Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

6. fundur 02. ágúst 2006 kl. 10:29 - 10:29 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 6 Dags : 02.08.2006
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafssonsem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Samkomulag um niðurfellingu svæðisbygginganefndar
Framlagt samkomulag um niðurfellingu svæðisbyggingarnefndar fyrir Borgarfjarðarsýslu og Hvítársíðuhrepp.
2. Umsókn um styrk vegna ráðstefnuhalds
Framlagt bréf Nafnafræðifélagsins dagsett 18.07. 2006 þar sem óskað er eftir styrk vegna 14. norrænu nafnaráðstefnunnar sem fram fer í Borgarnesi, 11. til 14. ágúst n.k.
Byggðarráð telur ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.
3. Umsókn um styrk
Framlagt bréf íbúasamtaka á Hvanneyri þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi þeirra.
Afgreiðslu frestað en samþykkt að bjóða fulltrúum samtakanna á fund byggðarráðs.
4. Bréf frá Málfríði Kristjánsdóttur
Framlagt bréf dagsett 21.07. 2006 frá Málfríði Kristjánsdóttur vegna gamla skólahússins í Dalsmynni.
Samþykkt að óska eftir umsögn menningarnefndar um erindið.
5. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu
Framlagt bréf félagsmálaráðuneytisins dagsett 12.07. 2006 vegna umsóknar Borgarbyggðar um fjárhagslega aðstoð til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar stuðning ráðuneytisins og sveitarstjóra falið að taka saman greinargerð um ráðstöfun fjárins.
6. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu
Framlagt bréf félagsmálaráðuneytisins dagsett 18.07. 2006 þar sem spurst er fyrir um málefni innflytjenda í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóra var falið að svara erindinu en vísað til fræðslunefndar, menningarnefndar og félagsmálanefndar að móta stefnu í málefnum innflytjenda.
7. Áfangskýrsla vegna skipulags lóðar Loftorku
Framlögð áfangaskýrsla Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts hjá Landslagi ehf. vegna skipulags á lóð Loftorku við Engjaás í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir fundi með hagsmunaaðilum.
8. Samantekt félagsmálastjóra
Framlögð samantekt félagsmálastjóra um launamun kynjanna hjá öðrum sveitarfélögum hérlendis.
 
9. Minnisblað um sérfræðiþjónustu
Framlagt minnisblað félagsmálastjóra um þörf fyrir sérfræðiþjónustu við grunn- og leikskóla í sameinuðu sveitarfélagi.
Samþykkt að vísa erindinu til fræðslunefndar og henni falið að endurskoða sérfræðiþjónustu sveitarfélagsins við grunn- og leikskóla.
10. Fyrirspurn frá Búmönnum
Framlögð fyrirspurn frá Búmönnum um byggingarsvæði í Borgarnesi.
Málið er til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarnefnd.
11. Skipulag Brákareyjar
Sveitarstjóra var falið að kynna hugmyndir að breyttu skipulagi í Brákarey.
12. Íþróttahúsið á Kleppjárnsreykjum
Framlagðar fyrirspurnir frá Guðjóni Guðmundssyni f.h. UMFR og Evu K.Þórðardóttur um afnot af íþróttahúsinu á Kleppjárnsreykjum.
Samþykkt að fela tómstundanefnd að fara yfir notkun íþróttahúsa í sveitarfélaginu.
13. Bréf frá Ingimundi Grétarssyni
Framlagt bréf dagsett 09.07. 2006 frá Ingimundi Grétarssyni vegna lóðarleigusamnings fyrir Brákarbraut 11 í Borgarnesi.
Samþykkt var að fela byggingafulltrúa að fara yfir athugasemdir sem fram koma í bréfinu.
14. Nýtt byggðarmerki
Rætt um skipan dómnefndar vegna samkeppni um nýtt byggðarmerki fyrir Borgarbyggð.
15. Bréf frá Landsambandi sumarhúsaeigenda
Framlagt bréf frá Landsambandi sumarhúsaeigenda dags. 02.07.’06 vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Grímsstaða í Borgarbyggð.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
16. Erindi frá Menntaskóla Borgarfjarðar
Framlagt erindi frá Torfa Jóhannessyni form. stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir aðstoð frá Borgarbyggð vegna ýmissa mála.
Samþykkt að Borgarbyggð sjái um launavinnslu vegna starfsmanns Menntaskólans.
17. Öldrunarþjónusta og þjónusta heilsugæslu við grunn- og leikskóla
Framlagt minnisblað frá Finnboga Rögnvaldssyni vegna fundar með framkvæmdastjóra heilsugæslustöðvar og skólahjúkrunarfræðingi.
Samþykkt að fela félagsmálanefnd að móta stefnu sveitarfélagsins í málefnum aldraðra í samvinnu við Heilsugæslustöðina og Dvalarheimili aldraðra.
18. Starfsmannamál
Rætt um umsóknir sem borist hafa um laus störf hjá Borgarbyggð.
Um starf markaðs- og menningarfulltrúa bárust 8 umsóknir.
Um starf umsjónarmanns eigna og framkvæmda bárust 8 umsóknir.
Um starf umhverfisfulltrúa bárust 5 umsóknir.
Um starf skólastjóra grunnskólans á Varmalandi bárust 6 umsóknir.
