Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

596. fundur 05. maí 2022 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason, aðalmaður boðaði forföll og Logi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022

2203010

Lagt fram minnisblað vegna viðauka III við fjárhagsáætlun ársins 2022
Í viðaukanum er gert ráð fyrir 11 milljónum króna í hækkun á framkvæmda- og fjárfestingaráætlun vegna drenvinnu sem þarf að vinna undir Grunnskólanum í Borgarnesi samhliða því að lokið verði við göngustíg aftan við Grunnskólann. Á móti er lækkaður kostnaður við gagnstéttar í Borgarnesi, en ljóst er að sú framkvæmd sem farið verður í á árinu 2022 í tengslum við endurgerð á Borgarbraut verður ekki jafn umfangsmikil og áður var áætlað. Viðaukinn hefur því engin áhrif á ársreikning sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera endanleg drög að viðaukanum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja viðaukann.

2.Starfshópur um kjör og starfsskilyrði sveitarstjórnarmanna

2203250

Lögð er fram tillaga að erindisbréf starfshóps um kjör og starfsskilyrði sveitarstjórnarfulltrúa Borgarbyggðar. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta stofnun í samræmi við 47. gr. samþykkta um stjórn Borgarbyggðar og skipa Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur, Magnús Smára Snorrason og Orra Jónsson í starfshópinn.
Byggðarráð felur sveitarstjórn að skipa starfshópinn í samræmi við 47. gr. samþykkta um stjórn Borgarbyggðar, samþykkja framlagt erindisbréf og skipa Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur, Magnús Smára Snorrason og Orra Jónsson í starfshópinn. Starfshópurinn skal skila tillögum til afgreiðslu á sveitarstjórnarfundi.

3.Færanlegar kennslustofur fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar - vor 2022

2204107

Umræða um skólahald hjá Grunnskóla Borgarfjarðar vegna skólaársins 2022-2023.
Fram hefur komið að bæta þurfi við húsnæði við Grunnskólann á Kleppjárnsreykjum vegna fjölgunar nemenda. Byggðarráð tekur jákvætt í það og telur mikilvægt að aðstaðan sé bætt eins og kostur er. Óskað er eftir frekari kostnaðargreiningu og upplýsingar um mögulegar lausnir.

4.Skólastefna 2021-2025

2101082

Framlögð drög að nýrri skólastefnu fyrir Borgarbyggð.
Drög að nýrri skólastefnu hefur verið birt til umsagnar á heimsíðu Borgarbyggðar. Skólastefnan fer til afgreiðslu á fræðslunefndarfundi í næstu viku og gert er ráð fyrir að hún verði afgreidd þaðan til samþykktar á fundi sveitarstjórnar 12. maí 2022.

Byggðarráð hvetur öll þau sem hafa áhuga áhuga á skólamálum að kynna sér drögin að stefnunni og senda inn athugasemdir ef einhverjar eru.

5.Forstöðumaður menningarmála

2204159

Framlögð drög að auglýsingu og starfslýsingu fyrir yfirmann menningarmála hjá sveitarfélaginu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa stöðu forstöðumanns menningarmála í samræmi við umræður á fundinum. Byggðarráð bindur miklar vonir við þær breytingar sem gerðar verða með stöðunni muni hafa jákvæð áhrif á menningarlega upplifun í sveitarfélaginu, í samræmi við efni skýrslu um framtíðarfyrirkomulag Safnahúss Borgarfjarðar.

6.Umsagnar leitað vegna nýs lyfsöluleyfis

2205015

Framlögð umsagnarbeiðni frá Lyfjastofnun vegna lyfsöluleyfis fyrir Digranesgötu 6.
Íbúar Borgarbyggðar eru tæplega 3900 talsins, mikil dulin búseta er jafnframt, sérstaklega um helgar og á sumrin, vegna fjölda sumarhúsa á þjónustusvæði Borgarbyggðar. Enn fremur liggur Borgarnes við fjölfarinn þjóðveg stutt frá höfuðborgarsvæðinu. Ein lyfjabúð er í Borgarbyggð og er stutt á milli hennar og staðsetningar áætlaðrar lyfjabúðar.

Byggðarráð leggst ekki gegn veitingu leyfis Lyfjastofnunar til umsækjanda um nýtt lyfsöluleyfi.

7.Fundur með landeigendum ofl. vegna Ystutungugirðingar

2203044

Framlagt erindi formanns fjallskilanefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar, þar sem óskað er eftir heimild byggðaráðs til að hefja undirbúning að samkomulagi um umsjón og vörslu Ystutungugirðingar, þegar samningur landeigenda og Skógræktarinnar rennur út 2023.
Byggðaráð samþykkir að heimila fjallskilanefnd Brekku- og Svignaskarðsréttar að hefja undirbúning að samkomulagi við landeigendur innan Ystutungugirðingar um að nefndin taki að sér umsjón og vörslu Ystutungugirðingar þegar samkomulag Skógræktarinnar og landeigenda rennur út í ágúst 2023. Drög að samningum skulu lagðir fyrir byggðarráð, séu þeir ásættanlegir mun byggðarráð leggja til við sveitarstjórn að samþykkja að girðingin fái skilgreint hlutverk sem afréttargirðing þegar samningur Skógræktarinnar og landeigenda rennur út.
Hrafnhildur yfirgefur fundinn kl. 9:32.

