Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

610. fundur 06. október 2022 kl. 08:15 - 13:00 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
 • Davíð Sigurðsson formaður
 • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
 • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
 • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2022

2203257

Lagður fram samanburður við fjárhagsáætlun fyrir fyrstu 8 mánuði ársins 2022
Sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins og greindi frá niðurstöðum á samanburði á rekstri sveitarfélagsins við fjárhagsáætlun á fyrstu 8 mánuðum ársins 2022. Launakostnaður er í heild um 32 millj yfir áætlun sem skýrist að hluta til að veikindum starfsfólks og að kjarasamningar voru gerðir á árinu 2022 en giltu aftur fyrir sig á árið 2021. Skatttekjur eru heldur meiri en áætlun gerði ráð fyrir en reksturinn í heild er samt um 25 millj yfir áætlun þar sem auk áðurnefndra launaliða er nokkuð um að tekjur, sem reiknað var með, hafa ekki skilað sér. Sviðsstjóri kynnti einnig kostnað við framkvæmdir í samanburði við fjárhagsáætlun en búið er að framkvæma fyrir um 212 millj á fyrstu 8 mánuðum ársins.

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022

2203010

Lagt fram undirbúningsskjal vegna viðauka við fjárhagsáætlun 2022 (viðauki V)
Lagt fram minnisblað vegna tillögu að viðauka V við fjárhagsáætlun ársins 2022. Í tillögunni er gert ráð fyrir hækkun kostnaðar við snjómokstur og hálkueyðingu 6,5 millj og deildina íþrótta- og æskulýðsmál 3,9 millj. Á móti kemur lækkun á greiðslum til UMSB um 3,9 millj þar sem hluti af þeim verkefnum sem voru hjá UMSB hafa færst til sveitarfélagsins. Þá er inni í viðaukanum sala á tveimur fasteignum þ.e. Hnoðrabóli við Grímsstaði og Borgarbraut 14 sem ekki voru inni í upphaflegri áætlun en voru seld á árinu. Þá eru 27,8 millj settar í gatnagerð við Sóleyjarklett en lækkuð áætlun um framkvæmdir við íþróttamannvirki um sömu fjárhæð. Vísað til endanlegrar afgreiðslu sveitarstjórnar. Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálaasviðs sat fund undir þessum dagskrárlið.

3.Eignasjóður almennt viðhald

2209236

Framlagt yfirlit yfir eignir Borgarbyggðar - umræða um viðhaldsþörf og eignarhald í tengslum við undirbúning fyrir viðhaldsáætlun 2023-2025. Til fundarins kemur Guðni Rafn Ásgeirsson, umsjónarmaður fasteigna.
Yfirlit um fasteignir framlagt og kynnt af umsjónarmanni fasteigna. Vilji sveitarfélagsins stendur til að ráðast í talsverðar fjárfestingar á komandi árum ekki síst í skólum og íþróttamannvirkjum. Fyrir er safn fasteigna viðamikið og ljóst að hluti þess þarfnast verulegs viðhalds og/eða nýtist lítið í starfsemi sveitarfélagsins. Samhliða vinnu við viðhaldsáætlun telur byggðarráð ástæðu til að kanna hvort rétt sé að einfalda eignasafnið með það fyrir augum að auka nýtingu fasteigna og/eða tryggja viðhald þeirra. Sala á eignum sem lítið nýtast í sveitarfélaginu kemur til greina. Auk Guðna Rafns, umsjónarmanns fasteigna, þá sátu Eiríkur Ólafsson, sviðstjóri fjármálasviðs og Flosi Sigurðsson, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, fund undir þessum dagskrárlið.

4.Umræða um drög að eigendastefnu Faxaflóahafna

2204068

Umræða um drög að eigendastefnu Faxaflóahafna sf. Til fundarins koma Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varaformaður stjórnar, og Helga Hlín Hákonardóttir eigandi og ráðgjafi hjá Strategíu.
Byggðarráð þakkar fyrir góða kynningu á drögum að eigendastefnu Faxaflóahafna og umræðu um sameignarsamning félagsins.

5.Afstaða byggðarráðs til uppbyggingar vindorkuvera í Borgarbyggð

2210020

Liður tekinn á dagskrá að ósk Thelmu Daggar Harðardóttur áheyrnarfulltrúa í byggðarráði.
Byggðarráð Borgarbyggðar mun aðeins styðja uppbyggingu vindorkuvera svo framarlega að hagsmunir íbúa séu hafðir að leiðarljósi. Eins og lagaumgjörðin er í dag er ekki auðséð að hagur sé af slíkri uppbyggingu. Innan Borgarbyggðar og víðar á Íslandi er unnið að mati á nýtingu vindorku sem virkjunarkosts. Löggjafinn er sömuleiðis að vinna að lagaramma um nýtingu vindorku. Byggðarráð væntir þess að í slíkri löggjöf verði tryggt að íbúar og sveitarfélög á þeim svæðum verða fyrir áhrifum af nýtingu auðlindarinnar njóti með beinum hætti ávinnings af nýtingunni. Með hagsmuni íbúa Borgarbyggðar í huga þurfa þær forsendur að liggja fyrir áður en byggðarráð mótar sér afstöðu.

