Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

595. fundur 28. apríl 2022 kl. 08:15 - 11:50 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
 • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
 • Magnús Smári Snorrason, aðalmaður boðaði forföll og Logi Sigurðsson , sat fundinn í hans stað.
 • Lilja Björg Ágústsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
 • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
 • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Framtíðarskipan Safnahús Borgarfjarðar

2201086

Framlögð skýrsla Strategíu vegna framtíðarskipan Safnahúss Borgarfjarðar. Til fundarins kemur Unnur Helga Kristjánsdóttir frá Strategíu til þess að kynna efni skýrslunnar.
Sveitarstjóra er falið að rýna efni skýrslunnar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram aðgerðaáætlun á grundvelli hennar. Fundað verði með starfsmönnum safna í sveitarfélaginu og efni skýrslunnar kynnt.

Sveitarstjóra er falið að leggja fram drög að auglýsingu fyrir nýjan yfirmann menningarmála fyrir sveitarfélagið á næsta fund byggðarráðs.

2.Útboð á skólaakstri 2022

2201118

Framlögð útboðsgögn vegna útboðs um skólaakstur í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkir framlögð útboðsgögn ásamt viðaukum og felur sveitarstjóra að bjóða út skólaakstur í sveitarfélaginu í samræmi við framlögð útboðsgögn.

3.Lækkun gjaldskrár Orkuveitu Reykjavíkur

2004072

Til fundarins kemur Magnús G. Erlendsson og kynnir niðurstöður greiningar á forsendum gjaldskrár vatns- og fráveitu í Borgarbyggð, dags. 19. apríl 2022.
KPMG hefur unnið greiningu á forsendum gjaldskrár vatns- og fráveitu í Borgarbyggð. Á grundvelli þeirrar greiningar telur byggðarráð nauðsynlegt að koma á fundi með eigendum Orkuveitu Reykjavíkur, enda bendir greiningin til þess að skýrar forsendur séu til lækkunar á gjaldskrá á veitusvæðinu í Borgarbyggð.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með eigendum Orkuveitu Reykjavíkur til þess að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins á framfæri vegna gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur í Borgarbyggð.4.Ljósleiðari í Borgarbyggð - framkvæmdir

2001118

Framlögð drög að samningi við Heflun ehf. vegna vinnu við lagningu ljósleiðara í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga á þeim grundvelli sem lagður hefur verið fram í drögum að samkomulagi og felur sveitarstjóra að ljúka samningsgerð á þessum grundvelli.

5.Stjórnsýsla í Borgarbyggð - tilkynning um kvörtun

2103044

Framlögð drög að svarbréfi vegna erindis Innviðaráðuneytisins, dags. 23. mars 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindi innviðaráðuneytisins í samræmi við framlögð drög að svarbréfi.

6.Framtíðaríbúðabyggð í Borgarnesi - Borgarvogur

2202108

Lagður er fram tölvupóstur Gerðar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Arkitektafélags Íslands, frá 13. apríl 2022, auk draga að samningi milli Arkitektafélagsins og Borgarbyggðar og tillagna um framkvæmd skipulagssamkeppni.
Í tillögum Arkitektafélagsins er mælt með að valið sé milli eins þrepa hugmyndasamkeppni og framkvæmdasamkeppni um gerð rammaskipulags. Byggðarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdasamkeppni sem byggðarráð telur henta betur í viðkomandi verkefni þar sem sveitarfélagið hyggur á frekari útfærslu strax að samkeppni lokinni, en sigurvegari samkeppninnar mun vinna með sveitarfélaginu að lokaútfærslum tillögu að samkeppni lokinni.

Byggðarráð skipar Drífu Gústafsdóttur, Sigurð Friðgeir Friðriksson og Guðmundur Freyr Kristbergsson sem fulltrúa Borgarbyggðar í dómnefnd í skipulagssamkeppni vegna íbúðarhverfis handan Borgarvogs.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Arkitektafélag Íslands á grundvelli framlagðra draga að samningi. Gert hefur verið ráð fyrir kostnaði við samkeppnina í viðauka við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar í fjárhagsáætlun 2022.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipuleggja íbúafund í lok maí.

