Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

12. fundur 27. september 2006 kl. 08:34 - 08:34 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 12 Dags : 27.09.2006
Mættir voru:
Aðalfulltrúar:Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri Páll S. Brynjarsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Ályktanir frá aðalfundi SSV
Framlagðar ályktanir frá aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fór í Grundarfirði 15. september s.l.
 
2. Bréf frá Vegagerðinni
Framlagt bréf frá Vegagerðinni móttekið 22.09 2006 vegna fyrirspurnar Borgarbyggðar um tengingu frá Vallarási inn á þjóðveg 1.
Framkvæmdasviði falið að vinna áfram að málinu
3. Bréf frá Stéttarfélagi Vesturlands
Framlagt bréf frá Stéttarfélagi Vesturlands dagsett 18.09 2006 vegna ráðningarsamninga við starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðarsveitar sem starfa samkvæmt kjarasamningi Stafsgreinasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga.
Skólastjóra í samráði við fræðslustjóra falið að gera tillögu að breyttu ráðningarfyrirkomulagi starfsfólks við skólann.
4. Endurskoðuð úthlutun úr Styrkvegasjóði
Framlagt bréf Vegagerðarinnar móttekið 19.09 2006 vegna endurskoðunar á úthlutun úr styrkvegasjóði.
Dreifbýlisfulltrúa falið að semja við verktaka um vegagerð við veg frá Augastöðum að Húsafelli.
5. Bréf frá Skipulagsstofnun
Framlagt bréf dagsett 18. september s.l. frá Skipulagsstofnun vegna tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar.
6. Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Framlagt minnisblað frá skólastjóra Tónlistarskóla Borgarfjarðar um starfsemi skólans vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
Samþykkt að bjóða skólastjóra á fund byggðarráðs
7. Reglur um stuðningi við tónlistarnemendur
Framlögð drög að reglum um stuðning við nemendur úr Borgarbyggð sem sækja tónlistarnám út fyrir sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkti reglurnar með tveimur atkvæðum. SE greiddi atkvæði gegn tillögunni og bókaði eftirfarandi; Tónlistanám er eitt af valkvæðum verkefnum sveitarfélaga. Íbúar Borgarfjarðar hafa sótt nám við Tónlistaskóla Borgarfjarðar í áratugi og alla jafna mikil ánægja með starfsemi skólans. Undanfarin ár hefur ekki verið hægt að anna eftirspurn eftir námi við skólann og hluti nemenda hans einungis fengið heimild til að stunda hálft nám. Fyrir liggur ósk frá stjórnendum skólans um fjárveitingar til að sinna þessari eftirspurn. Undirritaður getur ekki stutt að fjármagn málaflokksins sé notað í öðrum sveitarfélögum meðan Tónlistaskóli Borgarfjarðar líður fyrir fjárskort og vill að fyrst verði mótuð stefna um framtíð Tónlistaskóla Borgarfjarðar áður en ákvörðun verður tekin um niðurgreiðslu námskostnaðar utan Borgarbyggðar”.
8. Fjárhagsáætlun 2007
Framlögð tillaga að skiptingu tekna á málaflokka.
9. Sameining slökkviliða
Rætt um vinnu við sameiningu slökkviliða í Borgarbyggð.
Samþykkt að skipa vinnuhóp til að vinna að sameiningu slökkviliða og sveitarstjóra falið að gera drög að erindisbréfi fyrir hópinn.
10. Erindi frá Umhverfisnefnd
Framlagt erindi frá umhverfisnefnd þar óskað er eftir fjárveitingu vegna ferðar umhverfisfulltrúa á ráðstefnu um staðardagskrá 21.
Samþykkt að verða við erindinu og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
11. Erindi frá félagsmálastjóra
Framlagt erindi frá félagsmálastjóra þar sem óskað er eftir að starfshlutfall sérkennsluráðgjafa verði hækkað úr 50% í 75% m.a. vegna óskar Varmalandsskóla um aðgengi að þjónustunni.
Samþykkt að verða við erindinu og vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
12. Fundargerð frá vinnuhópi um umferðarmál
Framlögð fundargerð frá fundi í vinnuhópi um umferðarmál í þéttbýli sem fram fór 26. september s.l.
Samþykkt að kaupa tæki til hraðmælinga í samráði við Vegagerðina og Sýslumanninn í Borgarnesi. Greitt með ágóða af eignarhluta sveitarfélagsins í EBÍ.
13. Samgöngumál
Rætt þátttöku fyrirtækja í kostun samgöngumannvirkja.
Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
14. Framlögð mál
a. Kynningarfundar um umhverfismat áætlana – ný lög nr. 105/2006
b. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um niðurstöðu gerðardóms.
c. Fundarboð á fund Hlunnindafélags Borgarfjarðarsýslu.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
Samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl.11.10 .