Fara í efni

Fjallskilanefnd Borgarbyggðar

34. fundur 24. maí 2023 kl. 16:00 - 17:20 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Viggósson aðalmaður
  • Ingimundur Jónsson aðalmaður
  • Sigurður Arilíusson aðalmaður
  • Þuríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Ásbjörn Pálsson aðalmaður
  • Logi Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sóley Birna Baldursdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Birna Baldursdóttir Deildarstjóri umhverfis- og framkvæmdamála
Dagskrá
Ragnhildur Eva Jónsdóttir, formaður stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps óskar eftir að sitja fundinn. Samþykkt.
Sigrún Ólafsdóttir formaður Umhverfis- og landbúnaðarnefndar situr fundinn sem gestur.

1.Ágangur sauðfjár í heimalöndum - ábyrgð og leiðir

2211253

Á 48. fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar var óskað eftir að fjallskilanefnd Borgarbyggðar myndi veita umsögn um drög að verklagsreglum vegna ágangs sauðfjárs og skila inn fyrir 1. júní.
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til að 14 daga frestur fjáreigenda til að bregðast við og sækja fé sitt verði styttur í 10 daga og þessar verklagsreglur vegna smölunar ágangsfjár verði til reynslu í 1 ár.
Samþykkt með fimm atkvæðum, einn situr hjá og Ásbjörn Pálsson er á móti.

Fundi slitið - kl. 17:20.