Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

618. fundur 22. desember 2022 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Sigurður Guðmundsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn

2209240

Framlögð innsend tilboð í snjómokstur í dreifbýli.
Byggðarráð samþykkir að taka hagstæðustu tilboðum í snjómokstur í dreifbýli á hverri leið sem hér segir:
Leið 1: Hálstak ehf.
Leið 5: Hálfdán Helgason
Leið 6: Gísli Guðjónsson
Leið 7: Gestur Úlfarsson

Við töku tilboðs í ofangreindar leiðir er kominn á bindandi samningur á grundvelli verðfyrirspurnargagna og tilboðs bjóðenda.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga um snjómokstur á eftirfarandi leiðum á grundvelli tilboða og frávikstilboða og þá horfa til þess hvort og þá hvernig æskilegt er að gera breytingar á moksturssvæðum.

Leið 2: Einar S. Traustason
Leið 3: Sleggjulækur ehf.
Leið 4: Sleggjulækur ehf.

Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála sat fundinn undir þessum lið.

2.Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037

2212149

Framlögð opnunarskýrsla frá Ríkiskaupum vegna útboðs aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
Borgarbyggð mun yfirfara betur framlögð tilboð í samráði við Ríkiskaup og þegar niðurstaða fæst, verður tilkynning um val tilboðs send bjóðendum í útboðskerfi Ríkiskaupa.

3.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti), 537. mál.
Lagt fram til kynningar.

4.Umsagnarmál f. Alþingi 2022

2201097

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir), 538. mál.
Lagt fram til kynningar.

5.Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerðir 2022

2202060

Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 14.des 2022.
Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 09:30.