Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

643. fundur 24. ágúst 2023 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Bjarney Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Thelma Dögg Harðardóttir, aðalmaður boðaði forföll og Brynja Þorsteinsdóttir áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurður Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri
Dagskrá

1.Heimasíða Borgarbyggðar

2205028

Ný heimasíða Borgarbyggðar fer brátt í loftið. Kynning fyrir byggðarráði. Til fundarins mætir María Neves samskiptastjóri.
Maria Neves samskiptastjóri sýndi fyrstu útgáfu af nýrri heimasíðu sem áætlað er að opna formlega í september. Mikil vinna hefur verið lögð í að tryggja notendavænna umhverfi með því að einfalda og endurbæta síðuna. Nýja síðan er aðgengileg og einföld í notkun og hefur upplýsingamiðlun verið bætt til muna.
Nýja heimasíðan mun innihalda skilvirka leitarvél, notendavænna viðmót, smellir við upplýsingaleit ættu að verða mun færri og mikilvægar upplýsingar verða aðgengilegar við fyrstu snertingu. Áfram verður unnið að því að innleiða stafrænar lausnir sem gerir notendum kleift að til dæmis reikna sérstakar húsaleigubætur og sjá hvenær næsta sorptunnulosun á sér stað með því að slá inn heimilisfang svo dæmi séu nefnd.
Það verður mikið ánægjuefni þegar heimasíðan fer í loft. Byggðarráð bindur vonir við að hún muni hafa afgerandi jákvæð áhrif á upplýsingamiðlun Borgarbyggðar og notendaupplifun íbúa og gesta.

2.Markaðsmál 2023

2308145

Framlagt tilboð frá Manhattan Marketing er varðar umsjón markaðsátaks haust/vetur 2023. Uppbygging fjölbreytts atvinnulífs í Borgarbyggð verður í forgrunni átaksins ásamt því að vekja athygli á Borgarbyggð sem álitlegum kosti fyrir fjölskyldur og fyrirtæki til framtíðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram samningsdrög á grundvelli tilboðsins.

Samþykkt samhljóða.

María Neves samskiptastjóri fór af fundi að afloknum þessum lið.

3.Útboð á ræstingum - Consensa

2305217

Framlögð drög að samningi við Sólar ehf. um ræstingar í stofnunum Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Sólar ehf. um ræstingar á stofnunum Borgarbyggðar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Þá samþykkir byggðarráð framlögð drög að þjónustusamningi við Sólar ehf. um ræstingar á stofnunum Borgarbyggðar og felur sveitarstjóra að fullvinna og undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Að mati byggðarráðs gefur tilboð Sólar ehf. ekki tilefni til breytinga á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

4.Boð um þátttöku í samráði - Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

2308155

Framlögð drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga sem lögð hafa verið fram til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda.
Framlagt.

5.Fundargerðir Faxaflóahafna 2023.

2302108

Framlögð fundargerð stjórnarfundar Faxaflóahafna sf. dags. 30.júní 2023.
Framlagt.

6.Aðalfundur Faxaflóahafna sf. - fundarboð

2306088

Framlögð fundargerð aðalfundar Faxaflóahafna dags. 30. júní 2023
Fundargerð framlögð.

7.Hafnasamband Íslands - fundargerðir 2023

2301206

Framlögð fundargerð 455. fundar stjórnar hafnasambands Íslands dags.18.ágúst.2023
Framlagt.

Fundi slitið - kl. 10:15.