Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

5. fundur 19. júlí 2006 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð, fundur nr. 5 Dags : 19.07.2006
Miðvikudaginn 19. júlí 2006 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
 
Mættir voru:
 
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson
 
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Bréf leikskólastjóra Klettaborgar
Framlagt bréf skólastjóra leikskólans Klettaborgar dags. 04.07.’06 varðandi viðhald í leikskólanum.
Samþykkt var að óska eftir viðhalds- og framkvæmdaáætlun eignasjóðs fyrir árið 2006 og sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
 
2. Beiðni um skráningu lögheimilis í sumarhúsi
Framlögð beiðni um skráningu á lögheimili í sumarhúsi í landi Bjarnastaða í Hvítársíðu.
Byggðarráð samþykkti skráninguna á lögheimilinu en lýsir því jafnframt yfir að umræddir íbúar geta ekki reiknað með þjónustu umfram það sem skipulagslög og samþykktir sveitarfélagsins segja til um, hver þjónustan skuli vera í byggð þeirri er um ræðir. Bent er jafnframt á að heilbrigðisreglugerðir o.fl. reglugerðir geti e.t.v. sett fram strangari kröfur sem kann að þurfa uppfylla þegar frístundahús er skráð lögheimili.
 
3. Bréf Landbúnaðarráðuneytisins
Framlagt bréf Landbúnaðarráðuneytisins dags. 11.07.’06 varðandi beiðni um að endurgera stíflu og virkjun í landi Ytri-Hraundals.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfisnefndar og skipulags- og bygginganefndar.
 
4. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands
Framlagt bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 10.07.’06 varðandi ágóðahlutagreiðslu til aðildarsveitarfélaganna árið 2006.
 
5. Bréf Skipulagsstofnunar
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dags. 07.07.’06 þar sem heimilað er að deildiskipulag leikskólalóðar og einbýlishúsalóða við Ugluklett verði auglýst.
 
6. Styrkur vegna plöntunar á trjám
Framlagt bréf Kvenfélags Hvítársíðu og Kvenfélags Hálsasveitar dags. 02.07.’06 þar sem farið er fram á styrk til að planta trjám í kringum félagsheimilið Brúarás.
Samþykkt að veita félögunum kr. 60.000,- í styrk vegna þessa verkefnis.
 
7. Listi yfir skipulagsfulltrúa
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dags. 30.06.’06 yfir þá sem sótt hafa um og uppfylla skilyrði til að vera á lista Skipulagsstofnunar yfir skipulagsfulltrúa þá sem sinna skipulagsgerð og byggingarfulltrúa.
Byggðarráð óskar eftir upplýsingum frá sveitarstjóra um stöðu starfsmanna.
 
8. Bréf Umhverfisráðuneytisins
Framlagt bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 30.06.’06 ásamt drögum að frumvarpi um skipulags- og byggingarmálefni.
Samþykkt að vísa frumvarpinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar og umhverfisnefndar.
 
9. Lóðamál við Engjaás
Rætt um beiðni um lóðarstækkun við Engjaás og fleira.
 
10. Greiðslur til dagforeldra
Á fundinn mætti Ásthildur Magnúsdóttir og gerði grein fyrir útreikningi á greiðslum til dagforeldra.
Ásthildi var falið að vinna tillögurnar frekar og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
 
11. Leikskólinn Hraunborg
Rætt um húsnæðismál og búnað leikskólans Hraunborgar.
Samþykkt var að gera tilboð í hús til að setja hjá leikskólanum.
 
12. Málefni Bændasamtakanna
Á fundinn mætti Haraldur Benediktsson formaður bændasamtakanna til viðræðna um málefni bænda og starfsemi bændasamtakanna.
 
13. Nýtt byggðarmerki
Lögð fram tillaga atvinnu- og markaðsnefndar hvernig staðið skuli að gerð byggðarmerkis fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti tillögu nefndarinnar og leggur áherslu á að gert verði nýtt byggðarmerki. Atvinnu- og markaðsnefnd var falið að sjá um undirbúning að samkeppni um nýtt byggðarmerki. Formanni byggðarráðs falið að ræða við nefndina um skipan dómnefndar.
 
14. Gatnagerð
Rætt um gatnagerð í sveitarfélaginu.
Samþykkt var að fela forstöðumanni framkvæmdasvið að ganga frá samningum við Jörva hf. um framkvæmdir á Hvanneyri.
 
