Fara í efni

Fjallskilanefnd Brekku - og Svignaskarðsréttar

52. fundur 19. maí 2023 kl. 14:00 - 15:30 í Borgarnesi
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Viggósson formaður
  • Halldóra Jónasdóttir aðalmaður
  • Pétur Ísl. Sumarliðason aðalmaður
  • Sigvaldi Jónasson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Viggósson formaður
Dagskrá

1.Flýting leita 2023

2305228

Umræður um flýtingu leita
Rætt var um flýtingu leita og var nefndin sammála því að leitum og réttum yrði flýtt um eina viku á komandi hausti.

2.Ystutungugirðing- endurnýjun

2302040

Kostnaður við endurbætur Ystutungugirðingar.
Farið var yfir þær kostnaðar tölur sem borist höfðu varðandi endurnýjun og
endurbætur á Ystutungugirðingu Nefndin óskar eftir því við byggðaráð að fá
heimild til þess að fara í þessa framkvæmd en heildar kostnaður er áætlaður ca 15
milljónir þar af ca 1 milljón í endurbætur á kaflanum frá Tandraseli að Jafnaskarði
(nýgirðing) Reiknað er með að greiðsla frá Skógrækt ríkisins og jarðareigendum
komi þessari heildar upphæð til frádráttar.

3.Erindi frá stjórn fjallskilaumdæmis - Breytingar og endurskoðun fjallskilasamþykktar

2303031

Fjallskilasamþykkt.
Rætt um fyrir hugaðar breitingar á fjallskilasamþykkt fyrir Mýra og Borgarfjarðasýslu

Fundi slitið - kl. 15:30.