Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð, fundur nr. 1
Dags : 19.06.2006
Bjarki Þorsteinsson Sveinbjörn Eyjólfsson Sveitarstjóri . Páll S. Brynjarsson
Mánudaginn 19. júní 2006 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar. Finnbogi R ögnvaldsson
Fundarritari. Eiríkur Ólafsson
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Kosning formanns og varaformanns
Finnbogi Rögnvaldsson var kosinn formaður byggðaráðs og Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður.
2. Drög að lóðarleigusamningi
Framlögð drög að lóðarleigusamningi vegna Brákarbrautar 11 í Borgarnesi.
Sveitarstjóra var falið að kynna samninginn fyrir lóðarhafa.
3. Framhaldsaðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands
Framlagt fundarboð, dagsett 08.06. 2006, á framhaldsaðalfund Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi 21.júní n.k.
Samþykkt var að Finnbogi Rögnvaldsson fari með atkvæði Borgarbyggðar á fundinum.
4. Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur
Framlagt fundarboð, dagsett 09.06. 2006, á aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fer í Reykjavík miðvikudaginn 21. júní n.k.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
5. Samningar Borgarfjarðarsveitar við Orkuveitu Reykjavíkur
Framlagður samningar Borgarfjarðarsveitar við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup og rekstur vatnsveitu Borgarfjarðarsveitar sem og samkomulag um innheimtu vatnsgjalda.
6. Samningur við Unnstein Snorrason
Framlagður samningur við Unnstein Snorrason vegna vatnsbóls í landi Syðstu-Fossa.
7. Aðalfundur Faxaflóahafna
Framlagt fundarboð dagsett 30.05. 2006, á aðalfund Faxaflóahafna sem fram fer í Reykjavík föstudaginn 23. júní n.k.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum og einnig var samþykkt að tilnefna Pál í stjórn Faxaflóahafna og Sveinbjörn Eyjólfsson til vara.
8. Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Rætt um breytingar á samþykktum fyrir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Samþykkt að senda fulltrúa á fundar stjórnar miðvikudaginn 21. júní n.k.
9. Erindi frá Þjónustuhópi aldraðra
Framlagt bréf dags. 08.06. 2006 frá Þjónustuhópi aldraðra um fyrirhugaðar framkvæmdir við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Byggðaráð þakkar þjónustuhópnum góðar ábendingar.
10. Brunavarnir Borgarness
Framlagður tölvupóstur frá slökkviliðsstjóra vegna helgarvakta, framlagt tilboð frá S.Magnússyni vegna slökkvibifreiðar og framlagt bréf frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst vegna aðstöðu Brunavarna Borgarness á Bifröst.
Samþykkt var að óska eftir umsögn slökkviliðstjóra og bæjarverkfræðings um tilboð í slökkvibifreið.
Erindum um helgarvaktir og aðstöðu að Bifröst var vísað til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
Samþykkt að óska eftir fundi með slökkviliðs- og varaslökkviliðsstjórum beggja vegna Hvítár um sameiningu slökkviliðanna.
11. Aðstaða fyrir fjarfundabúnað
Framlögð kostnaðaráætlun Safnahúss Borgarfjarðar vegna námsvers á jarðhæð hússins.
Sveitarstjóra var falið að ræða við forstöðumann Safnahúss um búnað og aðstöðu.
12. Bréf frá Skipulagsstofnun
Framlagt bréf, dagsett 06.06. 2006, frá Skipulagsstofnun vegna deiliskipulags við Ugluklett.
Í ljósi þess að fyrir liggja staðfestar aðalskipulagsbreytingar fyrir svæðið samþykkir byggðaráð að deiliskipulagið verði afgreitt með formlegum hætti.
13. Bréf frá Skólanefnd Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Framlagt bréf, dagsett 31.05. 2006 frá Skólanefnd Tónlistarskóla Borgarfjarðar um rekstur skólans.
Byggðaráð þakkar skólanefndinni fyrir vel unnin störf.
Einnig var samþykkt að óska eftir fundi með rekstraraðilum skólans.
14. Aðalskipulag Hvítársíðuhrepps
Framlagt afrit af bréfi Skipulagsstofnunar dags. 29.05.´06 til Umhverfisráðuneytis vegna aðalskipulags Hvítársíðuhrepps.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að vinna að stofnun vinnuhóps um aðalskipulag sveitarfélagsins í heild.
15. Fundargerð Héraðsnefndar
Framlögð fundargerð Héraðsnefndar Mýrasýslu frá 30. maí s.l.
16. Fundargerð deiliskipulagsnefndar á Hvanneyri
Framlögð fundargerð frá fundi í deiliskipulagsnefnd á Hvanneyri sem fram fór 2. maí s.l.
