Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

495. fundur 25. júlí 2019 kl. 08:15 - 10:40 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir formaður
  • Davíð Sigurðsson aðalmaður
  • Silja Eyrún Steingrímsdóttir varamaður
  • Magnús Smári Snorrason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Ólafsson
Fundargerð ritaði: Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2020

1906109

Lögð fram drög að tekjuáætlun ársins 2020 ásamt skiptingu á milli málaflokka. Gert er ráð fyrir að launavísitala hækki um 5,5% og neysluverðsvísitala um 3,2% á milli áranna 2019 og 2020.

2.Erindi vegna lausagöngu sauðfjár í heimalöndum

1907176

Lagt fram erindi frá Steinar Berg Ísleifssyni dags 16.07.2019 varðandi lausagöngu sauðfjár og ágang frá sauðfé á skógrækt í Fossatúni.
Samþykkt að óska eftir að umhverfis- og landbúnaðarnefnd og fjallskilanefnd Borgarbyggðar taki erindið til umfjöllunar og jafnframt óskar byggðarráð eftir minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði um stöðuna varðandi lausagöngu búfjár.
Bréfritara verður svarað þegar erindið hefur fengið umfjöllun í nefndum sveitarfélagsins.

3.Rallý Reykjavík

1907156

Lögð fram beiðni Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur dags 15.07.2019 varðandi lokun á veginum um Kaldadal þegar þar fer fram hluti keppninnar Rallý Reykjavík 29. - 31. ágúst n.k.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila akstur á leiðinni.

4.Slökkvilið Borgarbyggðar - húsnæðismál.

1905175

Á fundinn mættu Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri og lögðu fram minnisblöð um húsnæðismál slökkviliðsins.
Málin rædd og ákveðið að halda áfram að leita að bráðabirgðahúsnæði þar til varanlega lausn finnst á húsnæðismálum slökkviliðsins.

5.Beiðni um upplýsingar varðandi grendarkynningu

1907186

Lagt fram erindi Ásgeirs Sæmundssonar dags. 02.06.2019 þar sem óskað er upplýsinga varðandi grendarkynningar í skipulags- og byggingarmálum.
Byggðarráð biðst afsökunar á hve dregist hefur að svara erindinu og samþykkti að fela Ómari K Jóhannssyni hjá Pacta lögmönnum að svara erindinu.

6.Félagsþjónusta Borgarbyggðar - kynning

1906011

Lagt fram minnisblað um framtíðarsýn í samþættingu skóla- og félagsþjónustu Borgarbyggðar.

7.Húsafell, verslunar- og þjónustusvæði - Breyting á deiliskipulagi

1903111

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í landi Húsafells.
Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í landi Húsafells. Breytingin varðar deiliskipulagsuppdrátt og skilmála. Ástæða breytingar er fyrirhuguð stækkun þjónustumiðstöðvar. Breyting á deiliskipulagi Húsafell, verslunar- og þjónustusvæði tekur til færslu á lóðarmörkum á lóð þjónustumiðstöðvar (L:134503), ásamt byggingarreit hennar. Lóðarmörk eru hliðruð frá hnitapunkti 50 og 51 að austan- og sunnanverðu. Byggingarmagn viðbyggingar þjónustuhúss er breytt úr 100 m² í að heimilt sé að auka byggingarmagn innan byggingareits í allt að 200 m² byggingu. Lóð þjónustumiðstöðvar er undir hverfisvernd er varðar birkiskóga og kjarr og undir aðrar náttúruminjar á Náttúruminjaskrá 1996. Byggingarreitur þjónustumiðstöðvar er staðsettur á röskuðu svæði, við uppbyggingu þjónustumiðstöðvar skal öllu raski haldið í lágmarki. Fyrirhuguð breyting er í samræmi við Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022. Nágrannar gerðu ekki athugasemd við grenndarkynningu. Málsmeðferð verður samkvæmt 2. mgr. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Endurnýjun aðveitulagnar (HAB), frá Grjóteyri til Hvanneyrar.

