Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

642. fundur 17. ágúst 2023 kl. 08:15 - 11:45 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Dögg Harðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson, aðalmaður boðaði forföll og Ragnhildur Eva Jónsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skólastarf í byrjun skólaárs

2308019

Umræða um starf leik- og grunnskóla Borgarbyggðar í upphafi skólaárs. Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs kemur til fundarins.
Mönnun á leikskólum og fjöldi leikskólarýma í haust gerir Borgarbyggð kleift að viðhalda því markmiði að geta boðið börnum við 12 mánaða aldurinn leikskólavist. Nokkuð betur hefur gengið að manna störf á leikskólum heldur en útlit var fyrir og lítils háttar samdráttur hefur orðið í fjölda leikskólabarna. Rými er til fjölgunar barna við leikskóla í Borgarbyggð en það er mismunandi eftir aldri og staðsetningu. Um tugur starfsmanna í leikskólum Borgarbyggðar eru nú við nám i leikskólafræðum eða framhaldsnám í málaflokknum. Það er áskorun að viðhalda háu menntastigi á leikskólastiginu og tilflutningur háskólamenntaðs starfsfólks milli skólastiga hefur komið niður á leikskólum. Nemendur við leikskóla í Borgarbyggð eru liðlega 200 talsins og starfsfólk 63 að tölu.
Nemendur við grunnskóla í Borgarbyggð eru rúmlega 500 talsins og starfsfólk er 112 talsins. Vel horfir varðandi mönnun í grunnskólum Borgarbyggðar í haust. Breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi þrifa en þrif hafa verið boðin út. Í vor var gerð breyting á fyrirkomulagi stjórnunar hjá skólunum þannig að deildarstjórn og teymisvinna var aukin. Samhliða eru báðir grunnskólar Borgarbyggðar orðnir þátttakendur þróunarverkefni í leiðsagnarnámi á vegum Háskólans á Akureyri. Það verða gerðar lítils háttar breytingar á skólaakstri sem helgast m.a. af nýjum nemendum sem áður gengu í Laugagerðisskóla. Áhersla á kennslu barna með annað móðurmál en íslensku verður aukin samhliða vaxandi þörf, ekki síst á Varmalandi.
Það verður áfram krefjandi að manna frístund í Borgarbyggð. Húsnæði frístundar þurfa áframhaldandi skoðunar við. Byggðarráð telur ástæðu til að skoða með opnum hug hvaða leiðir eru færar til að tryggja samfellu milli skóla- og frístundastarfs barna.

2.Samtal um stöðu og stefnu Háskólans á Bifröst

2307084

Umræða um málefni Háskólans á Bifröst, stöðu og stefnu. Til fundarins kemur Magnús Smári Snorrason fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn skólans.
Ljóst er að þrýst er mjög á samstarf eða sameiningu skóla á háskólastigi af hálfu ráðherra. Bifröst hefur verið þátttakandi í því samtali og hefur lýst frumkvæði af því að skoða samstarf. Sjónarmið skólans hefur verið að samstarf styrki háskólasamfélagið um land allt, ekki síst á landsbyggðinni. Það er alveg ljóst að tilkoma og starf háskólans á Bifröst lyfti grettistaki í háskólamenntun á landsbyggðinni og ekki síst á Vesturlandi. Aukin áhersla á fjarnám og sterk staða skólans á því sviði hefur styrkt stöðu hans enn frekar sem lykilþátttakanda í að efla háskólamenntun um land allt, meðal fólks sem hefur háskólamenntun síðar á lífsleiðinni og meðal landsmanna sem eiga erfitt með að sækja menntun t.d. til miðborgar Reykjavíkur.
Húsnæðismál á Bifröst og mikil viðhaldsþörf þrýsta á frekari ákvarðanir um háskólastarf og aðra þróun á Bifröst. Borgarbyggð lýsir yfir vilja til að vera virkur þátttakandi í stefnumótun hvað það varðar.

Hlöðver Ingi Gunnarsson lauk setu á fundi.

3.Stuðningur við Bjsv. Brák v. húsbyggingar

2308005

Framlagt bréf frá Bjsv. Brák varðandi stuðning vegna húsbyggingar.
Framlagt bréf björgunarsveitarinnar Brákar en þar er óskað eftir því að Borgarbyggð greiði fyrir malbikun á lóð björgunarsveitarinnar við Fitjar. Byggðarráð samþykkir að vísa málinu til umræðu í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 2024 og mun samhliða óska eftir viðræðum við fulltrúa björgunarsveitarinnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Eignasjóður Grímshús Brákarey

2203206

Drög að samningi við Hlyn Þór Ragnarsson um langtímaleigu á Grímshúsi kynnt fyrir byggðarráði.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fullvinna samningsdrögin og undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

5.Skorradalshreppur - samningar

2012111

Farið yfir nýjustu útgáfu samninga milli sveitarfélaganna.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræðu á fundi.

Samþykkt samhljóða.

Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mætti til fundarins undir þessum lið.

6.Umbætur á Microsoft-leyfum hjá Borgarbyggð

2304021

Framlögð til kynningar gögn vegna óska um verðtilboð vegna endurnýjunar á Microsoft 365 leyfum fyrir starfsfólk Borgarbyggðar.
Framlagt.

7.9 brautir fyrir Frisbee golf í Borgarnesi

2308040

Framlögð hugmynd Hollvinasamtaka Borgarness um stækkun frisbee-golfvallar í Borgarnesi og með fjölgun karfa/hola.
Byggðarráð þakkar fyrir og tekur jákvætt í áhugaverða hugmynd og vísar til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

8.Strandblakvöllur í Borgarnesi - aðgengi að ströndum Borgarness

2308041

Framlagðar hugmyndir frá Hollvinasamtökum Borgarness um bætt aðgengi að fjörum/ströndum við Borgarnes ásamt hugmynd að uppsetningu strandblakvallar.
Byggðarráð þakkar fyrir áhugaverða hugmynd og felur sveitarstjóra að meta kostnað og önnur áhrif. Erindinu er jafnframt vísað til umræðu í umhverfis- og landbúnaðarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

9.Leyfisumsókn rallaksturskeppni

2308024

Framlögð beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um að fá að halda rallýkeppni innan marka sveitarfélagsins 18-20. ágúst 2023.
Byggðarráð samþykkir framlagða beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um rallökukeppni um Uxahryggi og Kaldadal 20. ágúst 2023.

Samþykkt samhljóða.

10.Niðurfelling vegar af vegaskrá - Traðarvegur 5631-01

2308043

Framlögð tilkynning Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu Traðarvegar 5631-01 af vegaskrá.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka afstöðu til þeirra raka sem búa að baki fyrirhugaðri ákvörðun Vegagerðarinnar, svo sem m.t.t. búsetu og atvinnustarfsemi, og koma þeirri afstöðu á framfæri við Vegagerðina ef tilefni er til.

Samþykkt samhljóða.

11.Niðurfelling hluta vegar af vegaskrá - Brekkuhvammsvegur 5164-11

2308042

Framlögð tilkynning Vegagerðarinnar um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Brekkuhvammsvegar 5164-11 af vegaskrá.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka afstöðu til þeirra raka sem búa að baki fyrirhugaðri ákvörðun Vegagerðarinnar, svo sem m.t.t. búsetu og atvinnustarfsemi, og koma þeirri afstöðu á framfæri við Vegagerðina ef tilefni er til.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:45.