7.Áningarstaður á Merkjahrygg á Bröttubrekku

2202171

Á 34. fundi atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar sem haldinn var 5. apríl 2022 var tekið fyrir framlagt erindi frá sviðsstjóra áfangastaða- og markaðssviðs SSV dags. 18. febrúar 2022. Óskað var eftir afstöðu og aðkomu Dalabyggðar og Borgarbyggðar varðandi uppbyggingu á áningarstað/kaldri upplýsingastöð við Merkjahrygg á Bröttubrekku.

Byggðarráð vísaði erindinu til afgreiðslu atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar og var afgreiðsla nefndarinnar svohljóðandi:
Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndin ræddi um forsendur verkefnisins þar sem ljóst er að verkefnið liggur að sýslumörkum Borgarbyggðar og Dalabyggðar. Nefndin samþykkir verkefnið, falli einhver hluti verkefnisins innan sveitarfélagamarka Borgarbyggðar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, samþykki landeigenda og að enginn kostnaður falli á sveitarfélagið við gerð þessarar uppbyggingar. Framkvæmdaaðilum ber jafnframt að sækja um tilskilin leyfi til framkvæmdarinnar til sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir verkefnið, falli einhver hluti verkefnisins innan sveitarfélagamarka Borgarbyggðar með fyrirvara um samþykki landeigenda og að enginn kostnaður falli á sveitarfélagið við gerð þessara uppbyggingar.

Framkvæmdaaðilum ber jafnframt að sækja um tilskilin leyfi til framkvæmdarinnar til sveitarfélagsins.

8.Eignasjóður Grunnskólinn Borgarnesi

2203173

Framlagðar upplýsingar um nýtingu fjármagns sem til staðar er á framkvæmdaáætlun vegna Grunnskólans í Borgarnesi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa viðauka vegna kostnaðar sem ganga þarf í vegna drenvinnu undir Grunnskólanum í Borgarnesi sem framkvæma þarf samhliða því að lokið er við göngustíg aftan við Grunnskólann. Það fjármagn sem til staðar er í lóð Grunnskólans skuli nýta í samvinnu við stjórnendur Grunnskóla Borgarness.

9.Eignasjóður Slökkvistöð Sólbakka 13-15

2203192

Framlögð skýrsla Eflu vegna Sólbakka 13-15. Jafnframt lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra og gróf endurbótaáætlun umsjónarmanns eigna vegna málsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að finna annað skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnendur slökkviliðsins vegna þeirra aðstæðna sem til staðar eru í húsnæðinu.

Málinu er vísað til fagráðs slökkviliðsins og í framhaldi þess óskað eftir fundi með stjórnendum slökkviliðs til þess að ræða húsnæðiskost slökkviliðsins.

10.Grímshús Brákarbraut 27C

2204075

Framlagt bréf Sigvalda Arasonar þar sem hann lýsir áhuga á kaupum á Grímshúsi og annarri eign í Brákarey.
Byggðarráð telur ekki tímabært að selja fasteignir sveitarfélagsins í Brákarey, vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu og uppbyggingar í eyjunni. Sveitarstjóra er falið að svara tilboði í eignirnar á þeim grundvelli.

11.Umsókn um lóð - Sólbakki 30

2204081

Framlögð umsókn Gluggahallarinnar ehf, Mávakletti 5, um lóðina að Sólbakka 30, Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Gluggahallarinnar ehf. um lóðina að Sólbakka 30, Borgarnesi.

12.Tilkynning um kæru IKAN ehf. - ÚNU21080001

2108010

Framlagður úrskurður kærunefndar úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 31. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

13.100. Sambandsþing UMSB 2022

2204103

Lagðar eru fram tillögur sem samþykktar voru á sambandsþingi UMSB 31. mars 2022, sem bárust með tölvupósti frá framkvæmdastjóra UMSB, 20. apríl 2022.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið, nú þegar er búið að setja á framkvæmdaáætlun þessa árs 400.000.000 kr. til uppbyggingar íþróttamannvirkja, en þá eru samtals 1.085.700.000 kr. á fjögurra ára framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins, sem ráðgert er að fari í íþróttamannvirki í Borgarnesi.
Fylgiskjöl:

14.Tillaga að breyttum sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna til umræðu og samþykktar

2204068

Lagður er fram tölvupóstur Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, formanns vinnuhóps Faxaflóahafna að breyttum sameignarfélagssamningi, frá 11. apríl 2022, auk draga að sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna, draga að eigendastefnu Faxaflóahafna og draga að verkáætlun, ásamt bréfi Þórdísar Lóu dags. 11. apríl 2022. þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið samþykki fyrir sitt leyti framlagðar tillögur að breytingum á sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna og eigandastefnu Faxaflóahafna, eigi síðar en 29. apríl n.k.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna og drög að eigendastefnu Faxaflóahafna með fyrirvara um samþykkt sveitarstjórnar.

