Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

627. fundur 16. mars 2023 kl. 08:15 - 11:30 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
  • Lilja Björg Ágústsdóttir Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

2303081

Kynntar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda tillögur um gagngera endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Niðurstöður þess líkans sem kynnt er í drögunum sem eru í samráðsgáttinni virðast hafa hverfandi áhrif á fjárhæð framlaga sem annars rynnu til Borgarbyggðar í formi tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar- og fasteignaskattsframlaga. Áhrif á sveitarfélög víðast hvar annars staðar gætu hins vegar orðið talsverð til hækkunar eða lækkunar. Þau framlög sem um að ræða skipta verulegu máli fyrir rekstur Borgarbyggðar og nema um t.d. um 14% af tekjum A-hluta m.v. útgönguspá 2022. Fyrirsjáanlegt er að tillögurnar munu verða fyrirferðarmiklar í umræða um sveitarstjórnarmál. Byggðarráð felur sveitarstjóra að meta hvort tilefni sé til að taka saman umsögn um drögin.

2.Grímshús - Óskir um afnot

2206170

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra þar sem umsóknir um leigu á Grímshúsi eru listaðar upp í samræmi við markmið og skilyrði sem sett voru fram í auglýsingu.
Á grundvelli einkunnagjafar sem byggist á óskum Borgarbyggðar um forsendur sem lagðar skyldu fram með umsókn þá felur byggðarráð sveitarstjóra að óska eftir því að þeir tveir aðilar sem fengu hæstu niðurstöður komi á fund byggðarráðs í næstu viku til frekari umræðna um þau áform sem fram koma í umsóknum þeirra.

3.Þinghamar - aðgengismál

2303019

Framlagt bréf Húsefndar Þinghamars dags. 27. febrúar 2023 þar sem vakin er athygli á óviðunandi aðgengi fyrir aldraða og fatlaða ásamt tillögum til úrbóta.
Í bréfi húsnefndar Þinghamars til byggðarráðs er lögð fram hvatning til Borgarbyggðar um að grípa tækifæri sem nú er til staðar til að setja upp lyftu og útbúa snyrtingu í Þinghamri á þessu ári. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna forsendur nánar og útbúa kostnaðaráætlun og kynna fyrir byggðarráði.

4.Tilkynning um kæru 136-2022, rannsóknarmastur

2212019

Framlagður úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis - og auðlindamála dags. 7. mars 2023 í máli nr. 136/2022, Rannsóknarmastur á Sigmundarstöðum.
Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs kom til fundarins.
Framlagður úrskurður ÚUA en í honum er hafnað kröfu kærenda um að felld verði úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Borgarbyggðar frá 11. nóvember 2022 um að synja um heimild til uppsetningar rannsóknarmasturs í landi Sigmundarstaða.

5.Nýr aðalslökkviliðsstjóri Heiðar Örn Jónsson

2303068

Heiðar Örn Jónsson sem tekur við starfi aðalslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar þann 1. apríl 2023 kemur á fund byggðarráðs.
Byggðarráð þakkar verðandi slökkviliðsstjóra Heiðari Erni Jónssyni fyrir gott samtal um stöðu og stefnu Slökkviliðs Borgarbyggðar. Byggðarráð væntir mikils af starfi Heiðars en hann tekur við starfinu af Bjarna Þorsteinssyni þann 1. apríl næst komandi.

6.Siðareglur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

2303070

Umfjöllun um siðareglur fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar sbr. 29. gr. sveitarstjórnarlaga og lagt mat á hvort þörf sé á uppfærslu. Gildandi siðareglur voru samþykktar af sveitarstjórn í maí 2011.
Siðareglur fyrir sveitarstjórn Borgarbyggðar kynntar í samræmi við 29. gr. sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjóra falið að yfirfara reglunar og skoða hvort tilefni sé til að uppfæra og leggja fyrir sveitarstjórn.

7.Samstarf um óhagnaðardrifið íbúðarhúsnæði

2003174

Framlagður samningur við Hoffell ehf. og Borgarskjól ehf. um endurgreiðslu og afmáningu kaupsamnings úr þinglýsingabók vegna íbúðar við Brákarsund 5.
Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn.

8.Hagnýting vindorku - fræðslu- og kynnisferð

2303090

Framlagt erindi er varðar þátttöku í fræðslu- og kynnisferð á vegum sendiráðs Íslands í Noregi og Grænvangs um reynslu Norðmanna af nýtingu vindorku.
Um er að ræða málefni sem á komandi misserum mun kalla á vandaða stefnumótun og aðra ákvarðanatöku af hálfu sveitarfélagsins. Byggðarráð leggur til að fjórir fulltrúar taki þátt í ferðinni fyrir hönd sveitarfélagsins.

