Fara í efni

Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar

47. fundur 29. mars 2021 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Viggósson formaður
  • Guðrún Fjeldsted aðalmaður
  • Axel Freyr Eiríksson aðalmaður
  • Halldóra Jónasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Erindi varðandi gangnamannaskála á Vatnaleið

2103073

Framlagt erindi Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs vegna gangnamannaskála á Vatnaleið.
Á 556. fundi Byggðarráð Borgarbyggðar var erindinu vísað til fjallskilanefndar Hítardalsréttar og fjallskilanefndar Brekku- og Svignaskarðsréttar til umsagnar.
Fjallskilanefnd Brekku-og Svignaskarðsréttar tekur jákvætt í erindi Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs og bendir á að þörf er á viðhaldi hússins. Jafnframt leggur nefndin áherslu á að leitardagar skv. fjallskilasamþykkt séu undanskildir útleigu. Varðandi umsjón með hesthúsi og nátthaga, þá þarf að útfæra það nánar í samningi við ferðafélagið.

2.Styrkvegir

2103167

Rætt um styrkumsókn vegna styrkvegasjóðs Vegagerðarinnar
Vegurinn innan við Beilárvallabrú á Langavatnsdal hefur farið illa í flóðum í vetur og þörf á að lagfæra hann. Þá vantar að bera ofan í veginn að Skarðsrétt.

3.Bjarnadalur - uppsögn beitarafnota

2010171

Leigusamningi um afréttarnot af Bjarnadal hefur verið sagt upp. Rætt um möguleg áhrif þess.
Farið yfir málefni Bjarnadals og Ystutungugirðingar.

Fundi slitið - kl. 18:00.