Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

13. fundur 04. október 2006 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 13 Dags : 04.10.2006
Mættir voru:
Aðalfulltrúar:Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri:Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Tilboð í byggingu leikskóla
Framlagt yfirlit yfir tilboð sem bárust í byggingu leikskóla við Ugluklett í Borgarnesi.
Tilboð bárust frá eftirtöldum:
Byggingarfélaginu Nýverk kr. 50.496.666
Sólfelli ehf. " 53.359.213
Samþykkt með tveimur atkvæðum að semja við lægstbjóðanda.
Bjarki tók ekki þátt í afgreiðslu vegna tengsla við tilboðsaðila.
 
2. Bréf frá félagsmálráðuneytinu
Framlagt bréf frá félagsmálaráðuneytinu dagsett 25.09. 2006 vegna skipunar barnaverndarnefndar.
Sveitarstjóra var falið að tilkynna Félagsmálaráðuneytinu að félagsmálanefnd hafi verið falin verkefni barnaverndarnefndar í Borgarbyggð.
3. Bréf frá Hvalfjarðarsveit
Framlagt bréf frá Hvalfjarðarsveit dagsett 25.09. 2006 vegna almenningssamgangna.
Byggðarráð lýsti yfir áhuga að taka þátt í viðræðum með Hvalfjarðarsveit við aðra aðila um almenningssamgöngur.
4. Styrkbeiðni frá tónlistarskólakennurum
Framlagt bréf dagsett 26.09. 2006 frá Jónínu E. Arnardóttir f.h. kennara við Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir styrk vegna námsferðar kennara.
Samþykkt að vísa erindinu til skólastjóra Tónlistarskólans.
5. Bréf frá Sorpurðun Vesturlands
Framlagt bréf dagsett 26. september s.l. frá Sorpurðun Vesturlands þar sem tilkynnt er um hækkun urðunargjalda.
6. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Framlagt bréf dagsett 22.09. 2006 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna úthlutunar á aukaframlagi fyrir árið 2006.
7. Reglur um stuðning við tónlistarnemendur
Rætt um reglur um stuðning við tónlistarskólanemdur.
Framlögð var tillaga að gjaldskrá Borgarbyggðar um niðurgreiðslur námskostnaðar vegna tónlistarnáms utan Borgarbyggðar.
Tillagan var samþykkt með 2 atkv. Sveinbjörn sat hjá við afgreiðslu og lagði fram svohljóðandi bókun:
"Undirritaður lýsir enn og aftur yfir vonbrigðum með að málefni tónlistarnáms skuli ekki afgreidd heilstætt og málaflokknum mörkuð stefna til framtíðar."
8. Áhaldahússvinna ofl.
Framlagt minnisblað forstöðumanns framkvæmdasviðs vegna áhaldshúsvinnu, garðsláttar og snjómoksturs.
9. Sameining slökkviliða
Framlögð tillaga að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna sameiningar slökkviliða í Borgarbyggð.
Samþykkt var að skipa Kristján Inga Pétursson, Bergþór Kristleifsson, Sigurð Helgason, Sigurð Pál Harðarson og Eirík Ólafsson í vinnuhópinn.
10. Endurbætur á stjórnsýslu Borgarbyggðar
Rætt um tilnefningar í nefnd um endurbætur á stjórnsýslu Borgarbyggðar vegna sameiningar sveitarfélaga.
Samþykkt var að tilnefna Bjarka Þorsteinsson, Sveinbjörn Eyjólfsson og Sigríði Björk Jónsdóttur í nefndina og var sveitarstjóra falið að tilnefna tvo starfsmenn í nefndina.
11. Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Rætt um skipulag á starfsemi Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að vera fulltrúa Borgarbyggðar í nefnd sem fer yfir starfsemi skólans og gerir tillögur um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi.
12. Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn
Framlagt bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 22.09.06 um námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn og starfsfólk sveitarfélaga.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblað um áherslur sveitarfélagsins í þessum efnum.
13. Golfklúbbur Borgarness
Á fundinn mættu Guðmundur Eiríksson og Jón J. Haraldsson frá Golfklúbbi Borgarness til viðræðna um uppbyggingu á golfvellinum að Hamri.
14. Bréf M2-ráðgjafar
Framlagt bréf M2-ráðgjafar dags. 26.09.06 þar sem skilað er parhúsalóðum nr. 34-36 og 38-40 við Stöðulsholt og einbýlishúsalóðunum nr. 37 og 39 við sömu götu sem fyrirtækið hafði áður fengið úthlutað.
Samþykkt að fela forstöðumanni framkvæmdasviðs að auglýsa lausar lóðir.
15. Fjallskilamálefni
Framlagt bréf eigenda jarðanna Hamra, Hermundarstaða, Lundar og Hamars í Þverárhlíð varðandi smölun heimalanda.
Vísað til landbúnaðarnefndar.
16. Fundargerð aðalskipulagshóps
Framlögð fundargerð vinnuhóps um aðalskipulag Borgarbyggðar dags. 21.09.06.
Byggðarráð telur eðlilegt að einn aðili vinni að aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið og var samþykkt að fela sveitarstjóra að undirbúa útboð á aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið.
17. Safnahús Borgarfjarðar
Framlagt bréf forstöðumanns Safnahúss Borgarfjarðar dags. 28.09.06 varðandi skipan vinnuhóps um slit á samstarfi um Safnahúsið.
Samþykkt var að bjóða forstöðumanni Safnahússins á næsta fund byggðarráðs.
18. Styrktarsjóður Sparisjóðs Mýrasýslu
Framlögð drög að reglum fyrir Styrktarsjóð Sparisjóðs Mýrasýslu.
19. Fjárhagsáætlun 2007
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2007.
Lögð fram tillaga að skiptingu fjármagns á milli málaflokka og gerð á henni nokkrar breytingar. Tillagan var samþykkt.
Sveinbjörn tók fram að hann samþykkti skiptingu milli málaflokka með eftirfarandi fyrirvörum:
"1. Ekki liggja fyrir upplýsingar um rauntölur fyrir árið 2006 sem sýna stöðu einstakra málaflokka.
2. Hef áhyggjur af því að fjármagn til fræðslumála dugi ekki fyrir verkefnum."
20. Tilboð í vefsíðugerð
Lagt fram tilboð frá Nepal ehf. um gerð vefsíðu fyrir Borgarbyggð.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
21. Fundur með Eyja- og Miklaholtshreppi
Rætt um fyrirhugaðan fund með hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps um sameiginleg málefni sem haldinn verður 04. október.
Samþykkt var að fela Finnboga Rögnvaldssyni umboð vegna samkomulags sveitarfélaga í Snæfellsnes- og Borgarfjarðarumdæmi um skipulags- og byggingarfulltrúa.
22. Ferð sveitarstjórnarmanna
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Undirritaður lýsir sérstakri ánægju með sameiginlega ferð sveitarstjórnar og starfsfólks á skrifstofu sveitarfélagsins, sem farin var um sveitarfélagið laugardaginn 29. september sl. Ferðin var í senn bæði mjög fróðleg og félagsleg og til þess fallin að auka samvinnu kjörinna fulltrúa og starfsfólks. Að endingu kann ég öllum þeim sem tóku á móti okkur bestu þakkir fyrir fróðleikinn og að hafa gefið af takmörkuðum tíma sínum."
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl.12,00.