Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

615. fundur 24. nóvember 2022 kl. 08:15 - 13:15 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir, aðalmaður boðaði forföll og Eðvar Ólafur Traustason varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Björg Ágústsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Sigurður Guðmundsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Dögg Harðardóttir, aðalmaður boðaði forföll og Brynja Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Eignasjóður almennt viðhald

2209236

Framlagt yfirlit yfir fasteignir sveitarfélagsins og gróf flokkun á viðhaldsþörf. Lagt fyrir byggðarráð til upplýsingar og stefnumótunar vegna nýtingar fasteigna sveitarfélagsins til framtíðar.
Flosi Sigurðsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs mætti til fundarins. Hjá Borgarbyggð fer fram greining og umræða um hvernig efnahagsreikningur og fjárbinding sveitarfélagsins styður við kjarnastarfsemi þess. Byggðarráð vísar til sveitarstjóra að taka safn félagslegs húsnæðis sveitarfélagsins til skoðunar með það fyrir augum að auka dreifingu og að það endurspegli betur þá tegund húsnæðis sem spurn er eftir. Sala eigna kemur til greina. Vísað er til sveitarstjóra hefja samtal við meðeigendur sveitarfélagsins að félagsheimilum með nýtingu og eignarhald til framtíðar í huga. Vísað er til sveitarstjóra að gera tillögu um hvar hefja skuli leit að samstarfsaðilum til lengri eða skemmri tíma með langtímaleigu í huga. Varðandi skólahúsnæði er vísað til yfirstandandi vinnu með skólastefnu Borgarbyggðar og væntanlegrar niðurstöðu hennar. M.v. fjárfestingaráætlun sem kynnt var við fyrri umræðu er fyrirsjáanlegt að fjárfesting í skólahúsnæði mun aukast verulega á næstu árum svo sem með endurnýjun Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og stækkun Uglukletts. Eðlilegt er að samhliða sé skoðað hvar hægt er að draga úr fjárbindingu í skólahúsnæði og fækka fermetrum.

2.Eignasjóður almennt viðhald

2209236

Í september sagði sveitarfélagið sig frá rammasamningum ríkiskaupa um þjónustu iðnaðarmanna. Af þeim sökum er nauðsynlegt að koma á nýju skipulagi varðandi þjónustu iðnaðarmanna. Lagðar fyrir fundinn hugmyndir og möguleikar til þess að tryggja aðgang sveitarfélagsins að iðnaðarmönnum í viðhaldsverkefni.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útfæra samninga við verktaka um viðhald á eignum sveitarfélagsins í samræmi við umræður á fundinum og koma á samningum til þess að tryggja aðgang sveitarfélagsins að iðnaðarmönnum vegna viðhalds.

3.Menntaskóli Borgarfjarðar - rekstraráætlanir 2023 - 2025

2211124

Framlögð rekstraráætlun frá Menntaskóla Borgarfjarðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun.
Rekstraráætlun Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir næstu þrjú ár framlögð.

4.Fjárhagsáætlun 2023

2206062

Umræða fjárhagsáætlun, svo sem um gjaldskrár og aðra tekjustofna, fjárfestingaáætlun, viðhald og aðra kostnaðarliði.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að meta áhrif af því að miðað verði við að jafnaði 7,5% hækkun gjaldskráa sveitarfélagsins. Það er undir almennri verðlagsþróun og nærri verðlagsþróun án húsnæðisliðar og í lægri kantinum m.v. framlagðar hugmyndir að gjaldskrárbreytingum í stærstu sveitarfélögum landsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra sömuleiðis að meta áhrif af óbreyttri álagningarprósentu íbúðarhúsnæðis frá því sem nú er og sömuleiðis að meta áhrif af óbreyttu álagningarhlutfalli atvinnuhúsnæðis.

5.Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn

2209240

Framlögð drög að verðfyrirspurnargögnum vegna fyrirhugaðrar verðkönnunar á snjómokstri í dreifbýli sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja vinnu við gerð verðfyrirspurna vegna snjómoksturs í dreifbýli á grundvelli framlagðra verðfyrirspurnargagna.

6.Framkvæmdir við tjaldsvæðið Varmalandi

2211102

Framlögð beiðni Landamerkja um fyrirkomulag leigu. Lagðar fram hugmyndir að framkvæmdum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir nánari útskýringum á einstaka liðum í tillögum Landamerkja og vinna að samkomulagi í framhaldinu. Almennt fellur það vel að áherslum í rekstri Borgarbyggðar að viðhald eigna sé i höndum leigutaka þegar því er við komið.

