Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

607. fundur 01. september 2022 kl. 08:15 - 11:15 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Bjarney Bjarnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Logi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Borgarbraut 57-59 - Bréf v. frárennslis

1902181

Afgreiðsla 600. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar:

"Byggðarráð óskar eftir því að frekari upplýsingar verði veittar um réttarstöðu sveitarfélagsins og er afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og vísar kostnaði samkvæmt honum til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2022 og vísar fullnaðarafgreiðslu til sveitarstjórnar.

Flosi H. Sigurðsson, sviðsstjóri var viðstaddur afgreiðslu þessa liðar.

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022

2203010

Rætt um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 og lagt fram undirbúningsblað vegna hans
Lagt fram minnisblað vegna tillögu að viðauka IV við fjárhagsáætlun ársins 2022. Í tillögunni er gert ráð fyrir hækkun kostnaðar við rekstur Tónlistarskólans um 885 þús kr, hækkun launakostnaðar við slökkvilið um 20 millj kr, hækkun launakostnaðar í ráðhúsi um 12,5 millj kr, hækkun á kostnaði á fræðslusviði um 14,2 millj kr, aukinn kostnaður vegna samkomulags við Hús og lóðir ehf um frágang lóðar um 5,7 millj kr, aukið viðhald vegna Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi fyrir 8 mllj kr, hækkun launakostnaðar í leikskólanum Uglukletti fyrir 3,8 millj kr og í Grunnskóla Borgarfjarðar fyrir 6,1 millj kr og kostnaður vegna tómstundafulltrúa hækkar um 200 þús. Á móti þessum hækkunum koma auknar tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir 67,4 millj kr og lækkun útgjalda á óvenjulegum liðum fyrir 15 millj kr. Þá er einnig gert ráð fyrir auknum framkvæmdakostnaði við lagningu ljósleiðara fyrir 30 millj kr en á móti lækkuð áætlun um framkvæmdir við íþróttamannvirki um sömu fjárhæð.
Byggðarráð samþykkti að vísa tillögunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Fjárhagsáætlun 2023

2206062

Rætt um undirbúning að fjárhagsáætlun 2023 og forsendur verðlagsbreytinga milli ára.
Rætt um tillögu að áætlun um skatttekjur á árinu 2023 og þær forsendur sem tillagan byggir á. Þá var einnig rætt um skiptingu skatttekna á milli málaflokka.

4.Breyting á samþykktum Borgarbyggðar 2022

2208021

Afgreiðsla 605. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar:

"Byggðarráð samþykkir framlagðar breytingar á samþykktum sveitarfélagsins í samræmi við umræður á fundinum. Óskar byggðarráð eftir því að fá lokaútgáfu af samþykktum inn á fund byggðarráðs 1. september nk. Sveitarstjóra er falið að óska eftir áliti Innviðaráðuneytis á framlögðum breytingum og þær liggi fyrir áður en málið verði afgreitt í fyrri umræðu hjá sveitarstjórn."

Við undirbúning málsins var leitað álits Innviðaráðuneytis, sem gerði smávægilegar athugasemdir og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Gerðar voru lagfæringar í samræmi við athugasemdir þessara aðila.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög að breytingum á samþykktum um stjórn Borgarbyggðar og vísar þeim til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Flosi H. Sigurðsson, sviðsstjóri var viðstaddur afgreiðslu þessa liðar.

5.Íbúðarbyggð í dreifbýli

2208181

Framlagt minnisblað sveitarstjóra um fyrstu skref að gerðs mats á áhrifum þess fyrir sveitarfélagið að taka frekari skref í fjölgun íbúðarhúsnæðis á svæðum sem nú eru skilgreind í dreifbýli. Drög að tímalínu fyrir slíkt mat kynnt.
Sveitarstjóri kynnti minnisblað. Þar kemur fram að stefnt er að því að drög að líkani og gagnasöfn og minnisblöð sem hjálpa til við stefnumótun ættu að vera tilbúin í síðasta lagi um miðjan október 2022. Áætlað er veigamikill hluti þess starfs verði unnin í samvinnu við SSV.

Flosi H. Sigurðsson, sviðsstjóri var viðstaddur afgreiðslu þessa liðar.

6.Starfshópur að tillögum til umhverfisráðuneytisins um nýtingu vindorku.

2208190

Framlagt erindi nýs ráðherraskipaðs starfshóps sem á að skoða og gera tillögur til umhverfis-, orku- ogloftslagsráðuneytisins um nýtingu vindorku. Hópurinn vill hefja samráðsferli strax og sveitarfélögum boðið að koma sjónarmiðum á framfæri við hópinn.
Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um styrk v. flutnings

2208046

Framlagt erindi Körfuknattleiksdeildar Skallagríms um styrk vegna flutnings úr Brákarey.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsókn körfuknattleiksdeildar Skallagríms um styrk vegna lokunar húsnæðis við Brákarbraut 25-27 að fjárhæð kr. 1.500.000, uppfyllir hún kröfur reglna um styrki til íþrótta- og tómstundafélaga vegna lokunar húsnæðisins við Brákarbraut 25-27.

