Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2022
2203257
Lagður fram samanburður á rekstri við fjárhagsáætlun fyrstu 6 mánuði ársins 2022.
2.Fjárhagsáætlun 2023
2206062
Lögð fram drög að skiptingu rekstrartekna á milli málaflokka á fjárhagsáætlun ársins 2023.
Sviðsstjóri fjármálasviðs lagði fram drög að skiptingu skatttekna á milli málaflokka í rekstri á árinu 2023. Skiptingin byggir á áætlun ársins 2022 með þeim viðaukum sem búið er að gera við áætlunina.
3.Brákarey - framtíðarskipulag
2111213
Fasteignaþróunarfélagið Festir í samstarfi við JVST arkitekta hefur lýst yfir áhuga á því að leiða vinnu við heildarskipulag í Brákarey í samstarfi við bæjaryfirvöld.
Byggðarráð þakkar fasteignaþróunarfélaginu Festir fyrir áhugann á verkefninu og frumkvæði á samtali við sveitarfélagið um uppbyggingu í Brákarey.
Byggðarráð samþykkir að fara í samstarf við fasteignaþróunarfélagið Festir og felur sveitarstjóra að vinna að samningi þar að lútandi m.v. umræður á fundi og leggja fram á fundi byggðarráðs í ágúst. Lögð verði áhersla á samráð við íbúa og hagsmunaaðila í skipulags- og hugmyndavinnu. Byggðarráð hefur væntingar til þess að nýtt rammaskipulag muni taka mið af því að í Brákarey verði blönduð byggð og starfsemi sem muni laða að sér mannlíf og auka lífsgæði íbúa.
Byggðarráð samþykkir að fara í samstarf við fasteignaþróunarfélagið Festir og felur sveitarstjóra að vinna að samningi þar að lútandi m.v. umræður á fundi og leggja fram á fundi byggðarráðs í ágúst. Lögð verði áhersla á samráð við íbúa og hagsmunaaðila í skipulags- og hugmyndavinnu. Byggðarráð hefur væntingar til þess að nýtt rammaskipulag muni taka mið af því að í Brákarey verði blönduð byggð og starfsemi sem muni laða að sér mannlíf og auka lífsgæði íbúa.
4.Starfsmannamál 2022
2201012
Umræður um starfsmannamál
Framundan eru stór verkefni á sviði skipulags- og byggingarmála í Borgarbyggð og kraftur í uppbygginu hjá heimilum og atvinnulífi. Byggðarráð styður þær tillögur sem lagðar eru fram í minnisblaði til að tryggja öfluga aðkomu Borgarbyggðar að komandi verkefnum og samfellu í starfsemi sviðsins.
Tillögurnar eru fjórþættar og fela í sér eftirfarandi;
- Að stöðugildum í skipulags- og byggingadeild verði fjölgað um eitt og hálft og að gerður sé viðauki við fjárhagsáætlun 2022 til hækkunar á kostnaði um 5,2 m.kr.
- Að bein stjórnunarleg ábyrgð færist til sviðstjóra stjórnsýslu- og þjónustusviðs.
- Að hluti verkefna þess, t.d. þjónustuver, færist beint undir sveitarstjóra.
- Að heiti sviðsins í skipuriti verði breytt í stjórnsýslusvið.
Þeim hluti tillaganna sem fela í sér breytingu á skipuriti er vísað til frekari umræðu á næsta fundi byggðarráðs.
Tillögurnar eru fjórþættar og fela í sér eftirfarandi;
- Að stöðugildum í skipulags- og byggingadeild verði fjölgað um eitt og hálft og að gerður sé viðauki við fjárhagsáætlun 2022 til hækkunar á kostnaði um 5,2 m.kr.
- Að bein stjórnunarleg ábyrgð færist til sviðstjóra stjórnsýslu- og þjónustusviðs.
- Að hluti verkefna þess, t.d. þjónustuver, færist beint undir sveitarstjóra.
- Að heiti sviðsins í skipuriti verði breytt í stjórnsýslusvið.
Þeim hluti tillaganna sem fela í sér breytingu á skipuriti er vísað til frekari umræðu á næsta fundi byggðarráðs.
5.Málefni Safnahúss Borgarfjarðar
2109182
Í vor kom út skýrsla um framtíðarskipan Safnahúss Borgarfjarðar. Byggðarráð ákvað í kjölfarið að ráða forstöðumann menningarmála sem mun hefja störf 2. ágúst nk.
Umræður um komandi verkefni.
Umræður um komandi verkefni.
