011
Fyrir liggur að Borgarbyggð hyggst taka þátt í móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Veittar upplýsingar um stöðu málsins í dag.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með að geta komið að móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Stofnaður hefur verið stýrihópur til þess að koma verkefninu til framkvæmdar. Sveitarstjóra er falið að ljúka við samningsgerð vegna komu flóttafólks frá Úkraínu til sveitarfélagsins.
Þórdís Sif Sigurðardóttir fór af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.
4.Reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi_skýrsla
2203081
Lögð er fram til kynningar skýrsla um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi, sem barst með tölvupósti Láru Hrannar Hlynsdóttur, hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmaála við Háskóla Íslands, dags. 9. mars 2022.
Til stendur að skipa starfshóp á vegum sveitarfélagsins sem fjalli um kjör og starfsskilyrði sveitarstjórnarfólks í Borgarbyggð. Byggðarráð leggur til að starfshópurinn kynni sér framlagða skýrslu og komi með tillögur til breytinga og leggi fyrir sveitarstjórn. Sveitarstjóra er falið að gera drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Hann verði skipaður fráfarandi sveitarstjórnarfulltrúum, aðal- eða varamönnum sem ekki hyggja á framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum.
5.Lokun starfsemi að Brákarbraut 25-27 - Brákarey
2102065
Framlagður leigusamningur við Raftana - Bifhjólafélag Borgarfjarðar um leigu á hluta húsnæðis sveitarfélagsins í Þinghamri, Varmalani, dags. 17. mars 2022.
Byggðarráð samþykkir framlagðan leigusamning við Raftana - Bifhjólafélag Borgarfjarðar um leigu á hluta húsnæðis sveitarfélagsins í Þinghamri, dags. 17. mars 2022, og vísar til staðfestingar hjá sveitarstjórn.
6.Lokun heimasímatengingar í Hítardal
2203162
Lagður er fram tölvupóstur Finnboga Leifssonar, dags. 19. mars 2022, vegna tilkynningar Vodafone um lokun á heimasímatengingum í Hítardal, sem jafnframt er meðfylgjandi, ódagsett bréf. Ekki næst farsímasamband og ekki er ljósleiðaratenging á svæðinu.
Byggðarráð telur þá stöðu að einstakir staðir í dreifbýli séu ekki tengdir símasambandi óboðleg, hvort sem um heimasímatengingu eða farsímatengingu er að ræða. Byggðarráð telur dapurlegt að markaðslegar forsendur skuli eingöngu stýra þjónustustigi fjarskiptafyrirtækja í dreifðum byggðum og telur mikilvægt að horft sé til öryggissjónarmiða og samfélagslegra þátta. Sveitarstjóra er falið að ganga til viðræðna við Vodafone varðandi heimasímatengingu í Hítardal.
7.Starfsmannakönnun - ráðhús 2022
2203168
Framlagðar niðurstöður úr starfsmannakönnun sem starfsmenn ráðhúss tóku í mars 2022.
Lagt fram til kynningar.
8.Upplýsingapóstur frá innviðaráðuneyti til kjörinna fulltrúa
2203150
Lagður er fram til kynningar tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu sendur 18. mars 2022, til kjörinna fulltrúa, þar sem bet er á nýja skýrslu um reynslu kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum, umræður um stefnumótun stjórnvalda er miða að því að sveitarfélög séu í stakk búin til að tryggja íbúum sínum jöfn réttindi, þjónustu og búsetuskilyrði um allt land og upplýsingar um verkefnið Rampað upp Ísland.
Lagt fram til kynningar.
9.Sjálfseignarstofnun um Nýsköpunarnet Vesturlands
2203110
Lagður er fram tölvupóstur samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 17. mars 2022, ásamt bréfi samtakana til fyrirtækja, sveitarfélaga, stofnana og einstaklinga á Vesturlandi, dags. 8. mars 2022 þar sem Borgarbyggð er boðin þátttaka í stofnun sjálfseignarstofnunar um nýsköpunarnet Vesturlands sem svarað skyldi fyrir 23. mars 2022. Enn fremur er lagður fram tölvupóstur sveitarstjóra Borgarbyggðar, dags. 22. mars 2022, þar sem sveitarstjóri staðfestir þátttöku sveitarfélagsins í stofnun sjálfseignarstofnunarinnar.
Lagt fram til kynningar.
10.Nýsköpunar- og þróunarsetur Vesturlands, boð um stofnaðild
2203169
Lagður er fram tölvupóstur Landbúnaðarháskóla Íslands, dags. 18. mars 2022, þar sem sveitarfélaginu er boðin stofnaðild að Nýsköpunar- og þróunarsetri á Vesturlandi. Stofnfundur verður haldinn í maí 2022. Jafnframt er kynnt greinargerð með stofnfundarboði, viljayfirlýsing um nýsköpunar- og þróunarsetur á landsbygðinni, dags. 17. ágúst 2021, drög að stofnsamningi nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi og verkefnistillaga um Matvælalandið Ísland, dags. í desember 2021.
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar og sveitarstjóra falið að afla nánari upplýsinga.
11.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2022
2202151
Lögð er fram til kynningar 175. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands ásamt fundargögnum.
Lagt fram til kynningar.
12.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2022
2202151
Framlögð fundargerð aðalfundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 16. mars 2022
Lagt fram til kynningar.
13.Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 16. mars 2022
2202213
Framlögð fundargerð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands frá 16. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:45.