Um starf afgreiðslufulltrúa bárust 5 umsóknir.
Samþykkt var tillaga sveitarstjóra að bjóða ákveðnum umsækjendum í viðtöl.
Sveinbjörn tók fram að hann óskaði eftir að allir umsækjendur væru boðaðir í viðtöl sem uppfylltu skilyrði sem til starfsins eru gerð.
19. Deiliskiplagshópur á Hvanneyri
Framlögð fundargerð deiliskipulagshóps Hvanneyrar dags. 27.07.’06.
Samþykkt var að vísa til fræðslunefndar tillögu um staðsetningu leikskóla.
Samþykkt var að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að hefja undirbúning að hönnun sparkvallar.
Framlögð tillaga fræðslufulltrúa að reglum um niðurgreiðslu daggjalda vegna vistunar á einkaheimilum.
Tillagan var samþykkt og kostnaðarauka vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Fræðslufulltrúa var falið að kynna reglurnar.
21. Kaupsamningur um hús
Framlagður kaupsamningur við Ísfell ehf. um hús sem sett verður sem stækkun við leikskólann Hraunborg.
Byggðarráð samþykkti kaupsamninginn.
22. Bréf Sigurður Bergþórssonar
Framlagt bréf Sigurðar Bergþórssonar Höfða dags. 01.08.’06 varðandi álagningu fjallskila í Þverárréttarupprekstri.
Vísað til landbúnaðarnefndar og afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar.
23. Kæra vegna fasteignagjalda
Framlögð kæra Sturlu Friðrikssonar vegna álagningar fasteignaskatts á óbyggðar sumarhúsalóðir í landi Einifells.
Byggðarráð hafnaði erindinu með vísan til afgreiðslu bæjarráðs Borgarbyggðar á samsvarandi erindi fyrr á árinu.
24. Sala á sumarhúsalóð
Framlagður kaupsamningur og afsal á sumarhúsalóðinni Hraunteigur 18 til Herberts Ármannssonar og Halldóru Ármannsdóttur.
Byggðarráð samþykkti samninginn með 2 atkv. 1 (SE) sat hjá.
25. Framlag til Snorrastofu
Á undanförnum árum hefur Héraðsnefnd Mýrasýslu veitt framlag til Snorrastofu en ekki var gerð fjárhagsáætlun fyrir Héraðsnefndina á árinu 2006.
Samþykkt að greiða Snorrastofu kr. 900.000,- í framlag á árinu 2006. Kostnaðarauka var vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
26. Bréf Sumarbúðanna Ævintýraland
Framlagt bréf Sumarbúðanna Ævintýraland dags. 26.07.’06 varðandi sumarleigu að Varmalandi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfritara.
27. Bréf Skipulagsstofnunar
Framlagt bréf Skipulagsstofnunar dags. 25.07.’06 varðandi kostnaðarþátttöku í gerð aðalskipulags fyrir Bifröst.
28. Samkomulag við Jörva
Framlagt var samkomulag við Jörva ehf. um lokafrágang á gatna- og göngustígagerð á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið.
Jafnframt var sveitarstjóra falið að ræða við verktaka sem eru með verk hjá sveitarfélaginu varðandi verklok.
29. Bréf Guðlaugs Óskarssonar
Framlagt bréf Guðlaugs Óskarssonar dags. 01.08.’06 varðandi tölvukaup í Grunnskóla Borgarfjarðarsveitar.
Byggðarráð samþykkti erindið.
30. Bréf Inga Tryggvasonar
Framlagt svar Inga Tryggvasonar hdl. varðandi umráðarétt á landi í Hamarslandi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með málsaðilum.
31. Bréf Safnahúss Borgarfjarðar
Framlögð bréf Safnahúss Borgarfjarðar dags. 27.07.’06 og 01.08.’06 varðandi stuðning við sýningu sem haldin verður í tilefni þess að nú eru 70 ár liðin frá standi skipsins Pourqui Pas í Straumfirði.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við forstöðumann Safnahúss Borgarfjarðar um erindið.
32. Merking á Skallagrímsgarði
Samþykkt var að fela umhverfisnefnd að leggja fram tillögu um merkingar á Skallagrímsgarði.
33. Umferðarmál
Rætt um hraðahindranir og gatnaþrengingar og önnur mál til að draga úr umferðarhraða í þéttbýli.
Samþykkt að óska eftir tillögum skipulags- og byggingarnefndar um málið.
34. Jarðvinna við nýjan leikskóla
Samþykkt var að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að bjóða út jarðvinnu í tvennu lagi við nýjan leikskóla við Ugluklett í Borgarnesi.
35. Bréf Hjalta Viðarssonar
Framlagt bréf Hjalta Viðarssonar dags. 01.08.’06 þar sem hann skilar lóðinni að Uglukletti 4 sem hann fékk úthlutað í vor.
36. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu 09.07 2006
b. Fundargerð frá vinnufundi vegna byggingu leikskóla í Bjargslandi í Borgarnesi.
c. Fundargerð stjórnar Safnahúss Borgarfjarðar dags. 31.07.’06.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir að byggðasamlag um Safnahús Borgarfjarðar verði lagt niður og var sveitarstjóra falið að kynna það fyrir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar.
Sveitarstjóri vék af fundi áður en fundargerðin var upplesin.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl.11,15.