Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

2. fundur 28. júní 2006 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð, fundur nr. 2 Dags : 28.06.2006
Miðvikudaginn 28. júní 2006 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
 
Mættir voru:
 
Aðalfulltrúar. Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
 
Sveitarstjóri. Páll S. Brynjarsson
Fundarritari. Eiríkur Ólafsson
 
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Staðfesting á breytingu á deiliskipulagi gamla miðbæjarins
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dagsett 21.06. 2006 þar sem fram kemur að Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingar í B- deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að auglýsa breytingarnar.
 
2. Varmalandsskóli
Framlagt bréf frá skólastjóra dagsett 17.06. 2006 þar sem hann tilkynnir um uppsögn sína frá og með 1. nóvember 2006.
Samþykkt að vísa bréfinu til fræðslunefndar.
 
3. Tillögur frá fundi sveitarstjórnar 22.06. 2006
Framlagðar tillögur Sveinbjörns Eyjólfssonar frá fundi sveitarstjórnar 22.06. 2006.
Samþykkt var að fela fræðslufulltrúa að meta þörf fyrir leikskólavist næsta skólaár og fræðslunefnd falið að gera tillögur um inntökualdur og hugsanlega skiptingu sveitarfélagsins í leikskólahverfi. Jafnframt var fræðslunefnd falið að gera tillögur um hvernig tryggja megi dagvistun fyrir börn frá níu mánaða aldri.
Tillaga Sveinbjörns um gerð skýrslu um framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins var samþykkt samhljóða.
 
4. Erindi frá Hvalfjarðarsveit
Framlagt bréf, dagsett 16.06. 2006 frá Hvalfjarðarsveit vegna skipulags og byggingarfulltrúaembættisins í Snæfellsnes- og Borgarfjarðarumdæmi. Jafnframt framlagður tölvupóstur frá byggingarfulltrúa umdæmisins.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kalla saman fund í byggðasamlagi um rekstur skipulags- og byggingafulltrúaembættisins.
 
5. Samningur við Svannasveitina Fjólur.
Framlagður samningar Borgarbyggðar við Svannasveitina Fjólur vegna Skátahússins við Skallagrímsgarð.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
 
6. Úrskurður
Framlagður úrskurður Sýslumannsins í Borgarnesi vegna kæru Sigvalda Ásgeirssonar Vilmundarstöðum varðandi álagningu fjallaskilagjalda.
Samþykkt að vísa úrskurðinum til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd.
Einnig var sveitarstjóra falið að óska túlkun lögmanns á 42. grein laga nr. 6/1986 um fjallskil.
Sveitarstjóra var falið að óska skýringa sýslumannsembættisins á af hverju meðferð málsins hafi tekið svo langan tíma hjá embættinu.
7. Boðun 20. landsþings Sambands sveitarfélaga
Framlagt fundarboð á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer á Akureyri 27. - 29. september.
 
8. Bréf frá Bændasamtökum Íslands
Framlagt bréf Bændasamtaka Íslands þar sem kynnt er starfsemi samtakanna.
Samþykkt að bjóða formanni samtakanna á fund byggðarráðs.
 
9. Erindi frá Búnaðarsamtökum Vesturlands
Framlagt bréf dags. 15.06. 2006 frá Búnaðarsamtökum Vesturlands vegna sinubruna á Mýrum.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að senda Búnaðarsamtökunum greinargerð vegna sinubrunans.
 
10. Erindi frá Reyni Bergsveinssyni
Framlagt bréf dagsett 14.06. 2006 frá Reyni Bergsveinssyni vegna minkaveiða í sveitarfélaginu.
Vísað til umhverfisnefndar og landbúnaðarnefndar.
 
11. Bréf frá Sigurði Jakobssyni Varmalæk
Framlagt bréf frá Sigurði Jakobssyni Varmalæk dags. 15.06.’06 þar sem tilkynnt er að árlegu viðhaldi girðinga með vegum í landi Varmalækjar sé lokið.
Sveitarstjóra falið að tilkynna Vegagerðinni um málið.
 
12. Borgarbraut 59
Framlögð bréf frá lögmannsstofunum Fulltingi og Landslögum vegna deiliskipulags við Borgarbraut 59.
Samþykkt var að fela skipulags- og bygginganefnd að gera lóðarhöfum grein fyrir stöðu skipulagsmála á lóðunum Borgarbraut 55 – 59.
 
13. Skipulag hafnarsvæðis í Brákarey
Framlögð teikning VA-arkitekta af mögulegri staðsetningu á smábátahöfn og hreinsistöð í Brákarey.
Byggðarráð tekur jákvætt í tillögurnar og vísar þeim til skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar.
 
