Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð, fundur nr. 3
Dags : 05.07.2006
Bjarki Þorsteinsson Sveinbjörn Eyjólfsson
Miðvikudaginn 05. júlí 2006 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi R ögnvaldsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Kaup á slökkvibifreið
Framlögð umsögn Bjarna Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra og Sigurðar Páls Harðarsson forstöðumanns framkvæmdasviðs á tilboði Sigurðar Magnússonar ehf. í smíði slökkvibifreiðar.
Á fundinn mætti Bjarni Þorsteinsson slökkviliðsstjóri til viðræðna um tilboðið.
Samþykkt að fela slökkviliðsstjóra að óska eftir fleiri tilboðum í smíði bifreiðar.
2. Bréf Styrktarsjóðs Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands
Framlagt bréf Styrktarsjóðs EBÍ dags. 27.06.’06 varðandi úthlutun styrkja úr sjóðnum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera uppkast að umsókn.
3. Bréf Jóns Þórs Jónassonar
Framlagt bréf Jóns Þórs Jónassonar dags. 28.06.’06 þar sem hann skilar aftur lóðinni að Stekkjarholti 6 sem hann fékk úthlutað fyrir skömmu.
4. Umsókn til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Framlögð umsókn Borgarbyggðar til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sameiningar sveitarfélaga.
5. Bréf Þórhildar Þorsteinsdóttur
Framlagt bréf Þórhildar Þorsteinsdóttur dags. 29.06.´06 varðandi sameiningu afréttarnefnda í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela dreifbýlisfulltrúa að taka saman upplýsingar um málið og bréfinu vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar.
6. Bréf Skorradalshrepps
Framlögð bréf Skorradalshrepps dags. 27.06.’06 varðandi áheyrnarfulltrúa Skorradalshrepps í fræðslunefnd, beiðni um sameiginlega félagsmálanefnd og endurskoðun samnings um þjónustu félagsmálafulltrúans í Borgarbyggð.
Samþykkt var beiðni um áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd og sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara um félagsmálanefnd og þjónustu.
7. Dómur Héraðsdóms Vesturlands um þinglýsta kvöð á Grenja
Framlagður dómur Héraðsdóms Vesturlands frá 15. maí 2006 varðandi kvöð sem Borgarbyggð lét þinglýsa á jörðina Grenja áður en hún var seld Sparisjóði Mýrasýslu.
8. Kaupsamningar
Framlagður kaupsamningur Borgarbyggðar sem kaupanda að Brákarbraut 2 í Borgarnesi og kaupsamningur Borgarbyggðar sem seljanda að íbúð að Kveldúlfsgötu 18.
Samningarnir voru samþykktir með 2 atkv. 1 (SE) sat hjá við afgreiðslu.
9. Úthlutun lóðar
Samþykkt var að úthluta lóðinni að Brákarbraut 2 til S.Ó. húsbygginga.
Sveitarstjóra var falið að gera verklagsreglur um úthlutun lóða.
10. Leikskólinn við Ugluklett
Framlagður samningur við SG-hús um byggingu leikskóla við Ugluklett í Borgarnesi.
Samningurinn var samþykktur með lítilsháttar breytingum.
11. Leikskólinn við Skallagrímsgötu
Framlagt bréf skólastjóra og deildarstjóra leikskólans við Skallagrímsgötu dags. 30.06.’06 varðandi starfsmannamál við skólann.
Samþykkt að heimila ráðningu á leikskólakennara í hlutastarf við skólann til að leikskólastjóra gefist meiri tími til undirbúnings á nýjum leikskóla.
12. Frágangur á lóðamörkum í iðnaðarhverfi
Samþykkt að óska eftir framkvæmdaáætlun um gerð manar á lóðamörkum Loftorku og Borgar og Loftorku og Kárastaða samkvæmt teikningum landslagsarkitekts.
13. Deiliskipulag lóða
Samþykkt var að fela skipulags- og bygginganefnd að meta þörf fyrir deiliskipulag á einstökum lóðum í iðnaðarhverfum.
14. Kosning í nefndir
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar var frestað kjöri í nokkrar nefndir og því vísað til byggðarráðs að kjósa í þær fulltrúa.
