Fara í efni

Fjallskilanefnd Hítardalsréttar

31. fundur 30. júní 2022 kl. 20:00 - 21:00 að Lækjarbug
Nefndarmenn
  • Gísli Guðjónsson aðalmaður
  • Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Unnur Sigurðardóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kristjana Guðmundsdóttir
Dagskrá

1.Verkaskipting nefndar 2022-2026

2206128

Nefndin skiptir með sér verkum.
Formaður: Gísli Guðjónsson
Varaformaður: Unnur Sigurðardóttir
Ritari: Kristjana Guðmundsdóttir

2.Flýting leita 2022

2206129

Rætt um flýtingu leita og rétta.
Fjallskilanefnd Hítardalsréttar óskar eftir heimild til að flýta leitum um 1 viku. Fyrsta leit yrði 10-11 sept, önnur leit 24-25 sept og þriðja leit 8.okt . Fyrsta Hítardalsrétt yrði þá 12.sept og önnur Hítardalsrétt 25. Sept. Óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar og að sveitarstjórn leggi tillöguna fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til ákvörðunar

3.Ástand Hítardalsréttar

2207039

Rætt um ástand Hítardalsréttar
Staða Hítardalsréttar er orðin mjög slæm. Úrbóta er þörf vegna slysahættu fyrir menn og skepnur.

Fundi slitið - kl. 21:00.