Í upphafi árs ákvað byggðarráð Borgarbyggðar að láta framkvæmda greiningu á starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar. Verkefnið fól í sér að móta tillögur að framtíðarfyrirkomulag fyrir Safnahús Borgarfjarðar til næstu ára, þ.e. skilgreina hlutverk, framtíðarsýn, áherslur til næstu 3ja ára, meginmarkmið og nauðsynlegar aðgerðir til að ná fram þeim markmiðum.
Skýrslan gefur til kynna að það þarf að auka fjölbreytni ásamt því að nýta betur söfnin og safnkosti sveitarfélagsins. Eru þar lagðar fram megintillögur sem fela meðal annars í sér að móta sýn, áherslur og aðgerðir fyrir hvert safn Safnahússins, færa Héraðsskjalasafnið nær stjórnsýslunni, nútímavæða bókasafnið með því að færa það í Hjálmaklett, gera náttúrugripasafn hluta af Landbúnaðarsafni, endurskoða nýtingu núverandi húsnæðis Safnahúss og munageymslu og endurskoða stjórnskipulag svo fátt eitt sé nefnt.
Byggðarráð felur forstöðumanni menningarmála að láta kostnaðarmeta umræddar megintillögur sem nefndar eru í skýrslunni ásamt því að hefja formlega viðræður við stjórn og skólastjóra Menntaskóla Borgarfjarðar.
Skýrslan gefur til kynna að það þarf að auka fjölbreytni ásamt því að nýta betur söfnin og safnkosti sveitarfélagsins. Eru þar lagðar fram megintillögur sem fela meðal annars í sér að móta sýn, áherslur og aðgerðir fyrir hvert safn Safnahússins, færa Héraðsskjalasafnið nær stjórnsýslunni, nútímavæða bókasafnið með því að færa það í Hjálmaklett, gera náttúrugripasafn hluta af Landbúnaðarsafni, endurskoða nýtingu núverandi húsnæðis Safnahúss og munageymslu og endurskoða stjórnskipulag svo fátt eitt sé nefnt.
Byggðarráð felur forstöðumanni menningarmála að láta kostnaðarmeta umræddar megintillögur sem nefndar eru í skýrslunni ásamt því að hefja formlega viðræður við stjórn og skólastjóra Menntaskóla Borgarfjarðar.
6.Umsagnarmál f. Alþingi 2022
2201097
Umræður um áform um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða.
Byggðarráð Borgarbyggðar fagnar áherslu á þjóðhagslegt mikilvægi góðra samgangna. Hins vegar hefur byggðarráð þungar áhyggjur af fram komnum hugmyndum um upptöku veggjalda í jarðgöngum landsins. Þau eru annað hvort einu samgönguæðarnar milli þéttbýliskjarna eða hafa nú þegar verið greidd upp að fullu með gjöldum af vegfarendum. Sérstaklega eru Hvalfjarðargöng mikilvæg samgönguæð fyrir íbúa og gesti Borgarbyggðar. Framkvæmd þeirra hefur nú þegar verið greidd upp.
Byggðarráð leggst eindregið gegn þeim kostnaðarauka fyrir íbúa og atvinnulíf í Borgarbyggð sem fælist í endurnýjun gjaldtöku um Hvalfjarðargöng og mismunun sem í hún hefði í för með sér.
Byggðarráð leggst eindregið gegn þeim kostnaðarauka fyrir íbúa og atvinnulíf í Borgarbyggð sem fælist í endurnýjun gjaldtöku um Hvalfjarðargöng og mismunun sem í hún hefði í för með sér.
7.Stafræn stjórnsýsla
2207112
Undanfarnar vikur hefur samskiptastjóri í samráði við skipulagsdeild Borgarbyggðar unnið að því að auka framboð rafrænna þjónustu í þjónustugátt sveitarfélagsins.
Nú er hægt að legga inn umsókn um; aðalskipulagsbreytingu, breytingu á landheiti og landnotkun, deiliskipulag, framkvæmdarleyfi og stofnun lóða. Auk þess geta íbúar og viðskiptavinir á sama stað óskað eftir því að mál/erindi sé sett á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar.
Um er að ræða mikið framfaraskref í átt að starfrænni stjórnsýslu.
Nú er hægt að legga inn umsókn um; aðalskipulagsbreytingu, breytingu á landheiti og landnotkun, deiliskipulag, framkvæmdarleyfi og stofnun lóða. Auk þess geta íbúar og viðskiptavinir á sama stað óskað eftir því að mál/erindi sé sett á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar.
Um er að ræða mikið framfaraskref í átt að starfrænni stjórnsýslu.
Byggðarráð fagnar þessari viðbót í þjónustugátt sveitarfélagsins, sem styður við markmið sveitarfélagsins um að efla stafræna stjórnsýslu.
