Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

628. fundur 23. mars 2023 kl. 08:15 - 12:15 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir, aðalmaður boðaði forföll og Eðvar Ólafur Traustason varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdir við tjaldsvæðið Varmalandi

2211102

Framlögð drög að viðauka við samkomulag við Landmerki um rekstur tjaldsvæðis á Varmalandi.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

2.Aðalfundur Veiðifélags Langár 25. mars 2023

2303041

Fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár 25. mars n.k. lagt fyrir byggðarráð á nýjan leik.
Afgreiðsla frá síðasta fundi byggðarráðs nr. 627, dagskrárliður 15, málsnúmer 2303041 er varðar umboð Borgarbyggðar á aðalfundi Veiðifélags Langár er felld úr gildi. Fundarboð framlagt að nýju og Borgarbyggð felur Einari Ole Pedersen að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.

Samþykkt samhljóða.

3.Breytingar á barnaverndarlögum og uppbyggingu barnaverndarþjónustu sveitafélaga

2201148

Afgreiðsla frá 135. fundi velferðarnefndar: "Velferðarnefnd leggur til í ljósi þess að undanþágan var veitt til 1.janúar 2024 og að ný umsókn þurfi að berast fyrir 1.nóvember 2023 að skoðaðir verði möguleikar að meira samstarfi um barnaverndarþjónustu. Málinu er vísað til Byggðarráðs." Til fundarins kemur Hlöðver Ingi Gunnarsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Byggðarráð tekur undir með velferðarnefnd og telur að stefnt skuli að því að Borgarbyggð verði aðili að samstarfi um barnaverndarþjónustu sem uppfyllir skilyrði um fjölda íbúa sbr. 11. gr. barnaverndarlaga. Sveitarstjóra falið að kanna möguleika á samstarfi við nágrannasveitarfélög með það að markmiði.

Samþykkt samhljóða.

4.Aldan framtíðarsýn - starfshópur

1912081

Afgreiðsla frá 135. fundi velferðarnefndar:"Farið er yfir minnisblað um dósamóttöku í Öldunni. Elísabet Jónsdóttir situr fundinn undir þessum dagskrárlið. Rætt um framtíð dósamóttökunnar. Velferðarnefnd leggur til að Aldan hætti samstarfi við Endurvinnsluna um dósamóttöku. Ástæðan er sú að það samstarf hentar ekki lengur þeirri starfsemi sem nefndin vill sjá í Öldunni.Eins og fram kemur í minnisblaðinu: ,,Þegar byrjað var að bjóða upp á verndaða vinnu fyrir fatlað fólk var algengt að sveitarfélög tækju að sér dósamóttöku til að hafa einföld en viðvarandi verkefni. Í dag eru 56 móttökustöðvar um allt land - aðeins þrjár þeirra eru verndaður vinnustaður fatlaðra, þ.e. í Borgarnesi, á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Annars staðar eru það aðilar s.s. flutningamiðstöðvar, björgunarsveitir eða íþróttafélög sem sjá um dósamóttöku". Velferðarnefnd leggur áherslu á að ræða málið áfram á næsta fundi og fá betri upplýsingar um hvaða afleiðingar þetta hafi fyrir starfsemina. Málinu er vísað til byggðarráðs."
Gott og vaxandi samstarf er á milli Öldunnar og atvinnurekenda í Borgarbyggð. Starfsfólk Öldunnar starfar nú jafnframt hjá fyrirtækjum og stofnunum víða í sveitarfélaginu. Það heyrir til undantekninga á landsvísu að starfsfólk vinnustaða fólks með skerta starfsgetu starfi við móttöku dósa. Byggðarráð styður því að Aldan segi sig frá núverandi fyrirkomulagi við móttöku dósa samhliða því sem starfsfólk Öldunnar tekur vaxandi þátt í atvinnulífinu. Byggðarráð telur jafnframt mikilvægt að þjónusta íbúa vegna móttöku dósa skerðist ekki og felur sveitarstjóra að vinna að útfærslu og kynna hugmyndir fyrir byggðarráði.

Samþykkt samhljóða.

Hlöðver Ingi Gunnarsson vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.

