Fara í efni

Fjallskilanefnd Hítardalsréttar

28. fundur 30. mars 2021 kl. 20:30 - 22:10 að Hítardal
Nefndarmenn
  • Finnbogi Leifsson formaður
  • Gísli Guðjónsson aðalmaður
  • Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kristjana Guðmundsdóttir
Dagskrá

1.Erindi varðandi gangnamannaskála á Vatnaleið

2103073

Byggðaráð óskaði eftir því að fjallskilanefnd gæfi umsögn varðandi það að Ferðafélagi Borgarfjarðarhéraðs verið falið að sjá um útleigu gangnamannahúss við Hítarvatn.
Nefndin tekur jákvætt í þetta, ef eftirfarandi ákvæði verði samþykkt:

1. Gerður verði skriflegur leigusamningur milli aðila þar sem m.a. verði kveðið á um leigugjald fyrir húsið og hestagerði, ásamt ákvæðum um ábyrgð vegna skemmda o.þ.h. Einnig komi fram um verkþætti og frágang sem leigutaki skal sinna s.s. tengingu vatns og aftengingu tímanlega að hausti.

2. Þær útleigur hússins í sumar sem þegar hafa verið ákveðnar standi óbreyttar, samkvæmt gildandi verðskrá. (Allar helgar frá síðustu helgi í maí, júní og júlí ásamt nokkrum dögum til viðbótar hafa verið leigðar).

3. Aðgengi að húsinu vegna haustleita skv. dagsetningum í fjallskilareglugerð verði til reiðu fyrir gangnamenn án leigugjalds, svo og ef til kæmi að breytingar yrðu gerðar á tímasetningum.

4. Húsið verði haft læst til öryggis eins og verið hefur.

5. Fjallskilanefnd hefur verið með sorphirðingu vikulega yfir sumarið, við húsið og á nokkrum völdum stöðum í nágrenninu. Farið er fram á að leigutaki greiði gjald fyrir þá þjónustu, eða hafi umsjón með salernisaðstöðu í hesthúsi í staðinn.

6. Gangnamannahúsið og hesthús verði málað að utan í sumar.

2.Önnur mál Fjallskilanefndar Hítardalsréttar

2104001

Fjallskilanefnd samþykkir eftirfarandi tillögu til Veiðifélags Hítarár:
Fjallskilanefnd fer fram á við Veiðifélag Hítarár að tryggt sé að vatnsborð Hítarvatns við vatnsmiðlunarstíflu sé vel undir yfirfalli, þannig að umferð með kindur til sleppingar í afrétt yfir Hítará geti gengið með eðlilegum hætti.
Einnig þarf að tryggja að hægt sé að tempra vatnsrennsli í Hítará svo hægt sé að reka kindur greiðlega yfir ána í göngum.

Fundi slitið - kl. 22:10.