15. Könnun á kjörum kynjanna
Á fundinn mætti Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri til að kynna könnun á kjörum kynjanna.
 
16. Skipan barnaverndarnefnda
Rætt við félagsmálastjóra um skipan barnaverndarnefnda.
 
17. Vinnuhópur um gerð aðalskipulags
Samþykkt var að tilnefna Sigríði Björk Jónsdóttur, Berg Þorgeirsson og Torfa Jóhannesson í vinnuhóp um gerð aðalskipulags. Varamenn þeirra eru Björg Gunnarsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir og Magnús Guðjónsson.
Sveinbjörn tók fram að hann telur rétt að vegna lýðræðis og staðhátta séu sex menn í þessari nefnd.
 
18. Unglingalandsmót UMFÍ 2008
Framlagt minnisblað frá Ungmennasambandi Borgarfjarðar varðandi umsókn um að halda unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi 2008.
Byggðarráð lýsir áhuga á að Borgarbyggð vinni með Ungmennasambandi Borgarfjarðar að því að halda unglingalandsmót í Borgarbyggð sumarið 2008.
 
19. Samningar um lóðir í Syðri-Hraundal
Framlagðir voru samningar um sölu á eftirtöldum sumarhúsalóðum í Syðri-Hraundal:
Hraunteigur 7 til Hjördísar Árnadóttur
Hraunteigur 8 til Einars Pálssonar og Lindu Friðriksdóttur
Hraunteigur 11 til Sigríðar Axelsdóttur
Hraunteigur 24 til Guðmundar Árnasonar og Sólveigar B Björnsdóttur
 
Samningar voru samþykktir með 2 atkv. 1 (SE) sat hjá.
Samþykkt var að skoða markaðsverð á sumarhúsalóðum áður en fleiri lóðir verða seldar.
 
20. Fundargerð skipulags- og bygginganefndar
Framlögð fundargerð skipulags- og bygginganefndar 11. júlí 2006.
Byggðarráð samþykkti fundargerðina.
Samþykkt að óska eftir að fulltrúi VA-arkitekta komi á fund byggðarráðs til að fara yfir þau mál sem þar eru í vinnslu.
 
21. Bréf Skipulagsstofnunar
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dags. 11.07.’06 varðandi framlag skipulagssjóðs vegna aðalskipulags fyrir Borgarfjarðarsveit.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfritara og jafnframt var honum falið að ganga frá greiðslum við arkitektastofu Guðrúnar Jónsdóttur vegna vinnu við aðalskipulag.
 
22. Bréf Vegagerðarinnar
Framlagt bréf Vegagerðarinnar dags. 29.06.’06 þar sem tilkynnt er að umsókn um styrkvegafé í tvo vegi í Borgarfirði hafi verið hafnað.
Samþykkt var að fela dreifbýlisfulltrúa að leggja fram yfirlit um styrkvegi í Borgarbyggð og sveitarstjóra falið að óska eftir reglum Vegagerðarinnar um úthlutun styrkvegafjár.
 
23. Sameining afréttarnefnda
Framlagt bréf dreifbýlisfulltrúa dags. 14.07.’06 varðandi sameiningar afréttarnefnda.
Vísað til landbúnaðarnefndar.
 
24. Skipting styrkvegafjár
Framlögð tillaga dreifbýlisfulltrúa að skiptingu styrkvegafjár árið 2006.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
 
25. Bréf Erlu Valdimarsdóttur
Framlagt bréf Erlu Valdimarsdóttur dags. 17.07.’06 þar sem hún fer fram á heimild til að selja íbúð sína í Ánahlíð á frjálsum markaði.
Byggðarráð samþykkti að falla frá kaupskyldu.
 
26. Stofnskjal
Framlagt bréf eigenda Hjarðarholts dags. 17.07.’06 þar sem farið er fram á að gert verði stofnskjal um lóð fyrir frístundahús.
Byggðarráð samþykkti erindið.
 
27. Afmörkun lóðar.
Framlagt bréf eigenda Hjarðarholts dags. 17.07.’06 þar sem farið er fram á afmörkun lóðar undir íbúðarhús í Hjarðarholti.
Byggðarráð samþykkti erindið.
 
28. Framlögð mál
a. Fundargerð stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. dags. 26.06.’06.
b. Fundargerð hluthafafundar Menntaskóla Borgarfjarðar dags. 11.07.’06.
 
 
Fleira ekki gert.
 
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
 
 
Fundi slitið kl.11,30.