Borgarbyggð hefur einsett sér að að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun í þjónustu sveitarfélagsins. Í því felst að gera íbúum sem og öðrum viðskiptavinum kleift að sækja sér þjónustu sveitarfélagins á stafrænu formi. Er þetta sérstaklega mikilvægt í jafn víðfeðmu sveitarfélagi og Borgarbyggð er.
Borgarbyggð hefur einsett sér að að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun í þjónustu sveitarfélagsins. Í því felst að gera íbúum sem og öðrum viðskiptavinum kleift að sækja sér þjónustu sveitarfélagins á stafrænu formi. Er þetta sérstaklega mikilvægt í jafn víðfeðmu sveitarfélagi og Borgarbyggð er.
8.Ágangur sauðfjár á Skarðshömrum í Norðurárdal
2207151
Framlagt erindi frá Margréti Björgu Sigurðardóttur dags. 19. júlí 2022 er varðar ágang sauðfjár á jörð sinni, Skarðshömrum í Norðurárdal og farið fram á aðgerðir fjallskilanefndar/byggðarráðs.
Byggðarráð telur sig ekki geta orðið við beiðni um smölun að svo stöddu en mun leggja áherslu á varanlega lausn. Til dæmis frekari skoðun á beiðni fjallskilanefndar Þverárréttar um að nýta ákvæði í fjallskilasamþykkt er lýtur að því að skylda fjáreigendur til þess að reka fé á afrétt hafi þeir ekki fjárheldar girðingar í heimahögum.
Ljóst er að um er að ræða stórt hagsmunamál fyrir landeigendur og ímynd sauðfjárbænda og sveitarfélagsins í heild.
Thelma DÖgg Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrálið.
Ljóst er að um er að ræða stórt hagsmunamál fyrir landeigendur og ímynd sauðfjárbænda og sveitarfélagsins í heild.
Thelma DÖgg Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrálið.
9.Umsókn um styrk vegna húsnæðis Nytjamarkaðarins
2207149
Framlagt erindi dags 25.júlí 2022 frá Körfuknattleiksdeild Skallagríms. Umsókn um styrk vegna leigu og framkvæmda á tímabundnu húsnæði fyrir Nytjamarkað KKD.
Með vísun í reglur um styrki vegna lokunar húsnæðis í Brákarey sem samþykktar voru á fundi byggðarráðs 10. mars 2022 óskar byggðarráð eftir frekari upplýsingum er varða styrkbeiðnina.
10.Umræður um aðstöðu til iðkunar fótbolta að vetri til
2009168
Framlagt erindi frá stjórn knattspyrnudeildar Skallagríms. Viðbrögð/bréf/svar við hugmyndum bygginganefndar íþróttamannvirkja. Þar er því fagnað að vilji sé fyrir því að fara í framkvæmdir á á knatthúsi/fjölnotahúsi á Granastöðum.
Byggðarráð telur að bréf stjórnar knattspyrnudeildar sé afar þarft innlegg í yfirstandandi hugmyndavinnu um næstu íþróttamannvirki og þakkað er fyrir vel ígrundaða skoðun sem þar kemur fram. Bréfinu er vísað til bygginganefndar íþróttamannvirkja.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að erindisbréf nefndarinnar verði endurskoðað með tilliti til þess að kostnaðarmeta möguleika á uppbyggingu knattspyrnuhúss. Tillaga að uppfærðu erindisbréfi verður lögð fram á næsta fundi byggðarráðs.
Bókun minnihlutans vegna uppbyggingar á íþróttaaðstöðu í Borgarnesi:
Um leið og minnihluti í sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með áform meirihluta sveitarstjórnar um uppbyggingu íþróttamannvirkja og stuðla þannig að öflugu íþróttamannlífi, þá höfum við áhyggjur af því að verið sé að fara í of miklar fjárfestingar miðað við getu sveitarfélagsins. Ef ætlunin er að ráðast í að byggja yfirbyggðan knattspyrnuvöll fyrir sjö manna bolta mun það mögulega tefja aðra uppbyggingu íþróttamannvirkja, m.a. viðbyggingu við löngu sprungið parkethús.
Áform um fjárfestingar, í þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, gera ráð fyrir lántökum uppá 1.000 milljónir. Bygging á yfirbyggðum knattspyrnuvelli, samtímis öðrum fyrirhuguðum fjárfestingum, þýðir að auka þarf lántöku sveitarfélagsins um 100% á þessu tímabili, eða um 1.000 milljónir.