14. Samanburður á kjörum kynjanna hjá Borgarbyggð
Framlagðar niðurstöður úr samanburði á kjörum kynjanna hjá Borgarbyggð sem unnin var af félagsmálastjóra fyrir félagsmálanefnd Borgarbyggðar.
Samþykkt var að óska eftir að félagsmálastjóri kynni niðurstöðurnar á fundi byggðarráðs.
 
15. Kaupsamningur
Sveitarstjóri kynnti drög að kaupsamningi vegna Brákarbrautar 2.
 
16. Nýsköpunarsjóður leik- og grunnskóla
Formaður kynnti hugmyndir um stofnun nýsköpunarsjóðs leik- og grunnskóla í Borgarbyggð.
Byggðarráð tók jákvætt í hugmyndirnar og var þeim vísað til fræðslunefndar.
 
17. Landnámssetur
Rætt um starfsemi Landnámsseturs.
Rætt um gerð samnings við Landnám Íslands ehf. um Brákarbraut 15 og tengibyggingu milli húsanna Brákarbraut 13 og 15.
 
18. Menntaskóli Borgarfjarðar
Kynntar hugmyndir að staðsetningu Menntaskóla Borgarfjarðar á lóð við Borgarbraut.
Samþykkt að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs gera tillögur að breyttu deiliskipulagi.
 
19. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
Framlögð samræmd fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2006.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að setja af stað vinnu við endurskoðun áætlunarinnar.
 
20. Syðri-Hraundalur
Rætt um umsókn Einars Pálssonar um sumarbústaðalóð í Syðri-Hraundal sem frestað var á fundi bæjarráðs Borgarbyggðar 01.06. 2006.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Einar um lóðina.
Jafnframt rætt um fyrirspurn Guðmundar Árnasonar um kaup á landskika í Syðri-Hraundal.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að óska eftir frekari upplýsingum um málið.
 
21. Leikskólinn við Ugluklett
Á fundinn mættu Óli Jón Gunnarsson og Andrés Konráðsson frá Loftorku Borgarnesi og Sigurður Guðmundsson frá Sólfelli vegna fyrirhugaðra framkvæmda við leikskóla við Ugluklett.
Framlagt var bréf Sólfells og Loftorku Borgarnesi varðandi bygginguna.
 
22. Bifröst
Á fundinn mætti Halldór Hróar Sigurðsson frá KPMG og kynnti drög að greinargerð sem KPMG er að vinna fyrir Borgarbyggð um fyrirhugaðar framkvæmdir á Bifröst.
 
23. Umsókn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Rætt um umsókn Borgarbyggðar til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sameiningar sveitarfélaga.
 
24. Skipurit
Rætt um tillögu að skipuriti fyrir Borgarbyggð.
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum sínum við starfsmenn um ný störf hjá sveitarfélaginu.
Samþykkt var að auglýsa störf markaðs- og kynningarfulltrúa, afgreiðslufulltrúa, verkefnisstjóra á framkvæmdasviði og umhverfisfulltrúa.
Sveinbjörn benti á að það væri mikilvægt að fara að tillögum sameiningarnefndar um ráðningar starfsmanna.
 
25. Stækkun á lóð Engjaás 1
Framlögð drög að samkomulagi vegna stækkunar á lóð við Engjaás 1.
Framlagt bréf Þorbjörns H. Árnasonar prófasts í Borgarfjarðarprófastsdæmi og sóknarprests á Borg til sveitarstjórnarmanna dags. 19.06.’06 varðandi lóðarstækkun Engjaás 1.
 
26. Bréf Vátryggingafélags Íslands
Framlagt bréf Vátryggingafélags Íslands dags. 26. júní ’06 varðandi tryggingamál Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að fara yfir tryggingamál sveitarfélagsins með það í huga að samræma tryggingar.
 
27. Bréf Umhverfisstofnunar
Framlagt afrit af bréf Umhverfisstofnunar til Ferðaþjónustunnar á Húsafelli dags. 22.06.’06 varðandi breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997 – 2017.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
 
28. Merki sveitarfélagsins
Samþykkt að fela atvinnu- og markaðsnefnd að leggja fram tillögur um hvernig staðið skuli að gerð merkis fyrir sveitarfélagið.
 
29. Heimasíða
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að semja við Nepal ehf. um gerð heimasíðu fyrir Borgarbyggð.
 
30. Önnur mál
a. Fundargerð frá fundi í skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands sem haldinn var 15.06. 2006.
b. Fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21.06. 2006.
 
 
 
Fleira ekki gert.
 
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 12,30.