Kosið var í eftirtaldar nefndir til fjögurra ára:
Stjórn Snorrastofu
Aðalmenn:
Björn Bjarnason
Sóley Sigurþórsdóttir
Varamenn:
Geir Waage
Guðrún Jónsdóttir
Skólanefnd Laugagerðisskóla
Aðalmenn:
Þóra Kópsdóttir
Áslaug Guðbrandsdóttir
Hulda Þórðardóttir
Varamenn:
Sigurður Helgason
Aðalbjörg Þórólfsdóttir
Kristján Magnússon
Húsnefnd Lindartungu
Aðalmenn:
Sigurður Helgason
Kristján Magnússon
Ólafur Sigvaldason
Varamenn:
Þóra Kópsdóttir
Ásbjörn Pálsson
Guðbjörg Jóhannesdóttir
Stjórn Dvalarheimilis aldraðra
Aðalmenn:
Þór Þorsteinsson
Jón G. Guðbjörnsson
Magnús B. Jónsson
Ingunn Alexandersdóttir
Varamenn:
Finnbogi Rögnvaldsson
Þórir Páll Guðjónsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Helga Halldórsdóttir
Stjórn Safnahúss Borgarfjarðar
Aðalmenn:
Sóley Sigurþórsdóttir
Finnbogi Leifsson
Geir Waage
Varamenn:
Sigríður Björk Jónsdóttir
Bergur Þorgeirsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Fulltrúaráð Tónlistarskóla Borgarfjarðar
Aðalmenn:
Finnbogi Rögnvaldsson
Sigríður Björk Jónsdóttir
Finnbogi Leifsson
Rósa Marinósdóttir
Sveinbjörn Eyjólfsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Torfi Jóhannesson
Ingunn Alexandersdóttir
Varamenn:
Þór Þorsteinsson
Ingibjörg Daníelsdóttir
Bergur Þorgeirsson
Guðbjörg Sigurðardóttir
Jenný Lind Egilsdóttir
Þórvör Embla Guðmundsdóttir
Bernhard Bernhardsson
Kristján Magnússon
Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu
Aðalmenn:
Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Varamenn:
Haukur Júlíusson
Bergur Þorgeirsson
Torfi Jóhannesson
Héraðsnefnd Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu
Aðalmaður:
Björn Bjarki Þorsteinsson
Varamaður:
Sveinbjörn Eyjólfsson
Byggðarráð telur rétt að samstarfsverkefni sveitarfélaganna verði með öðrum hætti en í gegnum héraðsnefndir og að verkefni héraðsnefnda verði falið sveitarstjórnum.
15. Tillaga skipulags- og bygginganefndar um skipan vinnuhópa
Framlögð tillaga skipulags- og bygginganefndar um skipan vinnuhópa um gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið og gerð deiliskipulags á Hvanneyri.
Samþykkt var að tilnefna Torfa Jóhannesson, Björg Gunnarsdóttur og Berg Þorgeirsson í vinnuhóp um gerð deiliskipulags á Hvanneyri. Í hópnum verða einnig fulltrúar Landbúnaðarháskólans og íbúasamtaka á Hvanneyri.
Samþykkt var að tilnefna í vinnuhóp um gerð aðalskipulags á næsta fundi byggðarráðs og að unnin verði drög að erindisbréfi fyrir þann fund.
16. Tillaga fræðslunefndar um skipan vinnuhóps
Á fundi fræðslunefndar 29. júní s.l. var eftirfarandi beint til byggðarráðs.
“Fræðslunefnd leggur til að vegna framkominna hugmynda um uppbyggingu skólamannvirkja á Bifröst skipi byggðarráð vinnuhóp sem verði ætlað að koma með tillögur að framtíðarfyrirkomulagi skólahverfa í sveitarfélaginu.”
Byggðarráð samþykkti tillöguna og var samþykkt að tilnefna Finnboga Rögnvaldsson, Karvel Karvelsson og Sveinbjörn Eyjólfsson í vinnuhóp og Sigríði Björk Jónsdóttur, Björn Bjarka Þorsteinsson og Finnboga Leifsson til vara.