7.Íbúðarhúsnæði - stofnframlög

1903085

Framlögð tillaga um að draga til baka umsókn um stofnframlög til HMS að svo stöddu.
Byggðarráð samþykkir að draga til baka umsókn um stofnframlag til HMS vegna uppbyggingar á íbúðarhúsnæði sbr. umfjöllun á 611. fundi byggðarráðs. Vinna við húsnæðisstefnu stendur nú yfir hjá sveitarfélaginu og er vísað til sveitarstjóra að hefja undirbúning að umsókn sem senda má til HMS vorið 2023.

8.Umsókn um lóð - Fjóluklettur 10

2211164

Framlögð umsókn Snæbjörns Þórs Ingvarssonar um lóðina að Fjólukletti 10, Borgarnesi.
Byggðarráð úthlutar lóðinni Fjólukletti 10 í Borgarnesi til Snæbjörns Þórs Ingvarssonar.
Flosi Sigurðsson vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.

9.Starfsmannakönnun ráðhúss Borgarbyggðar

2211144

Framlagðar niðurstöður könnunar sem starfsmenn ráðhúss Borgarbyggðar tóku í nóvember 2022. Íris Gunnarsdóttir mannauðsstjóri mætir til fundarins og kynnti.
Byggðarráð þakkar góða yfirferð. Mikilvægt er að vakta með reglulegum athugunum líðan á vinnustöðum en könnun sem þessi er nú framkvæmd í annað sinn.

10.Ráðning sviðsstjóra stjórnsýslusviðs

2211125

Kynning á stöðu ráðningarferlis nýs sviðsstjóra stjórnsýslusviðs.
Lagt fram til kynningar.

11.Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar

2211111

Framlagt erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir endurnýjuðu fullnaðarumboði til kjarasamningsgerðar.
Lagt fram til kynningar og verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs að viku liðinni.

12.Ábendingagátt

2205118

Samskiptastjóri kemur á fund og kynnir nýja ábendingagátt sem hefur verið í þróun frá því í upphafi sumars. Um er að ræða stórt og mikilvægt framþróunarskref í stafrænni þróun ásamt því að bæta samskiptaleiðir við stjórnsýsluna.
Byggðarráð þakkar Maríu Neves samskiptastjóra fyrir góða kynningu. Ábendingargáttin er til þess fallin að auðvelda íbúum að koma erindum á framfæri við sveitarfélagið. Byggðarráð bindur sömuleiðis vonir við að eftirfylgni ábendinga verði enn betri í framhaldinu. Ný ábendingargátt er mikilvægt skref í þróun stafrænnar stjórnsýslu.

13.Holtavörðuheiðarlína 1, kynning á stöðu

2205062

Kynning á stöðu verkefnisins Holtavörðuheiðarlínu 1 fyrir byggðarráði Borgarbyggðar. Til fundarins mæta frá Landsneti; Elín Sigríður Óladóttir samráðsstjóri og Bryndís Skúladóttir verkefnastjóri.
Byggðarráð þakkar góða kynningu. Um er að ræða framkvæmd sem snertir hagsmuni íbúa víða í sveitarfélaginu og sveitarfélagið í heild. Mikilvægt er að vel sé staðið að samráði við aðila. Af kynningu að dæma leggur Landsnet mikla áherslu á slíkt samráð og hyggst gera það áfram í gegnum verkferlið. Fyrirhugaður er fundur með landeigendum, verkefnaráði og öðrum hagaðilum 5. desember n.k. á Hótel Hamri.

14.Umsókn um lokunarstyrk.

2210195

Framlögð umsókn um lokunarstyrk frá Golfklúbbi Borgarness vegna lokunar sveitarfélagsins á húsnæði sem golfklúbburinn var með til umráða í Brákarey.
Byggðarráð samþykkir beiðni Golfklúbbs Borgarness um 1,5 m.kr. lokunarstyrk að því tilskyldu að fullnægjandi gögn séu framlögð og felur sveitarstjóra að ljúka málinu.

15.Jafnréttisáætlun

1907031

Framlögð samantekt skiptingu í nefndir á vegum Borgarbyggðar 2022-2026 eftir kynjum.
Samantekt lögð fram. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna frekari greiningu og kynna fyrir byggðarráði. Brynja Þorsteinsdóttir vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið og Thelma Harðardóttir kom í hennar stað.

16.Erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf

2211075

Framlögð beiðni ADHD samtakanna um samstarf og styrk.
Byggðarráð þakkar erindið en því miður er ekki svigrúm til þess að samþykkja styrkbeiðni að svo komnu máli.
Eðvarð Traustason vék af fundi að loknum þessum dagskrárlið.