Samþykkt að vísa fundargerðinni til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykkt að óska eftir fundi með Ágústi Sigurðssyni rektor Landbúnaðarháskólans um skipulagsmál.
17. Umsókn um styrk vegna tónlistarnáms
Framlagðar umsóknir Önnu G. Þórhallsdóttur um styrk vegna tónlistarnáms.
Vísað til fræðslunefndar.
18. Leikskólinn Andabær
Framlagður tölvupóstur frá leikskólastjóra á Andabæ vegna biðlista við skólann.
Vísað til fræðslunefndar.
19. Leikskólinn Hraunborg
Rætt um viðhaldsverkefni við leikskólann Hraunborg á Bifröst og færanlega kennslustofu.
Samþykkt að fela bæjarverkfræðingi að kostnaðarmeta stækkun húsnæðisins og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
20. Sparkvellir á Bifröst og Hvanneyri
Rætt um framkvæmdir við sparkvelli á Bifröst og Hvanneyri
Samþykkt var að fela bæjarverkfræðingi að vinna undirbúningsvinnu að gerð sparkvallanna.
21. Frágangur á lóðarmörkum í iðnaðarhverfi
Á fundinn mætti Sigurður Páll Harðarson bæjarverkfræðingur.
Rætt um frágang á lóðarmörkum við Engjaás og Sólbakka í Borgarnesi.
Samþykkt var að fela Sigurði Páli að gera drög að samkomulagi um frágang á lóðamörkum sem tengist lóðastækkun á Engjaási. Einnig var Sigurði Páli og heilbrigðisfulltrúa falið að skoða heimildir sveitarfélaga að grípa inn í umgengni fyrirtækja á lóðum.
22. Brákarey
Rætt um umsókn Borgarneskjötvara til að breyta húsnæði sínu í Brákarey.
Umsóknin verður tekin fyrir í skipulags- og byggingarnefnd.
23. Brákarbraut 2
Rætt um fyrirhuguð kaup Borgarbyggðar á fasteigninni að Brákarbraut 2.
Rætt um úthlutun lóðarinnar að Brákarbraut 2.
24. Framkvæmdir.
Sigurður Páll sagði frá stöðu framkvæmda á vegum sveitarfélagsins.
Samþykkt var að fela Sigurði að semja við SG-hús hf. um kaup á húsi og að bjóða út aðra verkþætti við nýjan leikskóla við Ugluklett.
Lagt var fram minnisblað frá Línuhönnun dags. 13.06.’06 í tengslum við deiliskipulag á fjölbýlishúsi við Kveldúlfsgötu 29 um breytingar á umferð við götuna í tengslum við fyrirhugað fjölbýlishús.
25. Byggingareftirlit
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að tilkynna um breytt fyrirkomulag nefnda og starfsmanna er fjalla um skipulags- og byggingarmál í sameinuðu sveitarfélagi.
26. Bifröst
Rætt um mögulegar framkvæmdir á Bifröst
27. Samþykktir
Rætt um drög að nýjum samþykktum, erindisbréfum og skipuriti fyrir Borgarbyggð.
28. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
29. Samskipti við nágrannasveitarfélög
Rætt um samskipti við nágrannasveitarfélög og sameiginleg verkefni.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með Skorradalshreppi, Hvalfjarðarsveit og Eyja- og Miklaholtshrepp um byggðasamlög og samstarfsverkefni.
Samþykkt var fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Akraneskaupstaðar um samstarf sveitarfélaganna.
30. Umsókn til Jöfnunarsjóðs
Rætt um umsókn til Jöfnunarsjóðs vegna breytinga á stjórnsýslu Borgarbyggðar
31. Kaup á ritgerðum
Samþykkt að fela sveitarstjóra að semja við Kolfinnu Jóhannesdóttir um kaup á ritgerðum um stjórnsýslu sveitarfélaga.
32. Samningur við sveitarstjóra
Framlögð voru drög að ráðningarsamningi við Pál S. Brynjarsson sveitarstjóra Borgarbyggðar kjörtímabilið 2006 – 2010.
Vísað til sveitarstjórnar.
33. Næsti sveitarstjórnarfundur
Samþykkt var að halda næsta fund sveitarstjórnar fimmtudaginn 22. júní kl. 16,30.
34. Næsti byggðaráðsfundur
Samþykkt var að halda næsta fund byggðaráðs miðvikudaginn 28. júní kl. 8,00.
35. Önnur mál
a. Fundargerð frá sameiginlegum fundi sveitarstjórna Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðuhrepps og Kolbeinsstaðahrepps sem haldinn var 07. júní 2006.
b. Fundargerð stjórnarfundar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. dags. 01.06.’06.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,40