17. Bréf Félagsmálaráðuneytisins
Framlagt bréf Félagsmálaráðuneytisins dags. 29.06.’06 varðandi skipan barnaverndarnefnda.
Samþykkt að óska eftir að félagsmálastjóri mæti á fund byggðarráðs til viðræðna um málið.
18. Bifröst
Á fundinn mætti Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst til viðræðna um uppbyggingu á Bifröst.
19. Styrkvegafé
Framlagt bréf Vegagerðarinnar dags. 29.06.’06 varðandi úthlutun á styrkvegafé á árinu 2006.
Samþykkt að óska eftir tillögum dreifbýlisfulltrúa um ráðstöfun styrksins.
20. Bréf Félagsmálaráðuneytisins
Framlagt bréf Félagsmálaráðuneytisins dags. 25.06.’06 þar sem staðfest er að stjórnsýsluheiti sameinaðs sveitarfélags skuli vera Borgarbyggð
21. Auglýsing um laus störf
Framlögð auglýsing um laus störf hjá Borgarbyggð.
Gerð á henni nokkrar breytingar og skrifstofustjóra falið að auglýsa störfin.
22. Umsókn um lóð
Framlögð umsókn Atlantsolíu um lóð á iðnaðar- og atvinnusvæði.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar.
23. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
Framlagt bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 04.07.’06 með úttekt á gámastöðinni við Sólbakka.
Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að tryggja að umgengni á umræddum stöðum verði komið í viðunandi horf fyrir 04. ágúst n.k.
24. Auglýsingaskilti fyrir Landnámssetur
Framlögð beiðni Landnámsseturs að setja upp auglýsingaskilti við þjóðveg 1 þar sem hann liggur að Borgarnesi.
Samþykkt að heimila uppsetningu skiltanna ef samþykki hlutaðeigandi aðila liggur fyrir.
Samþykkt var að fela umhverfisnefnd að gera reglur um útlit, gerð og staðsetningu skilta í sveitarfélaginu.
25. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
Framlögð fundargerð skipulags- og byggingarnefndar 30. júní 2006.
Á fundinn mætti Baldur Tómasson byggingafulltrúi.
Samþykkt að fresta afgreiðslu á 10. lið, deiliskipulag í Bjargslandi.
Samþykkt að fresta afgreiðslu 21. lið, auglýsingaskilti á Borgarbraut 63 og vísað til umhverfisnefndar.
Að örðu leiti var fundargerðin samþykkt.
Byggðarráð beinir því til skipulags- og byggingarnefndar að það sé sérstaklega bókað í fundargerð ef um er að ræða frávik frá reglugerðum.
26. Greiðslur til dagforeldra
Byggðarráð beinir því til fræðslufulltrúa að endurskoða gjaldskrá um greiðslur til dagforeldra með það að markmiði að greiðsla verði allt að kr. 30.000,- á mánuði með hverju barni.
Jafnframt verði hafinn undirbúningur að námskeiði fyrir verðandi dagforeldra.
27. Umhverfisviðurkenningar
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Lionsklúbbinn Öglu um samstarf um að veita viðurkenningu á snyrtilegustu lóð, lögbýli og fyrirtækjum í sveitarfélaginu.
28. Gangstéttir og göngustígar
Samþykkt var að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að gera kostnaðar- og framkvæmdaáætlun fyrir heildarendurnýjun á gangstéttum í Borgarnesi ásamt því að forgangsraða verkefnum við göngustíga í Borgarnesi og á Hvanneyri.
29. Menntaskóli Borgarfjarðar
Hlutafundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. verður haldinn 11. júlí n.k.
Samþykkt var að Finnbogi Rögnvaldsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt var að tilnefna Magnús Árna Magnússon, Berg Þorgeirsson og Torfa Jóhannesson sem fulltrúa í stjórn skólans.
30. Framlögð mál
a. Fundargerð Fulltrúaráðs Fjölbrautaskóla Vesturlands frá 21. júní 2006.
b. Bréf Nemendagarða Viðskiptaháskólans á Bifröst til Skólanefndar Varmalandsskóla varðandi leigu í
Húsmæðraskólanum á Varmalandi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera leigusamning við Viðskiptaháskólann.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.12,00.