15.Ársfundur Brákarhlíðar 2022

2204039

Lagt er fram bréf Brákarhlíðar, dags. 7. apríl 2022, þar sem boðað er til ársfundar Brákarhlíðar sem haldinn verður fimmtudaginn 28. apríl n.k. kl. 15:00.
Byggðarráð felur Guðveigu Lind Eyglóardóttur að mæta á ársfund Brákarhlíðar sem fulltrúi sveitarfélagsins, sem haldinn verður í dag, 28. apríl, kl. 15:00.

16.Aðalfundur 2.maí 2026

2204076

Framlagt fundarboð á aðalfund Reiðhöllarinnar Vindási ehf. sem haldinn er 2. maí 2022
Byggðarráð felur Flosa H. Sigurðssyni umboð til þess að mæta á aðalfund Reiðhallarinnar Vindási ehf., sem fram fer 2. maí 2022.

17.Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur 2022

2204069

Lagt er fram fundarboð á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 12. apríl 2022, en aðalfundurinn er haldinn 28. apríl 2022. Tillögu- og atkvæðisrétti á aðalfundi hafa handhafar eigendavalds OR. Sveitarstjórn er heimilt að tilnefna einn áheyrnarfulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur með málfrelsi og tillögurétt, en kjöri stjórnar er frestað til framhaldsaðalfundar sem haldinn verður að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Byggðarráð tilnefnir Þórdísi Sif Sigurðardóttur, sveitarstjóra, til að mæta til fundarins með tillögu- og atkvæðisrétt á aðalfundinum sem handhafi eigendavalds Borgarbyggðar í OR.

18.Aðalfundur Veiðifélags Norðurár 2. maí 2022

2204099

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Norðurár sem haldinn verður 2. maí 2022.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Þuríði Guðmundsdóttur formann fjallskilanefndar Þverárréttar sem fulltrúa Borgarbyggðar á fundinum.

19.Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 1

2204001F

Lagt fram til kynningar.
 • Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 1 Erindisbréf byggingarnefndar lagt fram til kynningar.

  Umræður fóru fram um framlögð drög að verðfyrirspurn vegna ráðningar verkefnastjóra verkefnisins. Starfsmanni byggingarnefndar er falið að senda út verðfyrirspurn.
 • 19.2 2201036 Gæðahandbók
  Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 1 Lagt fram til kynningar.
 • Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 1 Lögð fram til kynningar.
 • Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 1 Byggingarnefnd telur mikilvægt að fyrstu verk, verkefnastjóra, verði að leggja mat á stærð hússins miðað við þær forsendur sem gefnar hafa verið og þá raunhæfni þess að koma því fyrir á svæði 1 milli núverandi íþróttahúss og Þorsteinsgötu 7. Jafnframt þurfi að leggja mat hvort nauðsynlegt sé að fara í frekari rannsóknir á jarðvegi vegna mögulegrar staðsetningar hússins á þeim stað sem um ræðir.
 • Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 1 Byggingarnefnd telur að kanna þurfi vel raunhæfni þess að setja gervigras á Skallagrímsvöll, með tilliti til þess að hlaupabraut umhverfis völlinn spillist ekki í framkvæmdum. Setja þurfi það verkefni á oddinn í vinnu verkefnastjóra.

20.Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 1

2203015F

Lagt fram til kynningar.
 • Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 1 Erindisbréf byggingarnefndar kynnt fyrir nefndarmönnum. Drög að verðfyrirspurn samþykkt með framkomnum breytingum.
 • 20.2 2201036 Gæðahandbók
  Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 1 Verkferill framkvæmda lagður fram til kynningar.
 • Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 1 Lagt fram til kynningar.
 • Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 1 Byggingarnefndin fór yfir framlögð gögn og ræddi stöðu verkefnisins. Vegna áforma í nærumhverfinu um mikla húsnæðisuppbyggingu telur nefndin að mikilvægt sé að líta til framtíðar stækkunarmöguleika húsnæðisins vegna sveiflu í fjölda nemenda.

Fundi slitið - kl. 11:50.