Til að mögulegt sé að taka ákvörðun um byggingu knatthúss þarf að endurskoða fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins með hugsanlegum frestunum eða niðurfellingum á fjárfestingum, ásamt því að framkvæma mat á skuldaþoli sveitarfélagsins til lengri tíma.
Einnig viljum við benda á nauðsyn þess að staðarval verði skoðað út frá framtíðarskipulagi sveitarfélagsins og tækifærum knattspyrnudeildarinnar til að vaxa áfram.
Tillögur um Granastaði í þessu samhengi bjóða ekki upp mikla uppbyggingu utanhúss til framtíðar né liggur það fyrir hvort hægt sé að stækka húsið seinna, m.a. vegna kletts sem stendur á lóðinni.
Mikilvægt er að þegar farið er í þessa uppbyggingu sé tryggt að staðsetningin sé skoðuð á faglegan hátt og stækkun knattspyrnudeildarinnar til framtíðar geti byggst upp á einum og sama stað.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að erindisbréf nefndarinnar verði endurskoðað með tilliti til þess að kostnaðarmeta möguleika á uppbyggingu knattspyrnuhúss. Tillaga að uppfærðu erindisbréfi verður lögð fram á næsta fundi byggðarráðs.
Bókun minnihlutans vegna uppbyggingar á íþróttaaðstöðu í Borgarnesi:
Um leið og minnihluti í sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með áform meirihluta sveitarstjórnar um uppbyggingu íþróttamannvirkja og stuðla þannig að öflugu íþróttamannlífi, þá höfum við áhyggjur af því að verið sé að fara í of miklar fjárfestingar miðað við getu sveitarfélagsins. Ef ætlunin er að ráðast í að byggja yfirbyggðan knattspyrnuvöll fyrir sjö manna bolta mun það mögulega tefja aðra uppbyggingu íþróttamannvirkja, m.a. viðbyggingu við löngu sprungið parkethús.
Áform um fjárfestingar, í þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, gera ráð fyrir lántökum uppá 1.000 milljónir. Bygging á yfirbyggðum knattspyrnuvelli, samtímis öðrum fyrirhuguðum fjárfestingum, þýðir að auka þarf lántöku sveitarfélagsins um 100% á þessu tímabili, eða um 1.000 milljónir.
Til að mögulegt sé að taka ákvörðun um byggingu knatthúss þarf að endurskoða fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins með hugsanlegum frestunum eða niðurfellingum á fjárfestingum, ásamt því að framkvæma mat á skuldaþoli sveitarfélagsins til lengri tíma.
Einnig viljum við benda á nauðsyn þess að staðarval verði skoðað út frá framtíðarskipulagi sveitarfélagsins og tækifærum knattspyrnudeildarinnar til að vaxa áfram.
Tillögur um Granastaði í þessu samhengi bjóða ekki upp mikla uppbyggingu utanhúss til framtíðar né liggur það fyrir hvort hægt sé að stækka húsið seinna, m.a. vegna kletts sem stendur á lóðinni.
Mikilvægt er að þegar farið er í þessa uppbyggingu sé tryggt að staðsetningin sé skoðuð á faglegan hátt og stækkun knattspyrnudeildarinnar til framtíðar geti byggst upp á einum og sama stað.
11.Yfirfærsla Borgarbrautar - Endurnýjun á fráveitulögnum og yfirlagi í Borgarbraut
2012038
Til umræðu ábending um leiðir til að bæta umferðaröryggi við Berugötu í tengslum við hjáleið vegna framkvæmda á Borgarbraut
Byggðarráð tekur undir að ávallt þurfi að huga að öryggismálunum á hjáleið um Berugötu. Þeirri umræðu lýkur ekki fyrr en að framkvæmd lokinni.
Byggðarráð styður tillögur frá áhaldahúsi um að mála áberandi merkingar um hámarkshraða á undirlag hjáleiðarinnar og beinir því til framkvæmdaaðila að kanna frekari merkingar, svo sem fjölgun skilta. Einnig var rætt um að lækka hámarkshraða úr 30 niður í 20 eða koma fyrir hraðahindrun á Berugötu.
Byggðarráð styður tillögur frá áhaldahúsi um að mála áberandi merkingar um hámarkshraða á undirlag hjáleiðarinnar og beinir því til framkvæmdaaðila að kanna frekari merkingar, svo sem fjölgun skilta. Einnig var rætt um að lækka hámarkshraða úr 30 niður í 20 eða koma fyrir hraðahindrun á Berugötu.
Fundi slitið - kl. 11:30.
Sviðsstjóri kynnti einnig kostnað við framkvæmdir í samanburði við fjárhagsáætlun en búið er að framkvæma fyrir um 54 millj á fyrstu 6 mánuðum ársins.