17.Krafa um smölun sauðfjár á Steindórsstöðum og Rauðsgili

2211094

Framlagt bréf dags. 11. nóvember 2022, þar sem gerð er krafa um smölun ágangsfjár í heimalöndum.
Góðir búskaparhættir fela í sér að sauðfé er sett á afrétt eða sumarhaga eftir sauðburð. Afréttir eru smalaðir til rétta að hausti og síðan er gert ráð fyrir að heimalönd séu smöluð eftir það á skipulegan hátt. Þegar þessum haustverkum er lokið þá ber umráðamanni sauðfjár að viðhafa daglegt eftirlit og umhirðu um sauðfé sitt. Ábyrgð á þessu ferli liggur hjá umráðamönnum sauðfjár, landeigendum, sveitarfélagi og búfjáreftirlitsaðilum. Byggðarráð vísar til umhverfis- og landbúnaðarnefndar að skoða og skýra hlutverk allra aðila þ.e. sveitarfélags, búfjáreftirlits, landeiganda og umráðamanna sauðfjár og gera tillögur að úrbótum ef þurfa þykir. Þetta er mikið verkefni sem þarf að vinna vel en samt nauðsynlegt verk til að íbúar sveitarfélagsins geti búið í sátt og samlyndi til framtíðar og allir með sitt hlutverk á hreinu. Byggðarráð vekur athygli á að til stendur að endurskoða fjallskilasamþykkt Borgarbyggðar, Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Líkt og fram kemur í bókun frá 614. fundi byggðarráðs þá hefur umboðsmaður Alþingis mælst til þess að leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis er varða málaflokkinn verði endurskoðaðar. Borgarbyggð mun fylgjast grannt með niðurstöðu þeirrar vinnu. Sveitarfélagið reynir í hvívetna að fylgja lögum, reglum og leiðbeiningum, t.d. frá ráðuneyti um fyrirkomulag smölunar.
Á grundvelli fyrri fordæma telur byggðarráð varhugavert að íhlutast sérstaklega um smölun nema við sérstakar aðstæður. Þar sem langt er liðið árs og ljóst að niðurstaða vinnu umhverfis- og landbúnaðarnefndar eða ráðuneytis er ekki væntanleg í bráð þá mun Borgarbyggð íhlutast um að smalað verði fé í þetta sinn enda velferð dýra í húfi og við þessar aðstæður hefur sveitarfélagið heimild til íhlutunar.

18.Áskorun frá eiganda jarðarinnar Króks um smölun

2211143

Framlagt erindi frá eiganda jarðarinnar Króks í Norðurárdal þar sem farið er fram á að sveitarfélagið hlutist til um smölun ágangsfjár úr landi jarðarinnar.
Góðir búskaparhættir fela í sér að sauðfé er sett á afrétt eða sumarhaga eftir sauðburð. Afréttir eru smalaðir til rétta að hausti og síðan er gert ráð fyrir að heimalönd séu smöluð eftir það á skipulegan hátt. Þegar þessum haustverkum er lokið þá ber umráðamanni sauðfjár að viðhafa daglegt eftirlit og umhirðu um sauðfé sitt. Ábyrgð á þessu ferli liggur hjá umráðamönnum sauðfjár, landeigendum, sveitarfélagi og búfjáreftirlitsaðilum. Byggðarráð vísar til umhverfis- og landbúnaðarnefndar að skoða og skýra hlutverk allra aðila þ.e. sveitarfélags, búfjáreftirlits, landeiganda og umráðamanna sauðfjár og gera tillögur að úrbótum ef þurfa þykir. Þetta er mikið verkefni sem þarf að vinna vel en samt nauðsynlegt verk til að íbúar sveitarfélagsins geti búið í sátt og samlyndi til framtíðar og allir með sitt hlutverk á hreinu. Byggðarráð vekur athygli á að til stendur að endurskoða fjallskilasamþykkt Borgarbyggðar, Akraness, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.
Líkt og fram kemur í bókun frá 614. fundi byggðarráðs þá hefur umboðsmaður Alþingis mælst til þess að leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis er varða málaflokkinn verði endurskoðaðar. Borgarbyggð mun fylgjast grannt með niðurstöðu þeirrar vinnu. Sveitarfélagið reynir í hvívetna að fylgja lögum, reglum og leiðbeiningum, t.d. frá ráðuneyti um fyrirkomulag smölunar.
Á grundvelli fyrri fordæma telur byggðarráð varhugavert að íhlutast sérstaklega um smölun nema við sérstakar aðstæður. Þar sem langt er liðið árs og ljóst að niðurstaða vinnu umhverfis- og landbúnaðarnefndar eða ráðuneytis er ekki væntanleg í bráð þá mun Borgarbyggð íhlutast um að smalað verði fé í þetta sinn enda velferð dýra í húfi og við þessar aðstæður hefur sveitarfélagið heimild til íhlutunar.

19.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.
Tillaga til þingsályktunar framlögð.

20.Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga í samráðsgátt

2211104

Framlögð tilkynning Innviðaráðuneytis um að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga sé komin í samráðsgátt
Tilkynning framlögð.

21.Menntaskóli Borgarfjarðar fundagerðir 2022

Fundi slitið - kl. 13:15.