8.Útboð vegna reksturs og hýsingu tölvukerfis Borgarbyggðar

2111060

Framlögð útboðsgögn vegna reksturs og hýsingu tölvukerfis Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir að farið verði í útboð á grundvelli framlagðra útboðsgagna og felur sveitarstjóra að bjóða út rekstur og hýsingu tölvukerfis Borgarbyggðar í samræmi við framlögð útboðsgögn.
Gestir yfirgefa fundinn kl. 10:20.

9.Flóttafólk frá Úkraínu

2203011

Kynnt er staða á móttöku flóttafólks frá Úkraínu sem dvelst á Bifröst.
Sveitarstjóri greinir frá stöðunni í móttöku flóttafólks á Bifröst, sem er þar í tímabundnu úrræði sem nefnist Skjól. Verkefnið hefur gengið mjög vel og þakkar byggðarráð starfsfólki sem kemur að verkefninu kærlega vel unnið verk. Nú eru rúmlega 100 manns á Bifröst og fjölgar enn í næstu viku. Pörun íbúa á Bifröst er hafin í varanleg búsetuúrræði og þá í einhverjum tilvikum hjá sveitarfélögum sem taka þátt í samræmdri móttöku flóttafólks hjá félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Á 126. fundi velferðarnefndar sem haldinn var 3. maí 2022, tók nefndin jákvætt í erindi félags- og vinnumarkaðsráðherra að Borgarbyggð taki þátt í samræmdri móttöku flóttafólks. Taldi nefndin eðlilegt að skoða hvað samningur um samræmda móttöku flóttafólks myndi fela í sér fyrir sveitarfélagið og vísaði erindinu til byggðarráðs.

Dalabyggð hefur jafnframt sýnt því áhuga að taka þátt, með Borgarbyggð, í samræmdri móttöku flóttafólks.
Byggðarráð tekur undir bókun velferðarnefndar og felur sveitarstjóra að kanna hvað samningar við ráðuneytið feli í sér. Byggðarráð felur sveitarstjóra enn fremur að leita upplýsinga um það húsnæði sem stendur til boða fyrir flóttafólk í sveitarfélaginu, til að greina þann fjölda sem mögulegt er að taka á móti.

10.Tilboð í landskika að Búrfelli

2203134

Framlögð tilboð í landskika sveitarfélagsins við Búrfell.
Byggðarráð leggur til við svetiarstjórn að samþykkja framlagt tilboð Sölva Más Hjaltasonar á 50% hlut Borgarbyggðar í landinu Búrfell Fjallendi í Hálsasveit, 311 Borgarbyggð, landið er í óskiptri sameign. Nákvæm landstærð liggur ekki fyrir en er talin vera 2.411 hektarar skv. stofnskjali er landið hins vegar mælt í fasteignaskrá sem rúmir 2.627 hektarar. Tilboðsgjafi er meðvitaður um framangreint.

11.Hönnunarstaðall

2201102

Drög að hönnunarstaðli Borgarbyggðar lagður fram til kynningar.
Byggðarráð fagnar því að drög að hönnunarstaðli liggur nú fyrir, en atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd mun taka hönnunarstaðalinn til afgreiðslu.

12.Nýsköpunar- og þróunarsetur Vesturlands, boð um stofnaðild

2203169

Kynnt er dagskrá stofnfundar Nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi sem haldinn verður í Háskólanum á Bifröst 10. maí 2022. Borgarbyggð er stofnaðili og er formlega boðið til fundarins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að mæta til stofnfundar Nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi. Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra enn fremur í stjórn setursins.

13.Viljayfirlýsing um Grundartanga sem grænan hringrásargarð

2205007

Lagður er fram tölvupóstur Guðjóns Steindórssonar, f.h. Grundartanga ehf., frá 28. apríl 2022, þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarstjóra í fundi vegna undirritunar viljayfirlýsingar um uppbyggingu græns iðngarðs með hringrásarhugsun á Grundartanga. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 11. maí 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að mæta til fundarins og undirrita viljayfirlýsinguna fyrir hönd Borgarbyggðar.

14.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Framlagt til umsagnar frumvarp til laga atvinnuréttindi útlendinga (einstaklings sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis), 482. mál.
Lagt fram til kynningar.

15.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu í þágu barna, snemmtækur stuðningur), 530. mál. Óskað er eftir undirritaðri umsögn fyrir 16. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

16.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um húshitunarkostnað (umhverfisvæn orkuöflun), 582. mál. Óskað er eftir umsögn fyrir 13. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

17.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um sorgarleyfi, 593. mál. Óskað er eftir að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 16. maí 2022.
Lagt fram til kynningar.

18.Aðalfundur Veiðifélagsins Hvítá fimmtudag 12. maí 2022

2204154

Lagt er fram fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítá sem haldinn verður á Hótel B59 í Borgarnesi 12. maí 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda fulltrúa Borgarbyggðar til fundarins.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 10:45.