Byggðarráð tekur fram að styrkþega ber að skila skýrslu um nýtingu fjármagnsins eigi síðar en 31. desember 2023.

8.Umsókn um lóð - Sólbakki 24 og 26

2206142

Framlögð umsókn Gluggahallarinnar ehf. um lóðirnar að Sólbakka 24 og 26.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðunum að Sólbakka 24 og 26 til umsækjanda.

9.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026

2205140

Kjör fimm fulltrúa og jafn margra fulltrúa til vara í nýbúaráð. Fyrir byggðarráði liggur jafnframt fyrir tillaga um breytingu á samþykktum í þá veru að nýbúaráð heiti hér eftir fjölmenningarráð. Verði hún samþykkt munu kjörnir fulltrúar eiga sæti í fjölmenningarráði.

Byggðarráð samþykkir tillögu um kjör eftirfarinna aðalmanna: Weronika Sajdowska, Sonja Lind Eyglóardóttir, Kristján Jóhann Pétursson, Guðrún Vala Elísdóttir og Valur Örn Vífilsson.
Varamenn voru kjörnir: Andie Silvíudóttir, Eva Margrét Jónudóttir, Eðvar Traustason, Bjarney Bjarnadóttir og Jovana Pavlovic.
Guðveig Eyglóardóttir fór af fundi í framhaldi af þessum dagskrárlið kl. 10.18

10.Hreinsunarsamningur 2022 - óhöpp á vegum

2208233

Framlagður samnningur milli Slökkviliðs Borgarbyggðar og Vegagerðarinnar um hreinsun á vegum í kjölfar óhappa.
Byggðarráð fór yfir efni samningsins og styður að hann sé nú í höfn.

11.Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 6

2207001F

Fundargerðin framlögð.
  • Byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi - 6 Til fundarins mættu fulltrúar UMSB, knattspyrnudeildar Skallagríms, körfuknattleiksdeildar Skallagríms og frjálsíþróttafélags Borgarfjarðar. Frekari samráðsfundir verða haldnir með hagsmunaaðilum þegar frekari gögn liggja fyrir vegna vinnu við uppbyggingu íþróttamannvirkja.

12.Fundarboð - Haustþing SSV 2022

2208230

Fundarboð - Haustþing SSV 21 og 22 sept 2022
Byggðaráð felur kjörnum aðalfundarfulltrúum og sveitarstjóra að mæta á þingið fyrir hönd Borgarbyggðar.
Fylgiskjöl:

13.Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022

2203069

Fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur 23.05.2022
Lögð fram til kynningar

14.Staðfest fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur 19.08.2022

2208196

Staðfest fundargerð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur 19.08 2022
Lögð fram til kynningar

15.Til stofnfjáreigenda Nýsköpunarnets Vesturlands kynning

2208198

Til stofnfjáreigenda Nýsköpunarnets Vesturlands kynning
Byggðarráði var kynnt bréf formanns Nýsköpunarnets Vesturlands þar sem farið var yfir fyrstu skrefin í starfinu.

16.Dýravelferðarmál

2201042

Dýravelferðarmál í Borgarbyggð
Eftirlit með dýravelferð er á hendi Matvælastofnunar (MAST).
Byggðarráð Borgarbyggðar leggur til að umhverfis- og landbúnaðarnefnd eigi samtal við MAST um framkvæmd eftirlitsheimsókna og eftirfylgni með ábendingum. Í Borgarbyggð er mikill fjöldi íbúa sem heldur húsdýr og landbúnaður er einn af hornsteinum atvinnulífs. Undantekningarlítið er sú starfsemi til fyrirmyndar og vel gætt að velferð dýra. Íbúar Borgarbyggðar geta ekki unað því ef pottur er brotinn í eftirliti MAST og ákvarðanataka og framkvæmd samkvæmt eigin reglum er hæg og óskilvirk.
Málleysingjar eiga að geta treyst á að farið sé eftir ábendingum og reglum fylgt við eftirlit og rannsókn mála. Mál er varða velferð þeirra þurfa að vera unnin hratt og vel.
Það er mikilvægt að íbúar hafi vakandi auga með velferð dýra og þakkarvert að slíkum ábendingum sé komið í farveg til MAST.

Hrafnhildur Tryggvadóttir, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála var viðstödd afgreiðslu þessa liðar.

Fundi slitið - kl. 11:15.