1907078

Lögð fram beiðni frá Veitum ohf um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hluta aðveitulagnar frá Deildartungu að Akranesi. Lögnin verður foreinangruð stállögn og þegar nýja lögnin hefur verið tengd verður núverandi asbestslögn fjarlægð. Kaflarnir sem um ræðir eru Grjóteyri ? Skógarkot ? Klausturtunga (3 km) og Ausa ? Hvanneyri ( 1 km). Við Hvanneyri verður stofnlögn kaldavatnslagnar einnig endurnýjuð. Þessir tveir kaflar verða boðnir út í einu útboði. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir, samþykki Vegargerðarinnar og samningar við alla landeigendur nema Klausturtungu en unnið er að samningi við þann landeiganda. Verkið er hannað af verkfræðistofunni Eflu og verður framkvæmdin boðin út.
Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar gerir ekki athugasemd við að framkvæmdaleyfi verðir gefið út en áður en það verður gert þarf samningur við eiganda Klausturtungu að liggja fyrir.
Byggðarráð samþykkir að leyfið verði gefið út með framangreindum skilyrðum.

9.Endurútreikningur gatnagerðargjalda

1907191

Lagðar fram beiðnir Iðunnar Hauksdóttur og Sveini Andra Sigurðssyni og Láru Ólafsdóttur þar sem óskað er eftir að samþykkt um afslátt af gatnagerðargjöldum nái til þeirra þó þau hafi fengið lóðum sínum úthlutað á árinu 2018.
Fyrir liggur minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um erindin.
Þó að lóðunum hafi verið úthlutað á árinu 2018 samþykkir byggðarráð að afsláttur gatnagerðargjaldanna gildi um þessa úthlutun þar sem lóðirnar voru ekki að fullu tilbúnar til framkvæmda fyrr en á árinu 2019.

10.Jafnlaunavottun

1907061

Lagt fram bréf Karls Björnssonar framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga dags 15.07.2019 þar sem minnt er á að lögbundinn frestur sveitarfélaga til öðlast jafnlaunavottun rennur út um næstu áramót.

11.Ályktun frá formannafundi UMSB

1907151

Lagt fram bréf Ungmennasambands Borgarfjarðar dags. 15.07.2019 með ályktun formannafundar sem haldinn var 19. júní s.l. þar sem óskað er eftir að UMSB hafi fulltrúa í starfshóp um framtíðaruppbyggingu íþróttamiðstöðvar í Borgarnesi.
Byggðarráð áréttar að búið er að ákveða að þessi starfshópur verði skipaður af sveitarstjórn en tekur fram að hagsmunaaðilar muni verða kallaðir inn á fundi starfshópsins til viðræðna. Einnig mun verða litið til þeirra gagna sem þegar liggja fyrir um þessi mál m.a. greinargerð UMSB um fjölnota íþróttahús.

12.Frystihúsið í Brákarey - framtíðarsýn

1907200

Rætt um framtíðarsýn fyrir frystihúsið í Brákarey.

13.Bréf Stéttarfélags Vesturlands um stöðuna í kjaramálum

1907201

Lagt fram bréf Stéttarfélags Vesturlands dags. 15.07.2019 þar sem vakin er athygli á þeirri stöðu sem nú ríkir í samningamálum félagsmanna félagsins sem vinna hjá sveitarfélögum. Farið er fram á að sveitarfélög greiði starfsfólki sínu sem starfar eftir samningum við SGS sambærilega eingreiðslu og starfsmenn annarra stéttarfélaga fá um næstu mánaðarmót.
Byggðarráð þakkar erindið en bendir á að Borgarbyggð hefur falið Launanefnd sveitarfélaga umboð til kjarasamningagerðar fyrir sína hönd. Byggðarráð hvetur jafnframt samningsaðila til að leysa deilumál sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 10:40.