5.Hvatning vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa

2303109

Framlagt bréf Innviðaráðuneytis dags. 15. mars 2023 með hvatningu vegna tillagna verkefnisstjórnar um bættar starfsaðstæður kjörinna fulltrúa.
Bréf innviðaráðuneytis framlagt. Í því felst þörf hvatning til sveitarfélaga um að tryggja viðunandi starfsaðstæður fyrir kjörna fulltrúa. Borgarbyggð hefur jafnt og þétt unnið að því að bæta starfsumhverfi kjörinna fulltrúa í anda tillagnanna.

6.Breyting á stjórn Nemendagarða MB

2303115

Sigurður Guðmundsson hefur óskað eftir lausn frá stjórnarsetu í Nemendagörðum Menntaskóla Borgarfjarðar. Lagt er til að skipa Jóhönnu Marín Björnsdóttur í hans stað og Bjarneyju Bjarnadóttur sem varamann.
Byggðarráð þakkar Sigurði gott starf og samþykkar skipan Jóhönnu Marínar Björnsdóttur stjórn Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar og Bjarneyju Bjarnadóttur sem varamann.

Samþykkt samhljóða.

7.Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026

2205140

Skipan eftirfarandi þriggja fulltrúa í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst.
Byggðarráð samþykkir skipan eftirfarandi fulltrúa í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst; Þórunni Unni Birgisdóttur, Helga Eyleif Þorvaldsson og Bjarneyju Lárudóttir Bjarnadóttir. Guðveig Eyglóardóttir er skipuð sem varamaður

Samþykkt samhljóða.

8.Fyrning orlofs

2302233

Framlagt nýgert samkomulag við bandalög starfsmanna sveitarfélaga um frestun á niðurfellingu orlofsdaga.
Samkomlag milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og bandalaga starfsmanna sveitarfélaga framlagt. Sveitarstjóra falið að útfæra frestun á niðurfellingu orlofsdaga í samræmi við samkomulagið.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um leigu á Grímshúsi - fyrri fundur með umsækjanda

2303187

Til fundarins mætir fyrri aðilinn sem byggðarráð hefur óskað eftir frekari viðræðu við vegna umsóknar um leigu á Grímshúsi sbr. afgreiðslu byggðarráðs 16. mars 2023.
Byggðarráð þakkar fyrir heimsóknina.

10.Umsókn um leigu á Grímshúsi - seinni fundur með umsækjanda

2303188

Til fundarins mætir seinni aðilinn sem byggðarráð hefur óskað eftir frekari viðræðu við vegna umsóknar um leigu á Grímshúsi sbr. afgreiðslu byggðarráðs 16. mars 2023.
Byggðarráð þakkar fyrir heimsóknina.

11.Grímshús - Óskir um afnot

2206170

Afgreiðsla byggðarráðs vegna umsókna um leigu á Grímshúsi sbr. auglýsingu dags. 31. janúar 2023 og afgreiðslu byggðarráðs 2. mars og 16. mars 2023.
Í kjölfar umsókna og frekari umræðu við við umsækjendur felur byggðarráð sveitarstjóra að hefja viðræður við Hlyn Þór Ragnarsson með það að markmiði að gera samning um leigu á Grímshúsi. Alls bárust sex umsóknir um leigu á Grímshúsi og þakkar byggðarráð sýndan áhuga.
Mikilvægt er að húsinu og sögu þess verði sýnd virðing og það muni brátt skipa veglegan sess í menningar- og mannlífi Borgarbyggðar.

Samþykkt samhljóða.

12.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði

2104092

Afgreiðsla byggingarnefndar viðbyggingar GBF af 10. fundi nefndarinnar 21. mars 2023:
"Byggingarnefnd samþykkir endanlega verksamninga við arkitekta- og landslagshönnuði og verkfræðihönnuði fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs til endanlegrar samþykktar."
Byggðarráð samþykkir framlagða verksamninga við arkitekta- og landslagshönnuði og verkfræðihönnuði fyrir sitt leyti, felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

13.Fundagerðir Orkuveitu Reykjavíkur 2022

2203069

Framlögð fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 326 dags. 13. desember 2022.
Fundargerð framlögð

14.Fundargerðir Faxaflóahafna 2023.

2302108

Framlögð fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. nr. 230 dags. 10. mars 2023
Fundargerð framlögð
Fylgiskjöl:

15.Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum - 10

2303018F

Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 12:15.