Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

19. fundur 14. maí 1999

Hreppsnefnd, fundur nr. 19 Dags : 14.05.1999

Hreppsnefnd Borgarfjarðarsveitar

19. fundur

 
Árið 1999, föstudaginn 14. maí 1999 kl. 15:00 kom hreppsnefnd saman til fundar í félagsheimilinu Brún, Bæjarsveit.

Fundinn sátu:
  • Ríkharð Brynjólfsson oddviti (RB)
  • Ágústa Þorvaldsdóttir (ÁÞ)
  • Sigurður Jakobsson (SJ)
  • Bergþór Kristleifsson (BK)
  • Bjarki Már Karlsson (BMK)
  • Þórunn Gestsdóttir (ÞG)

Eftirfarandi mál voru tekin til afgreiðslu:
 

1. Fundargerðir nefnda:

a) Hreppsnefndar Borgarfjarðarsveitar 06/05/99
18. fundur. Fundargerðin lögð fram og samþykkt.

b) Stjórnarfundar SSBNS 27/04/99
200. fundur. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

c) Skólanefndar SSBNS 26/04/99
Lögð fram til kynningar.

d) Skipulags- og byggingarnefndar Borgarfjarðar 23/04/99
76. fundur. Liðir 1, 6, 7. 10 og 11 samþykktir.

e) Atvinnuþróunarnefndar 12/04/99.
7. fundur. Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 
 

2. Fundargerðir:


a) Stjórnar SSV 30/03/99
Lögð fram til kynningar.

b) Heilbrigðisnefndar Vesturlands 14/04/99
Lögð fram til kynningar.

c) Eignarhaldsfélags á Vesturlandi 10/04/99
Undirbúningur fyrir stofnun Eignarhaldsfélags á Vesturlandi gengur vel. Viðbrögð sveitarstjórna við þátttöku eru jákvæð að undanskildum Akraneskaupstað. Afstaða hreppsnefndar Borgarfjarðarsveitar til stofnunar EV er
óbreytt.
 
Kl. 16:30 vék Sigurður Jakobsson af fundi og sæti hans tók Ingibjörg Konráðsdóttir.
 

3. Þriggja ára áætlun

Rætt um þriggja ára áætlun sveitarfélagsins.
 

4. Byggðamerki

Lagðar fram 14 tillögur að byggðamerki Borgarfjarðarsveitar, hannaðar af Sigríði Kristinsdóttur, Reykholti.


5. Gámaþjónustan

Lagðar fram frekari upplýsingar frá Gámaþjónustu Vesturlands hf., en tillögur frá 9. mars sl. varðandi staðsetningar gáma, flokkunarstöðva, blaða- og fernugáma og kostnaðar hafa verið til umræðu á hreppsnefndarfundum. Sveitarstjóra og oddvita veitt umboð til að ræða við talsmenn Gámaþjónustu Vesturlands hf. varðandi nýjan samning.
 

6. Erindi og bréf

 
a) Námsstyrkur.
Lagt fram bréf ds. 13/04/99 frá Magneu Kristleifsdóttur v/námstyrk. Samþykkt að
styrkja viðkomandi um upphæð er nemur skóla- og efnisgjöldum.
 
b) B.V. Magnússon.
Lagt fram bréf ds. 02/05/99 frá Bjarna V. Magnússyni.
b lið bréfsins vísað til landbúnaðarnefndar.
c lið vísað til Vegagerðarinnar.
 
c) Leikskólastjórar á Vesturlandi
Erindi bréfritara vísað til Skólaskrifstofu Vesturlands til umfjöllunar.
 

7. Markaðsráð Borgfirðinga

Lagt fram bréf ds. 16/04/99 frá MB og greint frá kynningaráætlun fyrir Borgarfjörð. Áætlunin er hugsuð til þriggja ára og hefur fengið vinnuheitið Búsetukynning. Meðfylgjandi voru bréf er MB sendi til Landssímans og
þingmanna Vesturlands varðandi úrbætur í síma- og samgöngumálum. Hreppsnefndin tekur undir áskoranir í bréfum MB.
 

8. Umhverfisráðuneytið

Lagt fram bréf ds. 7/4/1999 þar sem ráðuneytið fer þess á leit við SSV að þau beiti sér fyrir tilnefningu eins fulltrúa í samvinnunefnd miðhálendisins. Einnig lagt fram bréf frá SSV þar sem boðað er til fundar 21. maí nk. um viðkomandi tilnefningu. Sveitarstjóra falið að fara með málið fyrir hönd sveitarfélagsins á boðuðum fundi.
 

9. Menntamálaráðuneytið

Lagt fram bréf ds. 23/04/99 og greint frá aðalnámskrá grunnskóla er tekur gildi 1.
júní nk.
 

10. Félagsmálaráðuneytið

a)
Lagt fram bréf ds. 30/04/99 með yfirliti Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga yfir tekjur
sveitarfélagsins á árinu 1998.
b)
Lagt fram bréf ds. 26/04/99 með upplýsingum um hugsanlega kostnaðarþátttöku Jöfnunarsjóðs í framkvæmdum við stækkun leikskólans Andabæjar á Hvanneyri.
 

11. Samband ísl. sveitarfélaga.


a)
Lagt fram bréf ds. 7/04/99 varðandi ferðir unglinga með varðskipum.

b)
Lagt fram bréf ds. 4/05/99 um Norræna byggingardaginn og ráðstefnu í
Reykjavík 5.-8. september 1999.

c)
Tilkynning um kosningu í stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga.
 
d)
Lagðar fram fundargerð og helstu ályktanir 56. fulltrúaráðsfundar Sambandsins
ásamt þremur fyrirlestrum um tekjustofna sveitarfélaga.
 

12. Samþykktir sveitarfélagsins

Lagðar fram breytingar á samþykktum Borgarfjarðarsveitar og þær samþykktar.
 

13. Rúnar Þór Hermannsson

Lagt fram bréf ds. 03/05/99 frá RÞH þar sem bréfritari spyr hvort rætt hafi verið um framtíð "Smiðjunnar" í sveitarstjórn.
Málið hefur aldrei komið til afgreiðslu hjá Hreppsnefnd Borgarfjarðarsveitar.
 

14. Aðalskipulag.

Lögð fram tillaga að efnisyfirliti v/aðalskipulagsvinnu Guðrúnar Jónsdóttur og Auðar Sveinsdóttur.
 

15. Hýrumelur, afsal.

Ingibjörg Konráðsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Lagt fram bréf frá Lögfræðiskrifstofu Inga Tryggvasonar ehf. v/afsal á landspildu úr landi Hýrumels. Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leyti ráðstöfunin.
 
Fleira ekki gert. Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 20: 20

Þórunn Gestsdóttir ritaði fundargerð
 
Ríkharð Brynjólfsson oddviti, Bergþór Kristleifsson, Ágústa Þorvaldsdóttir, Ingibjörg Konráðsdóttir, Bjarki Már Karlsson, Sigurður Jakobsson