Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

629. fundur 30. mars 2023 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Borgarbyggðar 2022

2303271

Lögð fram drög að ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2022. Á fundinn kemur Halldóra Pálsdóttir frá KPMG.
Drög að ársreikningi 2022 kynnt. Útlit er fyrir að afkoma ársins 2022 hafi verið umtalsvert hagstæðari heldur en áætlun hafði gert ráð fyrir.

Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs Borgarbyggðar og Kristín Lilja Lárusdóttir aðalbókari sátu fundinn undir þessum lið.

2.Fundarboð - Fundur með fulltrúum forsætisráðuneytisins föstudaginn 26. maí í Borgarnesi kl. 1500

2303240

Framlagt fundarboð forsætisráðuneytis þar sem boðið er til fundar 26. maí 2023 í Borgarnesi.
Framlagt fundarboð.

3.Frumkvæðisathugun GEV á gæðum þjónustu barnaverndar

2303272

Framlögð tilkynning frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála um frumkvæðisathugun á gæðum þjónustu barnaverndar Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar.
Framlögð tilkynning Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Byggðarráð fagnar frumkvæðisathugun GEV á gæðum barnaverndarþjónustu í Borgabyggð. Byggðarráð væntir góðs samstarfs Borgarbyggðar og GEV og bindur vonir við að það samstarf verði til þess að efla barnaverndarþjónustu í sveitarfélaginu.

4.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

2111023

Framlögð tilboð frá Íslenska gámafélaginu og Terra í ílát vegna innleiðingar fjórðu tunnunnar við sérbýli.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagsins.

5.Auglýsing Afþreying Einkunnum

2303274

Framlögð drög að auglýsingu um afþreyingarstarfsemi í Einkunnum ásamt matsþáttum sem lagðir verði til grundvallar við vali á verkefnum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að auglýsingu eftir rekstraraðilum sem hafa áhuga á að reka afþreyingarstarfsemi í Einkunnum og felur sveitarstjóra að fullvinna og birta.

6.Stöðvaþjálfun í náttúrunni

2303063

Erindi frá Guðríði Hlíf Sigfúsdóttur um uppsetningu skilta við gönguleiðir í Borgarbyggð með hugmyndum að styrktaræfingum. Óskað er eftir stuðningi Borgarbyggðar við verkefnið.
Byggðarráð tekur vel í framlagt erindi og felur sveitarstjóra að útfæra í samstarfi við Guðríði Hlíf og UMSB.

Samþykkt samhljóða.

7.Kennslukerfi - Learn Cove

2302062

Framlagður samningur við LearnCove um nýtingu hugbúnaðarlausna til að miðla þjálfun og efni til starfsmanna og samstarfsaðila.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að samningi við LearnCove og felur sveitarstjóra að fullvinna og skrifa undir með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar.

8.Boðun XXXVIII. landsþings sambandsins

2301212

Framlagður póstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tillögu kjörnefndar til stjórnar sambandsins sem kjörin verður á landsþingi 31. mars 2023.
Tilllaga kjörnefndar lögð fram.

9.Umsókn um samstarfssamninga vegna hátíða - Jólagleði á Hvanneyri 2023

2212190

Afgreiðsla frá 44. fundi atvinnu-, markaðs-, og menningarmálanefndar:

Á 42. fundi atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefndar var tekið fyrir umsókn um samstarfssamning vegna hátíða - Jólagleði á Hvanneyri 2023.

Nefndin hafnaði umsóknni þar sem hún uppfyllt ekki skilyrði reglna um samstarfssamninga vegna hátíða í sveitarfélaginu.

Forsvarmenn hátíðarinnar óskuðu eftir endurskoðun á umsókninni.
Íbúasamtök Hvanneyrar og nágrennis skiluðu inn viðbótargögnum.

Framlögð umsókn uppfyllir núverandi reglur um samstarfssamninga vegna hátíða og því samþykkir nefndin að veita hátíðinni samstarfssamning. Á þessu ári er hægt að veita fjárhæð að upphæð 400.000 kr.

Atvinnu-, markaðs- og menningarmálanefnd felur samskiptastjóra að gera samning við forvarsmenn hátíðarinnar og í framhaldinu fela byggðarráði að staðfesta hann þar sem gert er ráð fyrir styrknum í fjárhagsáætlun árið 2023.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

10.Framtíðaruppbygging á og við svæði Golfklúbbs Borgarness

2211074

Tillaga að greinargerð og gerð grófs uppdráttar að framtíðarsýn fyrir Hamarssvæðið sem hluta af vinnu starfshóps um framtíðaruppbyggingu við svæðið sbr. afgreiðslu byggðaráðs frá 15. des 2022.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu um kostnaðarþátttöku Borgarbyggðar vegna vinnu við greinargerð og uppdrátt með fyrirvara um heimild í fjárhagsáætlun. Sveitarstjóra falið að kanna og gera tillögu að viðauka ef þarf.

11.Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf 14. apríl 2023

2303045

Framlagt fundarboð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar sem haldinn verður þann 14. apríl 2023.
Fundarboð framlagt. Sveitarstjóra falið að mæta á fundinn með atkvæði sveitarfélagsins.

12.Þjóðlendumál - dómsmál

1703152

Framlögð kröfulýsing Borgarbyggðar f.h. eiganda Fjalllendis Ytri Hraundals í Borgarbyggð, L219481 til Sérstakrar óbyggðanefndar.
Kröfulýsing framlögð.

13.Dómur í máli Gests A. Grjetarssonar gegn Borgarbyggð

2303283

Framlagður dómur Héraðsdóms Vesturlands í máli Gests A. Grjetarssonar gegn Borgarbyggð sem kveðinn var upp 28. mars 2023.
Dómur Héraðsdóms framlagður.

14.Tímasetning byggðarráðsfundar í Dymbilviku

2303273

Næsta vika er dymbilvika og fellur fimmtudagur á skírdag. Erindi til byggðarráðs um tímasetningu næsta fundar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að næsti fundur byggðarráðs skuli fara fram þriðjudaginn 11. apríl kl. 8.15.

15.Umsagnarmál f. Alþingi 2023

2301002

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gæludýrahald), 80. mál
Framlagt.
Fylgiskjöl:

16.Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2023.

2301193

Framlögð fundargerð 920. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 17. mars 2023.
Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 10:15.