Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

633. fundur 17. maí 2023 kl. 08:15 - 12:00 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson, aðalmaður boðaði forföll og Ragnhildur Eva Jónsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
  • Lilja Björg Ágústsdóttir Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Endurnýjun götuljósastrengs við Borgarbraut

2305103

Framlögð sú tillaga að samhliða framkvæmdum við Borgarbraut sumarið 2023 verði nýtt það tækifæri sem felst í fyrirsjáanlegu raski og götuljósastrengir endurnýjaðir. Orri Jónsson verkfræðingur hjá Eflu kemur til fundarins.
Byggðarráð styður að strengir vegna götuljósa verði endurnýjaðir samhliða framkvæmdum við Borgarbraut nú í sumar. Sveitarstjóra falið að kostnaðarmeta og gera tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun ef þörf er á.

Samþykkt samhljóða.

2.Fjarskiptamál á Bifröst

2305097

Umræða um möguleika á tengingu íbúða á Bifröst við ljósleiðarakerfi Borgarbyggðar. Til fundarins kemur Guðmundur Daníelsson.
Við ákvörðun um lagningu Ljósleiðara Borgarbyggðar 2017-2018 var nær öll byggðin við Bifröst aðskilin frá verkefninu enda voru nánast allar fasteignir i eigu háskólans og þegar tengdar. Sveitarstjóra er falið að fara þess á leit við Ljósleiðara Borgarbyggðar að kanna fýsileika þess að bjóða íbúum á Bifröst upp á tengingu við ljósleiðarakerfi Ljósleiðara Borgarbyggðar eða veita liðsinni um að þeir tengist öðru ljósleiðarakerfi.

Samþykkt samhljóða.

3.Vinnudeilur og verkfallsboðun BSRB vorið 2023

2304250

Framlagðar upplýsingar um fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir félagsmanna Kjalar hjá Borgarbyggð.
Kjölur Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, sem er aðili að BSRB, hefur tilkynnt Borgarbyggð að í kjölfar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna þá hafi verið boðuð vinnustöðvun meðal félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirkjum Borgarbyggðar frá laugardeginum 27. maí til mánudagsins 29. maí.
Í kjölfar atkvæðagreiðslu hefur sömuleiðis verið boðuð vinnustöðvun meðal félagsmanna Kjalar sem starfa í leikskólum hjá Borgarbyggð frá þriðjudeginum 30. maí til fimmtudagsins 1. júní.
Upplýsingar framlagðar.

4.Ráðning sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs 2023

2305099

Umræða um ráðningarferli nýs sviðsstjóra skipulags- og umhverfismála. Kynnt drög að auglýsingu.
Drög að auglýsingu framlögð. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

LBÁ vék af fundi að afloknum þessum lið.

5.Tillögur f. 101. sambandsþingi UMSB

2305069

Framlagðar ályktanir frá 101 sambandsþingi UMSB
Byggðarráð tekur undir ályktun UMSB og þakkar fyrir gott samstarf á liðnu ári. Borgarbyggð er reiðubúið að hefja nú þegar vinnu við nýjan samning milli sveitarfélagsins og UMSB og veita liðsinni við greiningarvinnu sé þess óskað. Stefnt er að verulegri uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu á komandi árum. Mikilvægt er að sú vinna verði unnin í góðri samvinnu við UMSB og aðildarfélög sambandsins.
Á næsta ári er áformað að halda unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. UMSB verður gestgjafi mótsins ásamt Borgarbyggð. Framundan eru fundir milli stjórnenda UMSB og Borgarbyggðar og væntir byggðarráð þess að þeir fundir muni skila t.d. verkáætlun og verkaskiptingu milli aðila.

Samþykkt samhljóða

BLB vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

6.Þjónustusamningur vegna umhirðu á Hvanneyri

2002098

Framlagt erindi frá Landbúnaðarháskóla Íslands dags. 28.apríl 2023, þar sem óskað er eftir endurskoðun á upphæð gildandi þjónustusamnings um umhirðu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja viðræður við LBHÍ um endurskoðun á gildandi þjónustusamningi í samræmi við erindið.

