Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

8. fundur 23. ágúst 2006 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 8 Dags : 23.08.2006
Miðvikudaginn 23. ágúst 2006 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
 
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
 
1. Fundarboð á aðalfund SSV
Framlagt fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer í Grundarfirði 15.09 2006.
2. Fyrirspurn frá Vegagerðinni
Framlagt tölvubréf frá Vegagerðinni vegna breytinga á áður samþykktri tillögu að skiptingu kostnaðar við nýbyggingu og viðhald safnvega í Mýrasýslu.
Byggðarráð samþykkir tillögu Vegagerðarinnar um að 1.500.000.- fari í Skíðsholtaveg af fé sem ekki verður nýtt til fyrirhugaðra verkefna.
3. Engjaás 1
Framlögð endurskoðuð drög að samkomulagi um lóðarstækkun og frágang á lóðarmörkum við Engjaás 1 í Borgarnesi. Jafnframt er framlagt bréf Loftorku ehf. vegna þessa máls.
Sveitarstjóra falið ljúka gerð samningsins. Forstöðumani framkvæmdasviðs falið að kostnaðarmeta framkvæmdir við frágang fráveitu, mön og breytingar á reiðvegi við Engjaás 2-8.
4. Yfirlit yfir númer og heiti sveitarfélaga
Framlagt bréf dagsett 11.08. 2006 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem kynnt eru sveitarfélaga númer og staðfest nöfn sveitarfélaga.
5. Ráðning í starf markaðs- og menningarfulltrúa
Rætt um ráðningu í starf markaðs- og menningarfulltrúa fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti með tveimur atkvæðum að ráða ekki í starf markaðs- og menningarfulltrúa að svo stöddu og sveitarstjóra falið að kynna ákvörðunina fyrir umsækjendum. SE sat hjá við atkvæðagreiðsluna og bókar eftirfarandi; Staða málsins sýnir glöggt að menn verða að vanda sig betur þegar kemur skipulagi og starfsmannamálum.
6. Skipurit
Rætt um vinnu við skipurit og starfslýsingar fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð beinir því til fagnefnda að ljúka vinnu við erindisbréf.
7. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál
8. Minnisblað
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna túlkunar á 42 gr. laga nr. 6/1986 um fjallskil.
9. Samstarf við nágrannasveitarfélög
Rætt um samstarf við nágrannasveitarfélög.
Sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að úrsögn sveitarfélagsins úr þeim byggðasamlögum og héraðsnefndum sem sveitarfélagið er þátttakandi í, að undanskildu byggðasamlagi um rekstur Laugargerðisskóla.
Jafnframt er sveitarstjóra falið að óska eftir því við Dómsmálaráðuneytið að Kolbeinsstaðahreppur fari undir umdæmi Sýslumannsins í Borgarnesi.
10. Málefni slökkviliða
Á fundinn mættu Bjarni Þorsteinsson, Pétur Jónsson og Haukur Valsson til viðræðna um sameiningu slökkviliða og kaup á nýjum slökkvibíl.
Sveitarstjóra falið að hefja vinnu við sameiningu slökkviliða í samráði við slökkviliðsstjóra.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Ólafs Gíslasonar ehf. í kaup á slökkvibíl.
11. Menntaskóli Borgarfjarðar
Á fundinn mættu fulltrúar úr stjórn Menntaskóla Borgarfjarðar til viðræðna um rekstur skólans.
Byggðarráð samþykkti að heimila Menntaskóla Borgarfjarðar að taka prufuholur á lóð skólans við Borgarbraut 54-56.
12. Skipulagsmál
Á fundinn mætti Richard Briem frá VA-arkitektum til viðræðna um skipulagsverkefni sem hann vinnur að fyrir Borgarbyggð.
Jafnframt voru framlögð svarbréf forstöðumanns framkvæmdasviðs vegna bréfa Umhverfisstofnunar og Skógræktar ríkisins varðandi deiliskipulag í Víðinesi í landi Hreðavatns í Borgarbyggð. Byggðarráð samþykkti bréf forstöðumanns framkvæmdasviðs dagsett 17.08 2006 til ofangreindra aðila.
Þá var framlagt bréf Skipulagsstofnunar dagsett 18.08 2006 varðandi aðalskipulagstillögu fyrir Borgarfjarðarsveit. Erindinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar.
13. Erindi frá Varmalandsskóla
Framlagt erindi frá Varmalandsskóla dagsett 22.08 2006 varðandi tölvumál. Samþykkt að veita skólanum aukafjárveitingu að upphæð kr. 400.000.- til tölvukaupa. Jafnframt er erindinu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
14. Erindi frá Hilmari Sigurðssyni og Þóru Þorgeirsdóttur Langárfossi
Framlagt erindi frá Hilmari Sigurssyni og Þóru Þorgeirsdóttur Langaárfossi dagsett 22.08 2006.
Byggðarráð samþykkti að fela sveitarstjóra að óska frekari upplýsinga hjá Landbúnaðarráðuneytinu og vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
Samþykkt .
 
Fundi slitið kl.12.20