Fara í efni

Fjallskilanefnd Hítardalsréttar

37. fundur 15. ágúst 2023 kl. 20:00 - 22:00 að Lækjarbug
Nefndarmenn
  • Gísli Guðjónsson aðalmaður
  • Kristjana Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Unnur Sigurðardóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Kristjana Guðmundsdóttir
Dagskrá

1.Álagning fjallskila Hítardalsréttar 2023

2308162

Unnið að álagningu fjallskila.
Álagning fjallskila á fjáreigendur sem eru 13. Tala sauðfjár til fjallskila er 2596 samkvæmt haustskýrslum 2022-2023 uppgefið frá Borgarbyggð, fjölgun 101 fjár. Fjallskilagjald á kind ákveðið 850 kr. Heildarálagning 2.206.600 kr.
Dagsverkið metið á 10.000 kr
Dagsetningar leita og rétta hafa verið færðar fram um viku frá ákvæðum fjallskilareglugerðar.
Leitarstjóri í öllum afréttarleitum verður Gísli Guðjónsson. Jakob A. Eyjólfsson stjórnar leitum á Svarfhólsmúla
Réttarstjóri í öllum réttum verður Sigurjón Helgason

2.Viðhald á girðingum

2308163

Viðhald á girðingum.
Rætt um almennt viðhald á girðingum inn í fjalli og viðhald á réttinni.

Fundi slitið - kl. 22:00.