Samþykkt samhljóða.

LBÁ mætti til fundarins á ný.

7.Hugmynd að þróun athafnasvæðis Steypustöðvarinnar

2304209

Umræða um mögulega uppbyggingu athafnasvæðis Steypustöðvarinnar við Engjaás. Á fundinn koma Björn Ingi Victorsson forstjóri og Andrés Konráðsson framkvæmdastjóri einingaverksmiðju í Borgarnesi.
Byggðarráð þakkar stjórnendum Steypustöðvarinnar fyrir gott samtal um tækifærin sem felast í áframhaldandi uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins í Borgarnesi. Byggðarráð tekur jákvætt í hugmyndirnar og felur skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjóra að vinna nánari greiningu í samstarfi við fyrirtækið.

Samþykkt samhljóða.

LBÁ lauk setu á fundi.

8.Skýrsla um starfsemi og hlutverk héraðsskjalasafna 2023

2305098

Lögð fram til kynningar ný skýrsla starfshóps á vegum héraðsskjalasafna um hlutverk og skyldur safnanna. Þórunn Kjartansdóttir forstöðumaður menningarmála og Jóhanna Skúladóttir héraðsskjalavörður koma á fund byggðarráðs.
Skýrsla framlög. Byggðarráð þakkar Þórunni og Jóhönnu fyrir góða kynningu og gott samtal um skýrsluna.

9.Safnaklasi Vesturlands

2204050

Framlagt fundarboð á stofnfund Safnaklasa Vesturlands sem fram fer í Snorrastofu í Reykholti 6. júní.
Fundarboð framlagt.

10.Breyting á opnunartíma - sundlaugin á Kleppjárnsreykjum

2301061

Afgreiðsla frá 220. fundi fræðslunefndar: "Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja kemur til fundarins og ræðir opnun sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum. Fræðslunefnd leggur það til að samræmt verði á milli sundlaugarinna á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum að ekki verði boðið upp á vetraropnun frá og með haustinu 2023. Málinu er vísað inn til Byggðarráðs til umræðu. Samþykkt samhljóða."
Byggðarráð tekur undir afgreiðslu fræðslunefndar. Nýtingartölur sundlaugarinnar geta ekki réttlætt opnun að vetrarlagi fyrir almenning. Mikilvægt er að skipulagt íþróttastarf skerðist ekki við þessa breytingu á opnunartíma.

Samþykkt samhljóða.

11.Bréf EFS til allra sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2023

2305080

Framlagt bréf Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga um fyrirkomulag almenns eftirlits með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023.
Framlagt.

12.Ósk um áframhaldandi leyfi til skotprófa á Ölduhrygg

2305117

Framlögð beiðni frá Skotfélagi Vesturlands um leyfi til áframhaldandi notkunar á landssvæði við Ölduhrygg til að halda hreindýraskotpróf.
Byggðarráð samþykkir beiðni Skotfélags Vesturlands og felur sveitarstjóra að afgreiða.

Samþykkt samhljóða.

13.Krafa um skaðabætur v. líkamstjóns

2004060

Framlögð matsgerð í máli sem höfðað var gegn sveitarfélaginu vegna vinnuslyss.
Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræðu á fundi.

Samþykkt samhljóða.

14.Boð á ársfund Náttúruhamfaratryggingar Íslands 25. maí kl. 11.30-1300

2305035

Framlagt boð á ársfund Náttúruhamfaratryggingar Íslands 25. maí.
Fundarboð framlagt og hvetur byggðarráð sveitarstjórnarfólk sem á þess kost annað hvort að mæta á fundinn eða fylgjast með í streymi.

15.Aðalfundarboð Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar 2023

2304246

Framlögð fundargerð aðalfundar Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar sem fram fór 9. maí 2023.
Fundargerð framlögð.

16.Umsagnarmál f. Alþingi 2023

2301002

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 1028. mál.
Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 12:00.