Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

617. fundur 15. desember 2022 kl. 08:15 - 10:45 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Sigurður Guðmundsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Flosi Hrafn Sigurðsson Sviðsstjóri
  • Eiríkur Ólafsson Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Flosi H. Sigurðsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Samanburður við fjárhagsáætlun 2022

2203257

Lagður fram samanburður á rauntölum og áætlun hvað varðar rekstur og framkvæmdir fyrstu 10 mánuði ársins 2022.
Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri fjármálasviðs mætti til fundarins og greindi frá niðurstöðum á samanburði á rekstri sveitarfélagsins við fjárhagsáætlun á fyrstu 10 mánuðum ársins 2022.

Launakostnaður er í heild um 20 millj yfir áætlun sem skýrist að hluta til af veikindum starfsfólks og að kjarasamningar voru gerðir á árinu 2022 en giltu aftur fyrir sig á árið 2021. Skatttekjur eru heldur meiri en áætlun gerði ráð fyrir en reksturinn í heild er 82 m.kr. betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sviðsstjóri kynnti einnig kostnað við framkvæmdir í samanburði við fjárhagsáætlun en búið er að framkvæma fyrir um 335 m. kr., á fyrstu 10 mánuðum ársins, og tekjur af sölu eigna og gatnagerðargjöldum um 95 m. kr.

2.Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk

2212068

Unnið er að samkomulagi milli ríkis og Sambands sveitarfélaga til að mæta útgjöldum vegna þjónustu við fatlað fólk. Fyrirhugað samkomulag kveður á um lækkun tekjuskattsálagningar ríkisins og samsvarandi hækkun álagningahlutfalls útsvars, sem á að skila a.m.k. 5 ma.kr. til sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á næsta ári. Í bókun stjórnarfundar Sambandsins 14. des. kemur fram a að fyrirhugaðar skattabreytingar kalli m.a. á lagabreytingar um hámarksútsvar og ákvæði um tímasetningu á endanlegum samþykktum og tilkynningum sveitarstjórna um útsvarsálagningu, sem ganga þarf frá fyrir næstu áramót.
Lagt fram til kynningar.

3.Breytingar í barnaverndarþjónustu sveitarfélaga

2212026

Kynning á þeim breytingum sem hafa orðið á samningi um umdæmisráð barnaverndar hjá sveitarfélögum á landsbyggðinni í meðförum valnefndar og farið yfir áhrif á afgreiðslu málsins hjá Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkir framlögð samningsdrög um umdæmisráð barnaverndar hjá sveitarfélögum á landsbyggðinni og felur sveitarstjóra að samþykkja og greiða atkvæði um samninginn í samræmi við umræður á fundinum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

4.Stækkun Uglukletts

2212062

Í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar er gert ráð fyrir að hefja undirbúningsvinnu við stækkun leikskólans Uglukletts á árinu 2023 og að framkvæmdir fari að mestu fram árið 2024. Lagt er til að stofnuð verði byggingarnefnd um stækkun Uglukletts.
Byggðarráð skipar eftirtalda aðila í byggingarnefnd um stækkun leikskólans á Uglukletti: Guðveigu Eyglóardóttur, Eðvar Ólaf Traustason, Erlu Rún Rúnarsdóttur, Logi Sigurðsson og Bjarneyju Lárudóttur Bjarnadóttur. Varamenn verða Davíð Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson, Thelma Harðardóttir, Sigrún Ólafsdóttir og Eva Margrét Jónudóttir.

Sveitarstjóra er falið að leggja fram erindisbréf fyrir byggingarnefndina og tilnefna starfsmann sveitarfélagsins sem starfsmann nefndarinnar, við upphaf næsta árs.

5.Framtíðaruppbygging á og við svæði Golfklúbbs Borgarness

2211074

Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um tillögur að framtíðaruppbyggingu við Hamarssvæðið.
Byggðarráð samþykkir framlagt erindisbréf vegna starfshóps um framtíðaruppbyggingu við Hamarssvæðið.

Byggðarráð skipar Sigurð Guðmundsson, Davíð Sigurðsson og Drífu Gústafsdóttir sem fulltrúa sveitarfélagsins í starfshópnum.

6.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði

2104092

Afgreiðsla 611. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar:

"Byggðarráð vísar ákvörðun um næstu skref til frekari vinnu og umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun. Í fjárfestingaráætlun fyrir næstu ár sem nú er unnið að mun fara fram faglegt mat á áhrifum af áformaðri fjárfestingu í nýrri viðbyggingu GBF á Kleppjárnsreykjum, sem og áhrifum annarra fyrirhugaðra fjárfestinga á komandi árum, á rekstur, sjóðstreymi og efnahag."

Í fjárfestingaráætlun ársins 2023 er gert ráð fyrir að ljúka hönnunarvinnu vegna endurbyggingar húsnæðis Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa útboð á hönnun á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja hjá byggingarnefnd.

7.Tillaga að breyttum sameignarfélagssamningi Faxaflóahafna til umræðu og samþykktar

2204068

Fundarboð á eigendafund Faxaflóahafna 4. janúar 2023.
Byggðarráð felur Stefáni Brodda Guðjónssyni að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á eigendafundi Faxaflóahafna sem haldinn verður 4. janúar 2023.

8.Beiðni um skilti við veg

2211238

Framlögð beiðni Ásu Dóru Finnbogadóttur um endurskoðun á ákvörðun um uppsetningu skiltis við Pálstanga, Fífusund og Hvannatún.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið komi að kostnaði vegna merkinga vegna skiltis við Pálstanga, Fífusund og Hvannatún.

9.Aðventu- og þrettándahátíð 2022-2023

2209147

Afgreiðsla 41. fundar atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar:
"Umræður um þrettándahátíð 2023.
Nefndin felur samskiptastjóra að vinna að hátíðinni í samstarfi við UMSB og Björgunarsveitina Brák.

Nefndin samþykkir jafnframt að veita björgunarsveitinni styrk að upphæð 300.000 kr. fyrir hátíðina."

Í kjölfar afgreiðslu nefndarinnar óskaði Björgunarsveitin eftir viðbótarstyrk svo heildarfjárhæð styrk yrði að fjárhæð kr. 500.000. Lagt fyrir byggðarráð þar sem ekki verður fundur hjá Atvinnu-markaðs- og menningarmálanefnd fyrr en eftir þrettándahátíð.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Björgunarsveitina Brák um kr. 500.000 vegna þrettándagleði sveitarfélagsins.

10.Beiðni um framlag til Stígamóta 2023

2211037

Afgreiðsla frá 132. fundi velferðarnefndar Borgarbyggðar: "Framlögð umsókn Stígamóta um styrk til rekstrar fyrir árið 2023. Um er að ræða úrræði sem mikilvægt er að sé til staðar fyrir íbúa sveitarfélagsins. Nefndin leggur til að erindið verði styrkt og vísar erindinu til Byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir að veita Stígamótum styrk til rekstrar fyrir árið 2023 að fjárhæð kr. 100.000.

11.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fundargerðir 2022

2202151

Framlögð fundargerð 179. fundar dags. 7. desember 2022
Lagt fram til kynningar.

12.Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022

2203069

Framlögð fundargerð 323.stjórnarfundar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 3.október 2022
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.