Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 11
Dags : 20.09.2006
Bjarki Þorsteinsson Sveinbjörn Eyjólfsson Sveitarstjóri Páll S. Brynjarsson
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi R ögnvaldsson
Skrifstofustjóri Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá menningarnefnd Borgarbyggðar
Framlagt erindi dagsett 6. september s.l. frá menningarnefnd Borgarbyggðar þar sem óskað er eftir auknu framlagi sveitarfélagsins til Húsafriðunarsjóðs Borgarbyggðar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
2. Erindi frá Vímulausri æsku
Framlagt erindi dagsett 6. september s.l. frá samtökunum Vímulausri æsku þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til reksturs samtakanna.
Samþykkt að styrkja samtökin um kr. 25.000,-
3. Yfirlýsing um forkaupsrétt
Framlögð drög að yfirlýsingu um forkaupsrétt Borgarbyggðar á fasteigninni að Borgarbraut 9 - 13.
Byggðarráð samþykkti yfirlýsinguna
4. Erindi frá Skorradalshreppi
Framlagt erindi dagsett 14. september s.l.. frá Skorradalshreppi vegna breytinga á svæðisskipulagi fyrir Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við breytinguna.
5. Bréf frá Menningarráði Vesturlands
Framlagt bréf dagsett 13. september s.l. frá Menningarráði Vesturlands þar sem fjallað er um starfsemi ráðsins og vakin athygli á skuldbindingum sveitarfélaga varðandi rekstur þess. Jafnframt eru framlagðar fundargerðir Menningarráðs.
Vísað til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.
6. Umsögn félagsmálanefndar um samstarf um barnaverndarmál
Framlögð umsögn félagsmálanefndar vegna fyrirspurnar Dalabyggðar um áframhaldandi samstarf um barnaverndarmál.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa annarra sveitarfélaga um málið.
7. Tillaga félagsmálanefndar um stefnu í málefnum aldraðra
Framlögð tillaga og greinargerð félagsmálanefndar um stefnu í málefnum aldraðra í Borgarbyggð.
Byggðarráð þakkar félagsmálanefnd fyrir tillöguna.
Samþykkt var að kynna tillöguna fyrir Dvalarheimili aldraðra og Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi. Einnig var samþykkt að óska eftir umsögn um tillöguna frá Félögum aldraðra í héraðinu.
Félagsmálanefnd var falið að kostnaðarmeta tillöguna.
8. Reglur um fjárhagsaðstoð, sérstakar húsaleigubætur og reglur um liðveislu
Framlagðar reglur um fjárhagsaðstoð, sérstakar húsaleigubætur og reglur um liðveislu sem samþykktar voru á fundi félagsmálanefndar 13. september s.l.
Byggðarráð samþykkti reglurnar.
9. Ályktun frá SSV
Framlögð ályktun frá fundi stjórnar samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fór 30. ágúst s.l. um frumvarp um breytingu á skipulags- og byggingarlögum.
Byggðarráð Borgarbyggðar mótmælir harðlega öllum áformum um að flytja skipulagsvald frá sveitarfélögum til embættismanna í Reykjavík. Byggðaráð tekur því undir ályktunin SSV enda algjört grundvallaratriði í stjórnsýslu hvers sveitarfélags að fara með skipulagsmál þess.
10. Erindi frá afréttarnefnd Hraunhrepps
Lögð fram fundargerð afréttarnefndar Hraunhrepps frá 02. september.
Sveitarstjóra falið að koma athugasemdum sem fram koma í fundargerðinni til þeirra sem málið varðar.
Sveitarstjóra var falið að gera erindisbréf fyrir afréttar- og fjallskilanefndir Borgarbyggðar.
11. Erindi frá Hauki Þ. Haukssyni
Framlagt bréf dagsett 5. september s.l. frá Hauki Þ. Haukssyni þar sem hann óskar umsagnar sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna stofnunar lögbýlis á landi sínu Fornastekk í Stafholtstungum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að stofnað verði lögbýli á Fornastekk.
12. Erindi frá Skipulags- og byggingarnefnd
Framlagt erindi frá skipulags- og byggingarnefnd vegna umsóknar um að fá að breyta sumarhúsi í íbúðarhús.
Þar sem ekki er um skipulagt sumarhúsasvæði að ræða gerir byggðarráð ekki athuga-semdir við að húsinu verði breytt í íbúðarhús, ef það stenst kröfur byggingareglugerðar.
13. Erindi frá ábúendum í Örnólfsdal og Háafelli
Framlagt bréf dagsett 11.09. 2006 frá ábúendum í Örnólfsdal og Háafelli vegna sölu og flutninga á líffé á milli bæjanna.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við flutninginn ef Landbúnaðarstofnun leyfir að hann fari fram.
14. Erindi frá Guðnýju S. Gunnarsdóttur
Framlagt bréf dagsett 7. september s.l. frá Guðnýju S. Gunnarsdóttur Gunnlaugsgötu 14 vegna gatnagerðargjalda.
Afgreiðslu frestað og skrifstofustjóra falið að athuga erindið nánar.
15. Erindi frá Pétri Geirssyni
Framlagt erindi frá Pétri Geirssyni vegna lóða við Suðurnes í Borgarnesi.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu þar sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er um útivistarsvæði að ræða.