6.Umsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2022

2209193

Borgarbyggð f.h. Umsjónarnefndar Einkunna hyggst sækja um í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2022-23. Sótt er um styrk til þarfagreiningar og upplifunarhönnunar í fólkvanginum, ásamt framkvæmdaverkefna er lúta að bættri grunnþjónustu s.s. aðgengi fyrir alla inn í fræðslurjóður og að tengja vatn og rafmagn í salernishús. Með verkefninu er áætlað að stuðla að bættri upplifun gesta í fólkvanginum, og að gera hann að ákjósanlegum áfangastað allt árið. Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála kemur til fundarins.
Lagt fram til kynningar.

7.Erindi frá UNICEF á Íslandi til Borgarbyggðar vegna Ungmennaráð

2209239

Erindi frá UNICEF til Borgarbyggðar.
Í meðfylgjandi skjali má finna erindi UNICEF á Íslandi til sveitarstjórnar um ungmennaráð og þátttöku barna í starfi sveitarfélaga
Erindi framlagt

8.Áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara

2209149

Framlögð sameiginleg áskorun Félags atvinnurekenda, Húseigendafélagsins og Landssambands eldri borgara um húsnæðismál
Áskorun FA, Húseigendafélagsins og LEB framlögð

9.Bréf innviðaráðuneytis v. OR - Upplýsingabeiðni

2208269

Framlagt bréf Innviðaráðuneytis dags. 30. ágúst 2022. Í því er óskað eftir upplýsingum um aðdraganda og meðferð máls er varðar hleðslunet og hleðsluáskrift Orku náttúrunnar innan sveitarfélagsins.
Ákvörðun um rekstur og markaðssetningu hleðslunets og hleðsluáskriftar Orku náttúrunnar hefur ekki komið til afgreiðslu hjá sveitarstjórn Borgarbyggðar né verið tekin upp á eigendafundum Orkuveitu Reykjavíkur.

10.Hafnasambandsþing 2022

2209211

Framlagt fundarboð á hafnasambandsþing 2022, skráningarfrestur er til 17. október 2022.
Fundarboð framlagt

11.Til umsagnar 144. mál frá nefndasviði Alþingis

2210015

Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010
Frumvarpið framlagt og rætt
Fylgiskjöl:

12.Skýrsla um stöðu slökkviliða

2210034

Framlögð skýrsla Húsnæðis og Mannvirkjastofnunar um stöðu slökkviliða á Íslandi árið 2021.
Skýrsla framlögð.

13.Fagráð slökkviliðsins - fundargerðir

2105172

Framlögð fundargerð fagráðs slökkviliðs Borgarbyggðar frá 21. september 2022.
Fundargerð framlögð

14.Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 6

2209010F

Fundargerð framlögð.
 • Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 6 Farið yfir framlagðar áætlanir.
  Byggingarnefnd samþykkir framlagða tímaáætlun og felur verkefnastjóra að vinna gerð útboðsgagna fyrir opið útboð verkfræði- og arkitektahönnunar, með það að markmiði að bjóða út í október.
  Boðað verður til næsta fundar í byggingarnefnd þegar tillaga að útboðsgögnum liggur fyrir.

15.Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022

2203069

Fundargerð. 320. fundur stjórnar Orkuveitu Reykjarvíkur
Fundargerð framlögð

16.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2022

2202059

Fundargerð 445. hafnasamband.
Fundargerð framlögð

17.Úrsögn úr afréttarfélagi

2201156

Framlögð beiðni Margrétar Bjargar Sigurðardóttur og Ingu Rósu Sigurðardóttur er lögð fram beiðni þeirra um að jörðin Skarðshamrar segi sig frá fjallskilum á Þverárafrétt og þess óskað að fjallskilagjöld ársins 2021 og fyrri ára verði felld niður.
Byggðarráð Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að hafna beiðni eigenda Skarðshamra um lausn úr upprekstrarfélagi Þverárafréttar. Forsenda þess að hægt sé að halda úti afrétti í Þverárafrétti, sem öðrum afréttum í sveitarfélaginu, er að þeir aðilar sem staðið hafa að upprekstri að fornu og nýju beri sameiginlega ábyrgð á að hreinsa afrétt og viðhalda afréttinum. Byggðarráð telur það forsendu þess að félagið sinni lögmæltu hlutverki sínu að þær jarðir sem í afréttarfélaginu eru beri sameiginlega ábyrgð á rekstri og kostnaði við upprekstrarfélagið. Verulegir almannahagsmunir séu til staðar fyrir sveitarfélagið.
Vakin er athygli á því að málsaðilar hafa kærurétt varðandi afsögn úr upprekstrarfélagi á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga til innviðaráðuneytisins. Kærufrestur er þrír mánuðir frá því aðila máls var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun.
Thelma Dögg Harðardóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Fundi slitið - kl. 13:00.