Fara í efni

Fjallskilanefnd Grímsstaðaréttar

37. fundur 15. ágúst 2023 kl. 11:00 - 12:00 í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
  • Sigurður Arilíusson formaður
  • Hanna Sigríður Kjartansdóttir aðalmaður
  • Helgi Már Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sóley Birna Baldursdóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Sóley Birna Baldursdóttir Deildarstjóri umhverfis- og landbúnaðarmála
Dagskrá

1.Fjallskil 2023

2308025

Unnið að álagningu fjallskila.
Lagt var á 1233 vetrarfóðraðar kindur og var fækkun um 68 kindur milli ára.
Hver kind er metin á 850 kr.
Dagsverkið er metið á 10.000 kr.
Kostnaður vegna matar er 10.000 kr.

Fjallskilum jafnað niður og þau yfirfarin. Þau samþykkt og send til Borgarbyggðar til fjölritunar og dreifingar.

Fundi slitið - kl. 12:00.