16. Erindi frá Pétri Geirssyni
Framlagt erindi frá Pétri Geirssyni þar sem óskað er eftir að taka á leigu hluta frystihússins í Brákarey.
Ekki er hægt að verða við erindinu að þessu sinni.
17. Reglur um úthlutun lóða
Framlögð drög að reglum um úthlutun lóða í Borgarbyggð.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að gera breytingar á reglunum og senda þær til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar
18. Menningarfulltrúi
Framlögð tillaga sveitarstjóra að ráða Guðrúnu Jónsdóttur í 50% starf menningarfulltrúa í Borgarbyggð til eins árs. Jafnframt var lögð fram starfslýsing.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
19. Markaðs- og kynningarmál
Framlögð fundargerð atvinnu- og markaðsnefndar frá 14. september s.l. Í fundargerðinni er lagt til að ráðinn verði starfsmaður í tímabundin verkefni til að sinna markaðs- og kynningarmálum.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
20. Gatnaframkvæmdir í Borgarnesi
Framlagt kostnaðarmat forstöðumanns framkvæmdasviðs vegna malbikunar í Stöðulsholti, nýtt kostnaðarmat vegna framkvæmda við Bjargsafleggjara og klæðningar á Sólbakka.
Samþykkt að bjóða út slitlagsframkvæmdir á götu í Stöðulsholti og Arnarkletti að Bjargsafleggjara. Samþykkt var að ganga til samninga við Borgarverk um slitlagsframkvæmdir á Sólbakka á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
Sveitarstjóra var falið að kynna hlutaðeigandi áform um slitlagsframkvæmdir á Bjargsafleggjara og það verk boðið út ef engar athugasemdir verða við það.
21. Verksamningur við S.G. Hús h.f.
Framlagður verksamningur við S.G. Hús h.f. vegna leikskólans við Ugluklett.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
22. Efling stjórnsýslu
Rætt um vinnu við endurbætur og eflingu á stjórnsýslu sveitarfélagsins vegna sameiningar.
Samþykkt að tilnefna á næsta fundi byggðarráðs fimm manna vinnuhóp til að vinna að verkefninu.
23. Lóðastækkun Engjaás 1
Framlagt samkomulag við Loftorku ehf. um lóðarstækkun að Engjaási 1
Byggðarráð samþykkti samninginn.
24. Heyholt
Framlagt minnisblað dreifbýlisfulltrúa varðandi staðsetningu girðinga í landi Heyholts.
25. Bréf Landbúnaðarháskólans
Framlagt bréf Landbúnaðarháskólans varðandi Landbúnaðarsafn Íslands.
Samþykkt að tilnefna Sveinbjörn Eyjólfsson sem fulltrúa Borgarbyggðar í undirbúningshóp og Finnboga Rögnvaldsson til vara.
26. Deiliskipulag vegna menntaskóla
Framlagðar athugasemdir vegna deiliskipulags við lóð fyrirhugaðs menntaskóla á gamla íþróttavellinum í Borgarnesi.
Framlögð voru drög að svörum við athugasemdirnar.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við svörin og var forstöðumanni framkvæmdasviðs falið að senda þau.
27. Bréf Capacent
Framlagt bréf Capacent dags. 19.09.06 með tillögum að vinnu við stefnumótun í kjölfar sameiningar sveitarfélaga.
28. Húsaleigusamningur um Húsmæðraskólann
Framlagður var húsaleigusamningur við Nemendagarða Viðskiptaháskólans á Bifröst um hluta Húsmæðraskólans á Varmalandi.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
29. Lóðaleigusamningur Selás 7
Framlagt bréf lóðarhafa hesthúslóðar að Selási 7 varðandi gerð lóðaleigusamnings.
Byggingafulltrúa var falið að gera lóðaleigusamning.
30. Tónlistarnám
Formaður byggðarráðs sagði frá fundi sínum og sveitarstjóra með fulltrúa menntasviðs Reykjavíkurborgar um kostnaðarskiptingu við tónlistarnám nemenda úr öðrum sveitarfélögum.
Einnig greindi hann frá viðræðum um greiðslur vegna leikskólabarna með lögheimili utan sveitarfélaga.
Samþykkt var með 2 atkv. (FR, BBÞ) að fela fræðslufulltrúa að semja reglur fyrir Borgarbyggð um greiðslu kostnaðar nemenda úr Borgarbyggð við tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.
Sveinbjörn lagði áherslu á að skoðuð verði framtíðarþróun Tónlistarskóla Borgarfjarðar og að málaflokkurinn verði skoðaður í heild sinni.
31. Fjárhagsáætlun 2007
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram tekjuáætlun fyrir árið 2007.
Byggðarráð samþykkti tillöguna og var sveitarstjóra falið að leggja fram skiptingu á milli málaflokka á næsta fundi byggðarráðs.
32. Fundur með fjárlaganefnd Alþingis
Rætt um fyrirhugaðan fund byggðarráðs með fjárlaganefnd Alþingis.
33. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í húsnefnd félagsheimilisins Brúnar.
Sveitarstjóra var falið að finna lausn á sorpmálum félagsheimilisins.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,45.