Fara í efni

Byggingarnefnd viðbyggingar við Gbf. á Kleppjárnsreykjum

4. fundur 23. júní 2022 kl. 15:30 - 17:00 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Davíð Sigurðsson formaður
  • Guðveig Eyglóardóttir varaformaður
  • Eva Margrét Jónudóttir aðalmaður
  • Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður
  • Logi Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir deildarstjóri umhverfis - og framkvæmdamála
Dagskrá

1.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði

2104092

Framlögð drög að samningi við verkefnastjóra um vinnu við viðbyggingu við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum.
Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum samþykkir framlagðan samning við verkefnastjóra og vísar til byggðarráðs til endanlegrar samþykktar.

2.Grunnskóli Borgarfjarðar- Kleppjárnsreykjadeild - framkvæmdir á skólahúsnæði

2104092

Til fundarins koma Jóhannes Benediktsson og Orri Jónsson frá Eflu.
Byggingarnefnd felur verkefnastjóra að ljúka við minnisblað sem unnið var að á fundinum.
Formanni er falið að afla upplýsinga varðandi lýðfræðilega þróun á upptökusvæði skólans.

Fundi slitið - kl. 17:00.