Byggðarráð Borgarbyggðar
Dagskrá
1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
2203010
Lagt fram undirbúningsskjal að viðauka VI við fjárhagsáætlun ársins 2022.
2.Fjárhagsáætlun 2023
2206062
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2023.
Drögum að fjárhagsáætlun er vísað til frekari vinnslu í byggðarráði og til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
3.Fjárhagsáætlun fyrir leik-grunn og tónlistaskóla 2023
2210111
Kynning á fjárhagsáætlun grunnskóla Borgarbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023. Til fundarins koma Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri og Ingibjörg Adda Konráðsdóttir aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar og Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi.
Byggðarráð þakkar skólastjórum grunnskóla Borgarbyggðar fyrir upplýsandi kynningu á því góða starfi sem fram fer í skólunum. Hjá skólastjórum komu t.d. fram ábendingar um frekari uppbyggingu á tölvukosti, mikilvægi þess að betrumbæta skólalóðir ofl. Launakostnaður er langstærsti kostnaðarliður skólanna og ljóst að breytingar á kjarasamningum hafa yfirgnæfandi áhrif á rekstrarkostnað.
Eva Margrét Jónudóttir lauk fundarsetu að loknum þessum dagskrárlið.
Eva Margrét Jónudóttir lauk fundarsetu að loknum þessum dagskrárlið.
4.Fjárhagsáætlun 2023 og gjaldskrá HeV
2210231
Framlögð fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2023 ásamt gjaldskrá.
Byggðarráð vísar fjárhagsáætlun HVE til frekari vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar en í áætlun HVE er miðað við að kostnaðarhlutdeild Borgarbyggðar verði um 4,5 m.kr. árið 2023 sem er í samræmi við framlögð drög að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar.
5.Áformuð hlutafjáraukning Ljósleiðarans
2210251
Hluthafafundur Ljósleiðarans hefur samþykkt tillögu um hlutafjáraukningu með fyrirvara um samþykki eigenda Orkuveitu Reykjavíkur. Þess er nú farið á leit við Borgarbyggð, sem eins eigenda að OR, að veita samþykki.
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir tillögu um hlutafjáraukningu Ljósleiðarans og telur hana til þess fallna að auka virði eigin fjár Ljósleiðarans.
6.Ágóðahlutagreiðsla 2022
2210215
Framlagt bréf frá EBÍ um ágóðahlutagreiðslu fyrir árið 2022, kr. 795.500.-
Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands framlagt. Útgreiðsla EBÍ árið 2022 er 50 m.kr. en hlutdeild Borgarbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,591%.
7.Íþróttahús - Frumhönnun
2110088
Afgreiðsla 609. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar:
"Byggðarráð þakkar Heiðrúnu Ösp Hauksdóttur fyrir góða yfirferð yfir stöðu vinnu við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi. Ákvörðun um stærri fjárfestingar sveitarfélagsins þarf að taka í tengslum við gerð á fjárfestingar- og fjárhagsáætlun. Málið verður tekið fyrir aftur á fundi byggðarráðs 6. október nk."
"Byggðarráð þakkar Heiðrúnu Ösp Hauksdóttur fyrir góða yfirferð yfir stöðu vinnu við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarnesi. Ákvörðun um stærri fjárfestingar sveitarfélagsins þarf að taka í tengslum við gerð á fjárfestingar- og fjárhagsáætlun. Málið verður tekið fyrir aftur á fundi byggðarráðs 6. október nk."
Byggðarráð vísar ákvörðun um næstu skref til frekari vinnu og umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun. Í fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár, sem nú er unnið að, mun fara fram faglegt mat á áhrifum af áhrifum áformaðra fjárfestinga á rekstur, sjóðstreymi og efnahag.
Eiríkur Ólafsson lauk fundarseta að loknum þessum dagskrárlið.
Eiríkur Ólafsson lauk fundarseta að loknum þessum dagskrárlið.
8.Drög að frumvarpi til laga um breytingu á skipulagslögum - samráðsgátt
2210230
Boð frá innviðaráðuneytinu um samráð um mál nr. 202/2022 - Drög að breytingu á skipulagslögum.
Lagt fram til kynningar
9.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2022
2202151
Framlögð fundargerð 178. fundar stjórna Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 20. október 2022, ásamt fylgigögnum.
Fundargerð fundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands lögð fram
10.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022
2202060
Framlögð fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 12. október 2022
Fundargerð fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram
Fundi slitið - kl. 11:30.
Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.