9.Verkefnaáætlun 2023-2026

2211005

Afgreiðsla Umsjónarnefndar Einkunna af 77. fundi nefndarinnar: "Umsjónarnefnd Einkunna samþykkir að hefja undirbúning að því að leggja rafmagn í salerni við Álatjörn, með það að markmiði að salernið sé nothæft allan ársins hring. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Umsjónarnefnd Einkunna leggur til að auglýst verði eftir aðilum sem hafi áhuga á að reka afþreyingarstarfsemi í Einkunnum. Markmið með auglýsingunni verði að auka fjölbreytileika afþreyingar í sveitarfélaginu og auka aðdráttarafl í fólkvanginn. Í auglýsingu komi fram að starfsemin þarf að samræmast þeim skilmálum sem koma fram í deiliskipulagi fyrir fólkvanginn, ásamt þeim skilmálum sem sett eru fram í friðlýsingarskilmálum fyrir fólkvanginn. Umsjónarnefnd yfirfari umsóknir að loknum umsóknarfresti. Erindinu verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar."
Hrafnhildur Tryggvadóttir, deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála, kom til fundarins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta útbúa auglýsingu eftir rekstraraðilum að afþreyingarstarfsemi í Einkunnum í samræmi við afgreiðslu umsjónarnefndar Einkunna og bera undir nefndina. Stefnt skuli að því að auglýsing sé tilbúin til birtingar ekki síðar en 20. apríl 2023.

10.HMS-Staða slökkviliðs-eftirfylgni

2303066

Framlagt erindi HMS er varðar eftirfylgd með úrbótum í málefnum Slökkviliðs Borgarbyggðar.
Erindi framlagt og sveitarstjóra falið að svara erindi HMS.

11.Erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis - Breytingar og endurskoðun fjallskilasamþykktar

2303031

Framlagt erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps, dags. 6. mars 2023, þar sem óskað er eftir heimild sveitarstjórna til að hefja vinnu við breytingar og endurskoðun á fjallskilasamþykkt nr. 683/2015.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindi stjórnar fjallskilaumdæmis, Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps og vísar fullnaðarafgreiðslu til sveitarstjórnar.
Hrafnhildur Tryggvadóttir lauk setu á fundi.

12.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 31. mars 2023

2303071

Framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf sem haldinn verður 31. mars 2023.
Fundarboð framlagt og fer sveitarstjóri með atkvæðisrétt Borgarbyggðar.

13.Aðalfundur Símenntun á Vesturlandi 22. mars 2023

2303080

Framlagt fundarboð á aðalfund Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands sem haldinn verður 22. mars 2023.
Fundarboð lagt fram.

14.Aðalfundur Reiðhallarinnar Vindási 2023

2303047

Framlagt fundarboð á aðalfund Reiðhallarinnar Vindási 22. mars 2023.
Fundarboð lagt fram, Davíð Sigurðssyni falið að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.

15.Aðalfundur Veiðifélags Langár 25. mars 2023

2303041

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár sem haldinn verður þann 25. mars 2023. Eins er lögð fram kostnaðaráærtlun fyrir árið 2023.
Fundarboð framlagt, byggðarráð felur Þorsteini Viggóssyni að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

16.Aðalfundur Veiðifélags Álftár 1. apríl 2023

2303067

Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Álftár á Mýrum sem haldinn verður þann 1. apríl 2023.
Fundarboð framlagt, byggðarráð felur Sigurði Arilíussyni að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

17.Aðalfundur Gleipnis 2022

2303088

Fundarboð á aðalfund Gleipnis 20. mars 2023 og á stefnumót í kjölfar aðalfundar þar sem framtíðarsýn, samstarf og stefna nýsköpunar- og þróunarsetursins verður til umræðu.
Fundarboð framlagt, byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

18.Förgun dýraleifa

1709085

Lagt fram til kynningar minnisblað unnið af Stefáni Gíslasyni fyrir SSV um ráðstöfun dýraleifa, þ.m.t. um ábyrgð sveitarstjórna
og mögulegar úrvinnsluleiðir.
Lagt fram til kynningar.

19.Umsagnarmál f. Alþingi 2023

2301002

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026, 795. mál.
Lagt fram.

20.Umsagnarmál f. Alþingi 2023

2301002

Til umsagnar 165. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis - Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, 165. mál.
Lagt fram.

21.Umsagnarmál f. Alþingi 2023

2301002

Til umsagnar 128. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis - Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 128. mál
Lagt fram.

22.Umsagnarmál f. Alþingi 2023

2301002

Til umsagnar 126. mál frá nefndsviði Alþingis-Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.
Lagt fram.

23.Umsagnarmál f. Alþingi 2023

2301002

Til umsagnar 25. mál frá nefndasviði Alþingis - Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um innleiðingu lýðheilsumats í íslenska löggjöf, 25. mál
Lagt fram.

24.Umsagnarmál f. Alþingi 2023

2301002

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

25.Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 9

2303002F

Fundargerð framlögð.

26.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023.

2301193

Framlögð fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 28.febrúar 2023 nr. 919.
Fundagerð framlögð.

27.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2023

2301206

Framlögð fundargerð 450. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 17.febrúar 2023
Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 11:30.