Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

597. fundur 17. maí 2022 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um framkvæmdastyrk 2022

2205053

Lagðar fram umsóknir um framkvæmdastyrki fyrir 2022.
Byggðarráð samþykkir tillögu að úthlutun framkvæmdastyrkja.

Byggðarráð samþykkir að öll verkefni sem uppfylla skilyrði fyrir styrknum verði styrkt um sama hlutfall efniskostnaðar.

Heildarupphæð umsókna sem bárust og uppfylla skilyrði er kr. 6.620.000 sem felst í efniskostnaði við framkvæmdirnar. Heildarfjármagn til úthlutunar skv. fjárhagsáætlun eru kr. 4.000.000. Reiknað er með sjálfboðaliðavinnu félagsmanna. Eftirfarandi félög fengu úthlutað styrk:

Ungmennafélagið Íslendingur (Blakvöllur): kr. 725.076
Hestamannafélagið Borgfirðingur (Hljóðvist í félagsheimili): Kr. 362.538.
Hestamannafélagið Borgfirðingur (Lýsing vallarsvæðis): Kr. 966.767.
Hestamannafélagið Borgfirðingur (Lýsing utan á reiðhöll): Kr. 434.045.
Hestamannafélagið Borgfirðingur (Viðhald keppnisvallar): Kr. 1.510.574.

Í reglum um framkvæmdastyrki til íþrótta- og tómstundafélaga í Borgarbyggð eru styrkhæf verkefni framkvæmdir íþrótta- og tómstundafélaga til uppbyggingar eða viðhalds á fasteignum eða athafnasvæði í eigu félags.

2.Starfsmannamál 2021

2103094

Upplýsingar veittar um stöðu starfsmannamáls hjá Borgarbyggð.
Lagt fram til kynningar.

3.Eignasjóður GBF Varmalandi

2203179

Lögð fyrir skýrsla Brunaeftirlits, sem fram fór í GBF Varmalandi þann 16. maí 2022
Lögð fram til kynningar.

Sveitarstjóra er falið að láta gera kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að ganga í og leggja fyrir fyrsta fund nýs byggðarráðs.

4.Færanlegar kennslustofur fyrir Grunnskóla Borgarfjarðar - vor 2022

2204107

Ræddar eru tillögur að færanlegum kennslustofum við Grunnskóla Borgarfjarðar.
Byggðarráð leggur til að óskað verði eftir verðtilboði í færanlegar kennslustofur við Grunnskóla Borgarfjarðar Kleppjárnsreykjum. Endanleg ákvörðun um fjárfestingu er vísað til nýrrar sveitarstjórnar.

5.Brákarey - framtíðarskipulag

2111213

Lagður er fram tölvupóstur Steinþórs Pálssonar, ráðgjafa hjá KPMG, dags. 10. maí 2022, ásamt verkefnatillögu vegna þróunar Brákareyjar.
Byggðarráð tekur vel í verkefnatillöguna og felur sveitarstjóra að bóka fund með ráðgjafanum með nýrri sveitarstjórn til að fara yfir næstu skref í þróun Brákareyjar.

6.Könnun móttaka flóttafólks

2203267

Afgreiðsla 126. fundi velferðarnefndar: Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ,,Könnun móttaka flóttafólks-svigrún sveitarfélaga". Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur leitað eftir þátttöku sveitarfélaga í samræmdri móttöku flóttafólks. Ráðuneytið hefur verið að þróa samræmda móttöku í samstarfi við fimm sveitarfélög og er verið að vinna að því að festa móttökukerfið í sessi. Í móttökukerfinu felst að ráðuneytið geri samning við sveitarfélög um móttöku flóttafólks óháð því hvernig það kemur til landsins (kvótaflóttafólks, umsækjendur um alþjóðlega vernd eða fjölskyldusameining). Í ljósi aðstæðna er mikilvægt að kortleggja hvort sveitarfélög hafi áhuga á að taka þátt í verkefninu og þá hver geta þeirra er til að taka á móti flóttafólki á árinu 2022.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vera í sambandi við ráðuneytið varðandi drög að samningi um samræmda móttöku flóttafólks. Byggðarráð vísar afgreiðslu málsins til frekar úrvinnslu nýrrar velferðarnefndar.

7.Aðalfundur Háskólans á Bifröst 2022

2205079

Lagt er fram fundarboð Margrétar Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst, á aðalfund Háskólans á Bifröst sem haldinn er 25. maí n.k. kl. 13:00.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir, Sorpurðun, stjórnar og aðalfundar,2022.

2205055

Lagðar fram til kynningar fundargerðar stjórnarfunda Sorpurðunar Vesturlands hf. haldnir 9. mars 2022 og 4. maí 2022 og fundargerð aðalfundar haldinn 16. mars 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 10

2205044

Framlögð umsókn LBE ehf. í lóðina að Fjólukletti 10, Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn LBE ehf. um lóðina að Fjólukletti 10, Borgarnesi.

10.Umsókn um lóð - Melabraut 2B

2205058

Framlögð umsókn Steinavíkur ehf. um lóðina að Melabraut 2b, Hvanneyri.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn Steinavíkur ehf. um lóðina að Melabraut 2b, Hvanneyri.

Fundi slitið - kl. 10:15.